Borgin hótar lögsókn 14. október 2005 00:01 Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir standa af hálfu borgarinnar að farið verði með samráðsmál olíufélaganna fyrir dómstóla fá borgin ekki greiddar bætur.Í gær rann út frestur sem Reykjavíkurborg gaf olíufélögunum til greiðslu bóta vegna verðsamráðs sem þau höfðu í tengslum við tilboðsgerð vegna olíusölu árið 1996. Steinunn Valdís sagðist vita til þess að olíufélögin hefðu óskað eftir fundi með lögmanni borgarinnar til að fara yfir málið, en hafði í gær ekki frekari spurnir af þeim fundahöldum þar sem hún var stödd í útlöndum. Kristinn Hallgrímsson lögmaður Kers, sem á Esso, segir að borgin fái frá félaginu formlegt svar, vegna skaðabótakröfunnar, en vildi ekki upplýsa um efni þess áður en því hefði verið komið í réttar hendur. Hann segir félagið ekki hafa átt í neinum viðræðum við borgina vegna skaðabótakröfunnar. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, segir hins vegar að haldinn verði fundur lögmanna olíufélaganna og lögmanns borgarinnar eftir helgina vegna málsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður borgarinnar, segist ekki hafa fengið formlegt svar frá neinu félaganna vegna skaðabótakröfunnar en staðfesti að félögin hefðu óskað eftir fundi með honum í næstu viku vegna málsins. Vilhjálmur sagði að skýrast myndi í næstu viku hvað félögin ætluðu að bjóða borginni, ef þá nokkuð. "En ítrustu kröfur borgarinnar hljóðuðu upp á 150 milljónir króna," segir hann, en sú upphæð var ekki sundurgreind á félögin. "Borgin getur ekki skipt því niður á félögin því hún veit ekki hver fékk hvað. Hins vegar liggur fyrir að haft var samráð um útboðið og að Skeljungur greiddi hinum ákveðna fjárhæð vegna viðskiptanna." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir standa af hálfu borgarinnar að farið verði með samráðsmál olíufélaganna fyrir dómstóla fá borgin ekki greiddar bætur.Í gær rann út frestur sem Reykjavíkurborg gaf olíufélögunum til greiðslu bóta vegna verðsamráðs sem þau höfðu í tengslum við tilboðsgerð vegna olíusölu árið 1996. Steinunn Valdís sagðist vita til þess að olíufélögin hefðu óskað eftir fundi með lögmanni borgarinnar til að fara yfir málið, en hafði í gær ekki frekari spurnir af þeim fundahöldum þar sem hún var stödd í útlöndum. Kristinn Hallgrímsson lögmaður Kers, sem á Esso, segir að borgin fái frá félaginu formlegt svar, vegna skaðabótakröfunnar, en vildi ekki upplýsa um efni þess áður en því hefði verið komið í réttar hendur. Hann segir félagið ekki hafa átt í neinum viðræðum við borgina vegna skaðabótakröfunnar. Gestur Jónsson, lögmaður Skeljungs, segir hins vegar að haldinn verði fundur lögmanna olíufélaganna og lögmanns borgarinnar eftir helgina vegna málsins. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður borgarinnar, segist ekki hafa fengið formlegt svar frá neinu félaganna vegna skaðabótakröfunnar en staðfesti að félögin hefðu óskað eftir fundi með honum í næstu viku vegna málsins. Vilhjálmur sagði að skýrast myndi í næstu viku hvað félögin ætluðu að bjóða borginni, ef þá nokkuð. "En ítrustu kröfur borgarinnar hljóðuðu upp á 150 milljónir króna," segir hann, en sú upphæð var ekki sundurgreind á félögin. "Borgin getur ekki skipt því niður á félögin því hún veit ekki hver fékk hvað. Hins vegar liggur fyrir að haft var samráð um útboðið og að Skeljungur greiddi hinum ákveðna fjárhæð vegna viðskiptanna."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira