Réðst á lögregumenn með hnífi 23. október 2005 17:57 Málflutningi í máli Steindórs Einarssonar, sem meðal annars er sakaður um sérlega hættulega líkamsárás á tvo lögregluþjóna í júní í fyrra og endur-teknar líflátshótanir í garð barnsmóður sinnar, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í júní í fyrra réðst Steindór á tvo lögregluþjóna með hnífi þegar þeir voru kallaðir til vegna þess að Steindór hafði framið spjöll á eignum fyrrverandi tengdafólks síns og barnsmóður sinnar. Steindór er sakaður um að hafa kastað steini gegnum rúðu á húsi tengdafólks síns og rispað bíl þess. Þá er Steindór sakaður um að hafa lagt til annars lögregluþjónsins sem mætti á staðinn, með hnífi í nárastað með þeim afleiðingum að gat kom á buxur og nærföt. Lögreglumennirnir sluppu ómeiddir. Steindór er sagður hafa með árásinni stofnað lífi og heilsu lögreglumannsins í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Þá er Steindór ákærður fyrir tvær líflátshótanir, þar af aðra á hendur barnsmóður sinni, og eina hótun um ofbeldi. Hótanirnar voru sendar ýmist bréfleiðis eða með SMS-skilaboðum úr farsíma Steindórs. Líflátshótunin sem Steindór sendi barnsmóður sinni með SMS-skilabðum var svohljóðandi, að nöfnum slepptum: „Hæ X ef ad tú leyfir mér ekki ad sjá X og X aftur dá skal ég skjóta tig í hausinn 2 eda 3 desember og dá ertu daud og ég líka og dá eiga X og X ekki pabba eða mömmu bæ bæ." Hina líflátshótunina sendi Steindór í ódagsettu bréfi sem sett var inn um bréfalúgu hjá foreldrum barnsmóður Steindórs. Hún var svohljóðandi, að nöfnum slepptum: „Ef að X hringir ekki í mig næsta föstudag þá ert þú dauður hringdu í X og talaðu við hann ég á kúbein og klippur og haglabyrsu ég nota þettað næstu helgi ef að X hringir ekki á föstudag þitt er valið..." Steindór neitar sök. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Málflutningi í máli Steindórs Einarssonar, sem meðal annars er sakaður um sérlega hættulega líkamsárás á tvo lögregluþjóna í júní í fyrra og endur-teknar líflátshótanir í garð barnsmóður sinnar, lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í júní í fyrra réðst Steindór á tvo lögregluþjóna með hnífi þegar þeir voru kallaðir til vegna þess að Steindór hafði framið spjöll á eignum fyrrverandi tengdafólks síns og barnsmóður sinnar. Steindór er sakaður um að hafa kastað steini gegnum rúðu á húsi tengdafólks síns og rispað bíl þess. Þá er Steindór sakaður um að hafa lagt til annars lögregluþjónsins sem mætti á staðinn, með hnífi í nárastað með þeim afleiðingum að gat kom á buxur og nærföt. Lögreglumennirnir sluppu ómeiddir. Steindór er sagður hafa með árásinni stofnað lífi og heilsu lögreglumannsins í augljósan háska á ófyrirleitinn hátt. Þá er Steindór ákærður fyrir tvær líflátshótanir, þar af aðra á hendur barnsmóður sinni, og eina hótun um ofbeldi. Hótanirnar voru sendar ýmist bréfleiðis eða með SMS-skilaboðum úr farsíma Steindórs. Líflátshótunin sem Steindór sendi barnsmóður sinni með SMS-skilabðum var svohljóðandi, að nöfnum slepptum: „Hæ X ef ad tú leyfir mér ekki ad sjá X og X aftur dá skal ég skjóta tig í hausinn 2 eda 3 desember og dá ertu daud og ég líka og dá eiga X og X ekki pabba eða mömmu bæ bæ." Hina líflátshótunina sendi Steindór í ódagsettu bréfi sem sett var inn um bréfalúgu hjá foreldrum barnsmóður Steindórs. Hún var svohljóðandi, að nöfnum slepptum: „Ef að X hringir ekki í mig næsta föstudag þá ert þú dauður hringdu í X og talaðu við hann ég á kúbein og klippur og haglabyrsu ég nota þettað næstu helgi ef að X hringir ekki á föstudag þitt er valið..." Steindór neitar sök.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira