200 milljónir fram úr heimildum 20. október 2005 00:01 „Það hefur orðið töluverð aukning í sérfræðiþjónustu á þessu ári," segir Kristján. „Að mestu leyti er verið að sinna fleiri sjúklingum. Mest er aukningin hjá hjartasérfræðingum, um 25 prósent. Heildaraukning í sérgreinunum nemur átta prósentum. Þetta er þróun sem hvorugur samningsaðila sá fyrir. Það er verið að veita meiri þjónustu en ráð var fyrir gert." Kristján segir að fullur skilningur ríki milli samninganefnda TR og lækna á þeirri stöðu sem upp sé komin. Nú sé verið að -greina- af hverju svo mikil eftirspurn sé eftir þjónustu hinna ýmsu sérgreina. Í vetur hafi til að mynda verið mjög mikil aukning hjá barnalæknum þegar bæði inflúensa og RS-vírus hefðu lagst á landsmenn. „En aukningin nú er í öllum sérgreinum og það stefnir í að áttatíu prósent lækna sem eru á samningi hjá TR fari yfir einingakvótann, mismikið þó," segir Kristján og kveður samninganefndir lækna og TR hafa fundað stíft undanfarnar vikur vegna þessarar stöðu. „Það gerist ekki í ríkisrekstri að hægt sé umsvifalaust að sækja peninga af því að menn vilji auka þjónustu sína. Á hinn bóginn teljum við að það sé afar erfitt að draga úr þjónustu, þannig að þarna er verið að takast á við erfið álitamál. Fyrst og fremst er verið að greina hvar og hvers vegna aukningin verði. Þar er verið að spá fyrir um það sem eftir er af árinu og þá miðað við sama árshluta í fyrra." Á yfirstandandi ári gerir samningurinn ráð fyrir samtals 11.336.000 einingum sem hver er metin á 214 krónur. Heildarupphæð samnings TR og sérfræðilækna er því ríflega 2,4 milljarðar króna. Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar, sem eru á samningi við Tryggingastofnun ríkisins, fara um 200 milljónir króna fram úr fjárheimildum gildandi samnings, að sögn Kristjáns Guðmundssonar, formanns samninganefndar Læknafélags Íslands. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Það hefur orðið töluverð aukning í sérfræðiþjónustu á þessu ári," segir Kristján. „Að mestu leyti er verið að sinna fleiri sjúklingum. Mest er aukningin hjá hjartasérfræðingum, um 25 prósent. Heildaraukning í sérgreinunum nemur átta prósentum. Þetta er þróun sem hvorugur samningsaðila sá fyrir. Það er verið að veita meiri þjónustu en ráð var fyrir gert." Kristján segir að fullur skilningur ríki milli samninganefnda TR og lækna á þeirri stöðu sem upp sé komin. Nú sé verið að -greina- af hverju svo mikil eftirspurn sé eftir þjónustu hinna ýmsu sérgreina. Í vetur hafi til að mynda verið mjög mikil aukning hjá barnalæknum þegar bæði inflúensa og RS-vírus hefðu lagst á landsmenn. „En aukningin nú er í öllum sérgreinum og það stefnir í að áttatíu prósent lækna sem eru á samningi hjá TR fari yfir einingakvótann, mismikið þó," segir Kristján og kveður samninganefndir lækna og TR hafa fundað stíft undanfarnar vikur vegna þessarar stöðu. „Það gerist ekki í ríkisrekstri að hægt sé umsvifalaust að sækja peninga af því að menn vilji auka þjónustu sína. Á hinn bóginn teljum við að það sé afar erfitt að draga úr þjónustu, þannig að þarna er verið að takast á við erfið álitamál. Fyrst og fremst er verið að greina hvar og hvers vegna aukningin verði. Þar er verið að spá fyrir um það sem eftir er af árinu og þá miðað við sama árshluta í fyrra." Á yfirstandandi ári gerir samningurinn ráð fyrir samtals 11.336.000 einingum sem hver er metin á 214 krónur. Heildarupphæð samnings TR og sérfræðilækna er því ríflega 2,4 milljarðar króna. Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar, sem eru á samningi við Tryggingastofnun ríkisins, fara um 200 milljónir króna fram úr fjárheimildum gildandi samnings, að sögn Kristjáns Guðmundssonar, formanns samninganefndar Læknafélags Íslands.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira