200 milljónir fram úr heimildum 20. október 2005 00:01 „Það hefur orðið töluverð aukning í sérfræðiþjónustu á þessu ári," segir Kristján. „Að mestu leyti er verið að sinna fleiri sjúklingum. Mest er aukningin hjá hjartasérfræðingum, um 25 prósent. Heildaraukning í sérgreinunum nemur átta prósentum. Þetta er þróun sem hvorugur samningsaðila sá fyrir. Það er verið að veita meiri þjónustu en ráð var fyrir gert." Kristján segir að fullur skilningur ríki milli samninganefnda TR og lækna á þeirri stöðu sem upp sé komin. Nú sé verið að -greina- af hverju svo mikil eftirspurn sé eftir þjónustu hinna ýmsu sérgreina. Í vetur hafi til að mynda verið mjög mikil aukning hjá barnalæknum þegar bæði inflúensa og RS-vírus hefðu lagst á landsmenn. „En aukningin nú er í öllum sérgreinum og það stefnir í að áttatíu prósent lækna sem eru á samningi hjá TR fari yfir einingakvótann, mismikið þó," segir Kristján og kveður samninganefndir lækna og TR hafa fundað stíft undanfarnar vikur vegna þessarar stöðu. „Það gerist ekki í ríkisrekstri að hægt sé umsvifalaust að sækja peninga af því að menn vilji auka þjónustu sína. Á hinn bóginn teljum við að það sé afar erfitt að draga úr þjónustu, þannig að þarna er verið að takast á við erfið álitamál. Fyrst og fremst er verið að greina hvar og hvers vegna aukningin verði. Þar er verið að spá fyrir um það sem eftir er af árinu og þá miðað við sama árshluta í fyrra." Á yfirstandandi ári gerir samningurinn ráð fyrir samtals 11.336.000 einingum sem hver er metin á 214 krónur. Heildarupphæð samnings TR og sérfræðilækna er því ríflega 2,4 milljarðar króna. Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar, sem eru á samningi við Tryggingastofnun ríkisins, fara um 200 milljónir króna fram úr fjárheimildum gildandi samnings, að sögn Kristjáns Guðmundssonar, formanns samninganefndar Læknafélags Íslands. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
„Það hefur orðið töluverð aukning í sérfræðiþjónustu á þessu ári," segir Kristján. „Að mestu leyti er verið að sinna fleiri sjúklingum. Mest er aukningin hjá hjartasérfræðingum, um 25 prósent. Heildaraukning í sérgreinunum nemur átta prósentum. Þetta er þróun sem hvorugur samningsaðila sá fyrir. Það er verið að veita meiri þjónustu en ráð var fyrir gert." Kristján segir að fullur skilningur ríki milli samninganefnda TR og lækna á þeirri stöðu sem upp sé komin. Nú sé verið að -greina- af hverju svo mikil eftirspurn sé eftir þjónustu hinna ýmsu sérgreina. Í vetur hafi til að mynda verið mjög mikil aukning hjá barnalæknum þegar bæði inflúensa og RS-vírus hefðu lagst á landsmenn. „En aukningin nú er í öllum sérgreinum og það stefnir í að áttatíu prósent lækna sem eru á samningi hjá TR fari yfir einingakvótann, mismikið þó," segir Kristján og kveður samninganefndir lækna og TR hafa fundað stíft undanfarnar vikur vegna þessarar stöðu. „Það gerist ekki í ríkisrekstri að hægt sé umsvifalaust að sækja peninga af því að menn vilji auka þjónustu sína. Á hinn bóginn teljum við að það sé afar erfitt að draga úr þjónustu, þannig að þarna er verið að takast á við erfið álitamál. Fyrst og fremst er verið að greina hvar og hvers vegna aukningin verði. Þar er verið að spá fyrir um það sem eftir er af árinu og þá miðað við sama árshluta í fyrra." Á yfirstandandi ári gerir samningurinn ráð fyrir samtals 11.336.000 einingum sem hver er metin á 214 krónur. Heildarupphæð samnings TR og sérfræðilækna er því ríflega 2,4 milljarðar króna. Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar, sem eru á samningi við Tryggingastofnun ríkisins, fara um 200 milljónir króna fram úr fjárheimildum gildandi samnings, að sögn Kristjáns Guðmundssonar, formanns samninganefndar Læknafélags Íslands.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira