Innlent

Geta valdið heyrnarskaða

Að mati danskra sérfræðinga veldur mikil notkun mp3- spilara heyrnarskaða. Telja þeir að of margir séu með spilarana of hátt stillta og hlusti of lengi í einu. Þetta kemur fram í dagblaðinu Politiken í gær. Er talið að fjöldi heyrnarskertra í Danmörku muni tvöfaldast á næstu 15 til 20 árum.

Samkvæmt athugunum blaðsins er hægt að stilla hljóð langflestra mp3-spilara yfir 100 desibel. Svo mikill hljóðstyrkur er samkvæmt danska vinnueftirlitinu skaðlegur fyrir heyrnina ef hlustað er í meira en klukkustund á viku. Samkvæmt könnun sem danska heilbrigðisráðuneytið hefur gert hlusta 64% ungmenna á aldrinum 13-20 ára á tónlist úr mp3-spilara í klukkustund eða meira á viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×