Blanda saman fjárdrætti og lánum 11. október 2005 00:01 „Þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður og hlýtur að vekja ýmsar spurningar,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. „Mér þykir það sérkennilegt þegar ég les það að menn blandi saman fjárdrætti og ólöglegum lánum. Í mínum huga er himinn og haf milli þarna á milli,“ segir Halldór. „Ég geng út frá því að ríkissaksóknari fái nýja aðila til þess að fara yfir málið og meta það í þessu ljósi,“ segir forsætisráðherrann. Hann kveður það þó ekki vera í verkahring ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins því það starfi sjálfstætt. „Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Lögheimildir eru til þess, að ákæruvaldið taki mið af því, sem fram hefur komið hjá hæstarétti við frekari ákvarðanir um framhald málsins,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á heimasíðu sinni í kjölfar dómsúrskurðar hæstaréttar. Orð Björns hafa vakið talsverð viðbrögð. Meðal annars telur Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins að flokkurinn geti ekki borið ábyrgð á því að ráðherra hafi afskipti af störfum ákæruvaldsins. „Koma verður því skýrt til skila að flokkurinn ætlar ekki að líða það,“ segir Kristinn. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tekur í sama streng og segir það vera óviðeigandi og óþolandi að framkvæmdavaldið hafi með þessum hætti afskipti af málefnum sem eru fyrir í dómstólum. Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóraembættisins, telur Björn hafa rétt fyrir sér að því leyti að lögformlega sé máli ekki lokið enda þótt ákæruliðum hafi verið vísað frá dómi. Hann segir að aðeins séu tvær leiðir til þess að ljúka málum. Annað hvort með bréfi um að ekki sé tilefni til ákæru eða einfaldlega með ákæru sem dómstólar fjalli um. Baugsmálið Innlent Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
„Þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður og hlýtur að vekja ýmsar spurningar,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. „Mér þykir það sérkennilegt þegar ég les það að menn blandi saman fjárdrætti og ólöglegum lánum. Í mínum huga er himinn og haf milli þarna á milli,“ segir Halldór. „Ég geng út frá því að ríkissaksóknari fái nýja aðila til þess að fara yfir málið og meta það í þessu ljósi,“ segir forsætisráðherrann. Hann kveður það þó ekki vera í verkahring ríkisstjórnarinnar að blanda sér í störf ákæruvaldsins því það starfi sjálfstætt. „Réttarkerfið hefur ekki sagt sitt síðasta orð í málinu. Lögheimildir eru til þess, að ákæruvaldið taki mið af því, sem fram hefur komið hjá hæstarétti við frekari ákvarðanir um framhald málsins,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á heimasíðu sinni í kjölfar dómsúrskurðar hæstaréttar. Orð Björns hafa vakið talsverð viðbrögð. Meðal annars telur Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins að flokkurinn geti ekki borið ábyrgð á því að ráðherra hafi afskipti af störfum ákæruvaldsins. „Koma verður því skýrt til skila að flokkurinn ætlar ekki að líða það,“ segir Kristinn. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tekur í sama streng og segir það vera óviðeigandi og óþolandi að framkvæmdavaldið hafi með þessum hætti afskipti af málefnum sem eru fyrir í dómstólum. Jón H. B. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóraembættisins, telur Björn hafa rétt fyrir sér að því leyti að lögformlega sé máli ekki lokið enda þótt ákæruliðum hafi verið vísað frá dómi. Hann segir að aðeins séu tvær leiðir til þess að ljúka málum. Annað hvort með bréfi um að ekki sé tilefni til ákæru eða einfaldlega með ákæru sem dómstólar fjalli um.
Baugsmálið Innlent Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira