Grunaðir um aðild að peningaþvætti 5. október 2005 00:01 MYND/Róbert Húsleit var í dag gerð hjá fyrirtæki og á einkaheimili í Reykjavík að beiðni breskra yfirvalda. Íslendingar eru grunaðir um aðild að skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti. Aðgerðirnar í Reykjavík tengjast víðtækum aðgerðum bresku efnahagsbrotalögreglunnar sem hófust í morgun. Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleitir á einkaheimili og hjá fyrirtæki í höfuðborginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er um að ræða fjármálafyrirtæki sem hefur bæði útibú hér á landi og í Bretlandi. Fimmtán starfsmenn efnahagsbrotadeildarinnar vinna að málinu og leita meðal annars í tölvum sem lagt var hald á. Að auki yfirheyra þeir grunaða en ekki fékkst staðfest fyrir fréttir hvort einhver hefði verið handtekinn hér á landi. Sjö voru handteknir í Bretlandi en talsmenn bresku lögreglunnar gátu ekki staðfest hvort Íslendingar væru þeirra á meðal. Þeir staðfestu hins vegar að Íslendingar væru grunaðir um aðild að málinu, væru raunar eitt meginviðfangsefni rannsóknarinnar og um helmingur þeirra einstaklinga sem væri til rannsókn. Leitað var á fimmtán stöðum í Bretlandi auk heimilisins og fyrirtækisins í Reykjavík og standa aðgerðir enn yfir að einhverju leyti. Málið mun vera umfangsmikið. Það felst í því að selja hlutabréf í litlum fyrirtækum í miklum flýti og blekkja með röngum og villandi upplýsingum um þau fyrirtæki og væntanlega skráningu í kauphöll. Yfirvöld verjast frétta en það er til marks um umfang málsins að efnahagsbrotalögreglan á Bretlandi stýrir rannsókninni og naut í dag aðstoðar lögreglu um allt Bretland. Efnahagsbrotalögreglan tekur engin smámál til rannsóknar. Upphæðin sem svik nema þarf til dæmis að fara yfir eina milljón punda, um hundrað og tíu milljónir króna. Málið þarf að ná yfir landamæri Bretlands og hafa mikil áhrif á almannahag. Að þessum skilyrðum uppfylltum tekur efnahagsbrotalögreglan málið til rannsóknar og getur þá meðal annars krafið banka um margs konar upplýsingar sem þeim er skylt að afhenda. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Húsleit var í dag gerð hjá fyrirtæki og á einkaheimili í Reykjavík að beiðni breskra yfirvalda. Íslendingar eru grunaðir um aðild að skipulögðum fjársvikum og peningaþvætti. Aðgerðirnar í Reykjavík tengjast víðtækum aðgerðum bresku efnahagsbrotalögreglunnar sem hófust í morgun. Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra gerði húsleitir á einkaheimili og hjá fyrirtæki í höfuðborginni. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar er um að ræða fjármálafyrirtæki sem hefur bæði útibú hér á landi og í Bretlandi. Fimmtán starfsmenn efnahagsbrotadeildarinnar vinna að málinu og leita meðal annars í tölvum sem lagt var hald á. Að auki yfirheyra þeir grunaða en ekki fékkst staðfest fyrir fréttir hvort einhver hefði verið handtekinn hér á landi. Sjö voru handteknir í Bretlandi en talsmenn bresku lögreglunnar gátu ekki staðfest hvort Íslendingar væru þeirra á meðal. Þeir staðfestu hins vegar að Íslendingar væru grunaðir um aðild að málinu, væru raunar eitt meginviðfangsefni rannsóknarinnar og um helmingur þeirra einstaklinga sem væri til rannsókn. Leitað var á fimmtán stöðum í Bretlandi auk heimilisins og fyrirtækisins í Reykjavík og standa aðgerðir enn yfir að einhverju leyti. Málið mun vera umfangsmikið. Það felst í því að selja hlutabréf í litlum fyrirtækum í miklum flýti og blekkja með röngum og villandi upplýsingum um þau fyrirtæki og væntanlega skráningu í kauphöll. Yfirvöld verjast frétta en það er til marks um umfang málsins að efnahagsbrotalögreglan á Bretlandi stýrir rannsókninni og naut í dag aðstoðar lögreglu um allt Bretland. Efnahagsbrotalögreglan tekur engin smámál til rannsóknar. Upphæðin sem svik nema þarf til dæmis að fara yfir eina milljón punda, um hundrað og tíu milljónir króna. Málið þarf að ná yfir landamæri Bretlands og hafa mikil áhrif á almannahag. Að þessum skilyrðum uppfylltum tekur efnahagsbrotalögreglan málið til rannsóknar og getur þá meðal annars krafið banka um margs konar upplýsingar sem þeim er skylt að afhenda.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira