Dýrt að halda uppi réttarríki 11. október 2005 00:01 Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóra, segir að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi að sínu leyti rétt fyrir sér þegar hann segi á vefsíðu sinni að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð. „Máli sem tekið er til rannsóknar getur aðeins lokið með tvennum hætti. Annars vegar með bréfi þar sem greint er frá því að ekki þyki tilefni til þess að gefa út ákæru. Hins vegar með útgáfu ákæru sem dómstólar fjalla þá um. Björn er lögfræðingur að mennt og það situr væntanlega enn í honum,“ segir Jón og bætir við: „Nú er greinileg sú tilhneiging við meðferð opinbers valds að sífellt meiri kröfur eru gerðar til handhafanna.“ Jón telur að dómur Hæstaréttar um frávísun 32 ákæruliða verði fordæmisgefandi og hafi áhrif á allar ákærur sem skrifaðar verði héðan í frá. Þeir 32 ákæruliðir Baugsmálsins sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í fyrradag eru nú í höndum Ríkissaksóknara. „Við vildum að enginn vafi léki á trúverðugleika þeirra ákvarðana sem teknar eru í sambandi við niðurstöðu Hæstaréttar, þess vegna óskaði ég eftir því að Ríkissaksóknari tæki yfir málið,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. „Síðan er það Ríkissaksóknari sem ákveður hvernig haldið verður á málinu. Við höfum engin afskipti af þeim hluta málsins,“ bætir Haraldur við. Jón segir að kostnaðurinn við rannsóknina gæti komið til með að hlaupa á tugum milljóna króna en bendir á að hlutfallslega sé ekki víst að hann sé meiri en við aðrar rannsóknir hjá embættinu. „Kostnaðurinn hefur ekki verið tekinn saman en við vitum þetta á ákveðnum tímapunkti. Flest mál sem rannsökuð eru hjá embættinu taka fleiri mánuði í vinnslu og að þeim koma fleiri en einn starfsmaður. Þannig getur einstakt mál kostað fleiri ein eitt ársverk og það er fljótt að hlaupa á tugum milljóna króna. Það kostar peninga að halda uppi réttarríki. Þetta er ekki gríðarlegur kostnaður þótt það sé vissulega afstætt,“ segir Jón. Baugsmálið Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóra, segir að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hafi að sínu leyti rétt fyrir sér þegar hann segi á vefsíðu sinni að réttarkerfið hafi ekki sagt sitt síðasta orð. „Máli sem tekið er til rannsóknar getur aðeins lokið með tvennum hætti. Annars vegar með bréfi þar sem greint er frá því að ekki þyki tilefni til þess að gefa út ákæru. Hins vegar með útgáfu ákæru sem dómstólar fjalla þá um. Björn er lögfræðingur að mennt og það situr væntanlega enn í honum,“ segir Jón og bætir við: „Nú er greinileg sú tilhneiging við meðferð opinbers valds að sífellt meiri kröfur eru gerðar til handhafanna.“ Jón telur að dómur Hæstaréttar um frávísun 32 ákæruliða verði fordæmisgefandi og hafi áhrif á allar ákærur sem skrifaðar verði héðan í frá. Þeir 32 ákæruliðir Baugsmálsins sem Hæstiréttur vísaði frá dómi í fyrradag eru nú í höndum Ríkissaksóknara. „Við vildum að enginn vafi léki á trúverðugleika þeirra ákvarðana sem teknar eru í sambandi við niðurstöðu Hæstaréttar, þess vegna óskaði ég eftir því að Ríkissaksóknari tæki yfir málið,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. „Síðan er það Ríkissaksóknari sem ákveður hvernig haldið verður á málinu. Við höfum engin afskipti af þeim hluta málsins,“ bætir Haraldur við. Jón segir að kostnaðurinn við rannsóknina gæti komið til með að hlaupa á tugum milljóna króna en bendir á að hlutfallslega sé ekki víst að hann sé meiri en við aðrar rannsóknir hjá embættinu. „Kostnaðurinn hefur ekki verið tekinn saman en við vitum þetta á ákveðnum tímapunkti. Flest mál sem rannsökuð eru hjá embættinu taka fleiri mánuði í vinnslu og að þeim koma fleiri en einn starfsmaður. Þannig getur einstakt mál kostað fleiri ein eitt ársverk og það er fljótt að hlaupa á tugum milljóna króna. Það kostar peninga að halda uppi réttarríki. Þetta er ekki gríðarlegur kostnaður þótt það sé vissulega afstætt,“ segir Jón.
Baugsmálið Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira