Lögin ná yfir öll hugverk 10. nóvember 2005 19:50 Það verður að fara varlega í að breyta löggjöf um einkaleyfi og ríkisvaldið ætti að leita allra leiða til að semja við einkaleyfishafann áður en það tekur sér það vald að afnema einkaleyfið. Þetta segir formaður Samtaka framleiðenda frumlyfja, en hann fagnar jafnframt því framtaki stjórnvalda að undirbúa aðgerðir til varnar hugsanlegum heimsfaraldri. Ríkisstjórnin hyggst breyta lögum um einkaleyfi svo ríkisvaldið geti gefið leyfi til framleiðslu vöru án samþykkis einkaleyfishafa ef nauðsyn krefur. Nærtækasta dæmið er ef heimsfaraldur fuglaflensu brýst út og innflutningur lyfja takmarkast eða stöðvast, þá getur ríkisvaldið gefið út nauðungarleyfi til framleiðslu flensulyfs hérlendis. Stjórn nýstofnaðra samtaka framleiðenda frumlyfja fundaði um málið í dag. Hjörleifur Þórarinsson, formaður Samtaka frumlyfjaframleiðenda, segir enga spurningu um að ef stjórnvöld standi frammi fyrir einhvers konar vá eða sjúkdómum sem þarf að grípa til fljótra aðgerða séu allir boðnir og búnir til að leggja sitt af mörkum. Samtökin vilja að stjórnvöld hagi lagasetningu um þessa heimild í þá veru að ekki sé að óþörfu verið að fara á skjön við þá sem eiga einkaleyfin eða þá sem unnu vinnuna til að lyfin yrðu til. Hjörleifur bendir á að lögin muni ná yfir öll hugverk, ekki bara lyf, heldur líka tónlist, gervihné og hvaðeina annað sem einkaleyfi er á. Hann leggur áherslu á að ríkið ætti að gera allt sem hægt er til að ná samningum við handhafa einkaleyfis áður en gripið er til einhliða aðgerða. Frumvarpið liggur ekki fyrir, svo það er ekki alveg ljóst hversu rúma heimild ríkisvaldið mun hafa til þess að afnema einkaleyfin. Hjörleifur hvetur til varfærni. Ef setja á Ísland í sérstöðu varðand vernd hugverka þá getur verið verr af stað farið en heima setið. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Það verður að fara varlega í að breyta löggjöf um einkaleyfi og ríkisvaldið ætti að leita allra leiða til að semja við einkaleyfishafann áður en það tekur sér það vald að afnema einkaleyfið. Þetta segir formaður Samtaka framleiðenda frumlyfja, en hann fagnar jafnframt því framtaki stjórnvalda að undirbúa aðgerðir til varnar hugsanlegum heimsfaraldri. Ríkisstjórnin hyggst breyta lögum um einkaleyfi svo ríkisvaldið geti gefið leyfi til framleiðslu vöru án samþykkis einkaleyfishafa ef nauðsyn krefur. Nærtækasta dæmið er ef heimsfaraldur fuglaflensu brýst út og innflutningur lyfja takmarkast eða stöðvast, þá getur ríkisvaldið gefið út nauðungarleyfi til framleiðslu flensulyfs hérlendis. Stjórn nýstofnaðra samtaka framleiðenda frumlyfja fundaði um málið í dag. Hjörleifur Þórarinsson, formaður Samtaka frumlyfjaframleiðenda, segir enga spurningu um að ef stjórnvöld standi frammi fyrir einhvers konar vá eða sjúkdómum sem þarf að grípa til fljótra aðgerða séu allir boðnir og búnir til að leggja sitt af mörkum. Samtökin vilja að stjórnvöld hagi lagasetningu um þessa heimild í þá veru að ekki sé að óþörfu verið að fara á skjön við þá sem eiga einkaleyfin eða þá sem unnu vinnuna til að lyfin yrðu til. Hjörleifur bendir á að lögin muni ná yfir öll hugverk, ekki bara lyf, heldur líka tónlist, gervihné og hvaðeina annað sem einkaleyfi er á. Hann leggur áherslu á að ríkið ætti að gera allt sem hægt er til að ná samningum við handhafa einkaleyfis áður en gripið er til einhliða aðgerða. Frumvarpið liggur ekki fyrir, svo það er ekki alveg ljóst hversu rúma heimild ríkisvaldið mun hafa til þess að afnema einkaleyfin. Hjörleifur hvetur til varfærni. Ef setja á Ísland í sérstöðu varðand vernd hugverka þá getur verið verr af stað farið en heima setið.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira