Flestir fara að lögum og reglum 16. október 2005 00:01 Rjúpnaveiðiðimenn virðast flestir hafa farið að lögum og virt tilmæli um hóflegar veiðar þann sólarhring sem liðinn er af veiðitímabilinu, en misjafnlega hefur viðrað til veiða á landinu. Lögreglumönnum um allt land sem fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur rætt við í morgun ber flestum saman um að veiðarnar hafi farið vel af stað og veiðimenn almennt virt þau boð og bönn sem gilda um veiðarnar. Þó handtók lögreglan í Vík í Mýrdal fjóra menn í gær eftir að landeigandi hafði tilkynnt um að þeir væru við veiðar á landi hans án heimildar. Við skýrslutöku og yfirheyrslur kom í ljós að tveir mannanna voru ekki með veiðikort og var annar þeirra með útrunnið skotvopnaskírteini. Lögregla lagði hald á rjúpnafeng þeirra ásamt skotvopnum en málið verður sent sýslumanni sem ákveður hvort kært verður í því. Töluverður fjöldi rjúpnaveiðimanna var á ferð um uppsveitir Árnessýslu í gær og hafði lögregla á Selfossi eftirlit með þeim. Lögreglu barst ein tilkynning um skyttu á veiðum á óleyfilegum stað og þegar betur var að gáð hafði hún ruglast og farið öfugum megin girðingar sem skilur að veiðisvæði og bannsvæði. Þá var björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni kölluð út til að aðstoða rjúpnaveiðimann sem hafði fest bíl sinn en greiðlega gekk að losa hann. Skilyrði til veiða á þessum slóðum eru ekki eins góð í dag og í gær, en nokkur úrkoma og þoka er á svæðinu. Í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi voru margir á veiðum og kannaði lögregla pappíra hjá um 75 manns á Holtavörðuheiði, í Hítardal, Kaldadal og á Uxahryggjum. Þá segir lögreglan í Búðardal að töluverður fjöldi manna hafi verið þar á veiðum í gær og höfðu menn veitt á bilinu 8 til 30 rjúpur. Lögregla beinir þeim tilmælum til veiðimanna í Bröttubrekku að kanna vel hvaða land er í einkaeign og hvað í almannaeigu áður en þeir halda á veiðar. Í Dölunum viðrar annars vel til veiða. Annars staðar á landinu virðist minna um veiðimenn og spila veður og færð þar inn í, þar á meðal í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi þar sem rignt hefur töluvert og veiðilendur eru erfiðar yfirferðar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Rjúpnaveiðiðimenn virðast flestir hafa farið að lögum og virt tilmæli um hóflegar veiðar þann sólarhring sem liðinn er af veiðitímabilinu, en misjafnlega hefur viðrað til veiða á landinu. Lögreglumönnum um allt land sem fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur rætt við í morgun ber flestum saman um að veiðarnar hafi farið vel af stað og veiðimenn almennt virt þau boð og bönn sem gilda um veiðarnar. Þó handtók lögreglan í Vík í Mýrdal fjóra menn í gær eftir að landeigandi hafði tilkynnt um að þeir væru við veiðar á landi hans án heimildar. Við skýrslutöku og yfirheyrslur kom í ljós að tveir mannanna voru ekki með veiðikort og var annar þeirra með útrunnið skotvopnaskírteini. Lögregla lagði hald á rjúpnafeng þeirra ásamt skotvopnum en málið verður sent sýslumanni sem ákveður hvort kært verður í því. Töluverður fjöldi rjúpnaveiðimanna var á ferð um uppsveitir Árnessýslu í gær og hafði lögregla á Selfossi eftirlit með þeim. Lögreglu barst ein tilkynning um skyttu á veiðum á óleyfilegum stað og þegar betur var að gáð hafði hún ruglast og farið öfugum megin girðingar sem skilur að veiðisvæði og bannsvæði. Þá var björgunarsveitin Ingunn á Laugarvatni kölluð út til að aðstoða rjúpnaveiðimann sem hafði fest bíl sinn en greiðlega gekk að losa hann. Skilyrði til veiða á þessum slóðum eru ekki eins góð í dag og í gær, en nokkur úrkoma og þoka er á svæðinu. Í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi voru margir á veiðum og kannaði lögregla pappíra hjá um 75 manns á Holtavörðuheiði, í Hítardal, Kaldadal og á Uxahryggjum. Þá segir lögreglan í Búðardal að töluverður fjöldi manna hafi verið þar á veiðum í gær og höfðu menn veitt á bilinu 8 til 30 rjúpur. Lögregla beinir þeim tilmælum til veiðimanna í Bröttubrekku að kanna vel hvaða land er í einkaeign og hvað í almannaeigu áður en þeir halda á veiðar. Í Dölunum viðrar annars vel til veiða. Annars staðar á landinu virðist minna um veiðimenn og spila veður og færð þar inn í, þar á meðal í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi þar sem rignt hefur töluvert og veiðilendur eru erfiðar yfirferðar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira