Kókaín í umslaginu 26. október 2005 06:45 Efni í umslagi sem sent var hingað frá útlöndum fyrr í mánuðinum reyndist vera kókaín, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Grunur leikur á að allmargar fíkniefnasendingar hafi borist að undnaförnu til landsins með pósti, en rannsókn málsins leiddi til þess að lögreglan í Reykjavík handtók mann og konu 19. október. Þau sitja í gæsluvarðhaldi til 28. október. Konan var starfsmaður á pósthúsi í borginni. Rannsókn lögreglu beinist aðallega að því hvort fíkniefni hafi verið send í pósti til sömu einstaklinga áður, og ef svo reynist, þá hversu oft og hvort margir komi við sögu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru póstsendingarnar taldar vera allmargar en lögreglan rannsakar þrjár fíkniefnasendingar sem fundust við tollaeftirlit með póstsendingum. Þær komu allar frá sama landinu. Í gær voru fyrirhugaðar frekari yfirheyrslur yfir þeim tveimur sem stóðu að innflutningi umslagsins ofangreinda, svo og fleirum sem grunur leikur á að geti tengst málinu, jafnvel sem sakborningar. Lögreglan lét til skarar skríða gegn hinum grunuðu fyrr í þessum mánuði. Lögreglumenn útbjuggu gerviumslag sem var áframsent á pósthúsið þar sem konan vinnur, í stað þess sem sent hafði verið frá útlöndum. Lögreglan hafði eftirlit með umslaginu til að athuga hvort hin grunuðu nálguðust umslagið. Það gerðu þau 19. október en konan hafði þá tekið umslagið og hringt í manninn, sem kom skömmu síðar á pósthúsið og sótti hana. Þau óku á brott með umslagið en lögreglan veitti þeim eftirför. Skömmu síðar hentu þau því út úr bílnum og handtók lögreglan þau eftir það. Lögreglan hafði sett litarefni í gerviumslagið og við athugun tæknideildar á fatnaði fólksins reyndist unnt að greina litarefnið á fötum þess. Maðurinn og konan hafa játað að hluta við yfirheyrslur, að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms. Framburði þeirra ber þó ekki saman um einstök atriði, auk þess sem hann er ekki álitinn í samræmi við meint umfang brotanna að því er liggur fyrir í rannsóknargögnum lögreglu. Þá kemur fram að lögreglan meti það svo að ekki hafi öll fíkniefni náðst sem send hafi verið hingað. Lögregla hefur fylgst með hjúunum um skeið og gerði meðal annars húsleit á heimilum þeirra tveimur dögum áður en þau voru handtekin. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Efni í umslagi sem sent var hingað frá útlöndum fyrr í mánuðinum reyndist vera kókaín, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Grunur leikur á að allmargar fíkniefnasendingar hafi borist að undnaförnu til landsins með pósti, en rannsókn málsins leiddi til þess að lögreglan í Reykjavík handtók mann og konu 19. október. Þau sitja í gæsluvarðhaldi til 28. október. Konan var starfsmaður á pósthúsi í borginni. Rannsókn lögreglu beinist aðallega að því hvort fíkniefni hafi verið send í pósti til sömu einstaklinga áður, og ef svo reynist, þá hversu oft og hvort margir komi við sögu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru póstsendingarnar taldar vera allmargar en lögreglan rannsakar þrjár fíkniefnasendingar sem fundust við tollaeftirlit með póstsendingum. Þær komu allar frá sama landinu. Í gær voru fyrirhugaðar frekari yfirheyrslur yfir þeim tveimur sem stóðu að innflutningi umslagsins ofangreinda, svo og fleirum sem grunur leikur á að geti tengst málinu, jafnvel sem sakborningar. Lögreglan lét til skarar skríða gegn hinum grunuðu fyrr í þessum mánuði. Lögreglumenn útbjuggu gerviumslag sem var áframsent á pósthúsið þar sem konan vinnur, í stað þess sem sent hafði verið frá útlöndum. Lögreglan hafði eftirlit með umslaginu til að athuga hvort hin grunuðu nálguðust umslagið. Það gerðu þau 19. október en konan hafði þá tekið umslagið og hringt í manninn, sem kom skömmu síðar á pósthúsið og sótti hana. Þau óku á brott með umslagið en lögreglan veitti þeim eftirför. Skömmu síðar hentu þau því út úr bílnum og handtók lögreglan þau eftir það. Lögreglan hafði sett litarefni í gerviumslagið og við athugun tæknideildar á fatnaði fólksins reyndist unnt að greina litarefnið á fötum þess. Maðurinn og konan hafa játað að hluta við yfirheyrslur, að því er fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms. Framburði þeirra ber þó ekki saman um einstök atriði, auk þess sem hann er ekki álitinn í samræmi við meint umfang brotanna að því er liggur fyrir í rannsóknargögnum lögreglu. Þá kemur fram að lögreglan meti það svo að ekki hafi öll fíkniefni náðst sem send hafi verið hingað. Lögregla hefur fylgst með hjúunum um skeið og gerði meðal annars húsleit á heimilum þeirra tveimur dögum áður en þau voru handtekin.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira