Faldi hass í holri bók 17. október 2005 00:01 37 ára gömul dönsk kona hefur verið dæmd í mánaðarfangelsi fyrir að reyna að smygla hingað 320,19 grömmum af hassi 30. september síðastliðinn. Dómurinn, sem upp var kveðinn í Héraðsdómi Reykjaness, er skilorðsbundinn í þrjú ár. Konan var gripin við tollskoðun á Keflavíkurflugvelli við komuna frá Kaupmannahöfn. Talið var í ákæru að hassið hefði verið ætlað til sölu, en það hafði hún falið innan í bók um Harry Potter, en búið var að skera úr síðum og búa þannig til holrúm. Saksókn málsins miðaði hins vegar ekki við að konan hefði flutt inn efnin í söluskyni, og var sú breyting bókuð við meðferð málsins. Konan játaði að hafa flutt inn efnin, en kvað þau hafa verið ætluð til neyslu. "Hún sagðist fara létt með að svæla þetta á nokkrum dögum, ef ég man rétt," segir Sævar Lýðssson, fulltrúi Sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður konunnar, taldi þó líklegra að efnanna hefði átt að neyta í einhverju veisluhaldi hér, án þess þó að þar um lægi nokkuð staðfest. Konan er tónlistarmaður og starfar með hljómsveit í Danmörku. Guðmundur sagði hana ekki gera athugasemdir við dóminn og að honum yrði ekki áfrýjað. Sævar sagði dóminn í samræmi við dómavenju í málum sem þessum. Þetta væri hennar fyrsta brot og hún ekki búsett hér á landi. Hann taldi hægt að miða við sem þumalputtareglu að mánaðarfangelsi lægi við að smygla kílói af hassi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
37 ára gömul dönsk kona hefur verið dæmd í mánaðarfangelsi fyrir að reyna að smygla hingað 320,19 grömmum af hassi 30. september síðastliðinn. Dómurinn, sem upp var kveðinn í Héraðsdómi Reykjaness, er skilorðsbundinn í þrjú ár. Konan var gripin við tollskoðun á Keflavíkurflugvelli við komuna frá Kaupmannahöfn. Talið var í ákæru að hassið hefði verið ætlað til sölu, en það hafði hún falið innan í bók um Harry Potter, en búið var að skera úr síðum og búa þannig til holrúm. Saksókn málsins miðaði hins vegar ekki við að konan hefði flutt inn efnin í söluskyni, og var sú breyting bókuð við meðferð málsins. Konan játaði að hafa flutt inn efnin, en kvað þau hafa verið ætluð til neyslu. "Hún sagðist fara létt með að svæla þetta á nokkrum dögum, ef ég man rétt," segir Sævar Lýðssson, fulltrúi Sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður konunnar, taldi þó líklegra að efnanna hefði átt að neyta í einhverju veisluhaldi hér, án þess þó að þar um lægi nokkuð staðfest. Konan er tónlistarmaður og starfar með hljómsveit í Danmörku. Guðmundur sagði hana ekki gera athugasemdir við dóminn og að honum yrði ekki áfrýjað. Sævar sagði dóminn í samræmi við dómavenju í málum sem þessum. Þetta væri hennar fyrsta brot og hún ekki búsett hér á landi. Hann taldi hægt að miða við sem þumalputtareglu að mánaðarfangelsi lægi við að smygla kílói af hassi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira