Ökumaður sementsflutningabíls slapp ótrúlega lítið meiddur þegar fjörutíu og fjögurra tonna bíllinn og tengivagn ultu langt út af þjóðveginum skammt frá Egilsstöðum í gær. Ökumannshúsið hafnaði ofan í skurði en ella hefði það kramist undan tengivagninum. Ökumaðurinn var fluttur á heilsugæslustöð til aðhlynningar en bílllinn og tengivagninn eru taldir ónýtir.
Slapp vel þegar sementsbíll valt
