Kærður fyrir að áreita stúlkur 4. október 2005 00:01 Karlmaður á Akranesi hefur verið kærður til lögreglu fyrir að senda ungum stúlkum í bænum kynferðisleg skilaboð í gegnum farsíma. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa beitt unga frænku sína grófu kynferðislegu ofbeldi um sex ára skeið fyrir nokkrum árum, en sýknaður í Hæstarétti vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins. Móðir stúlkunnar kærði manninn í lok ársins 2000. Stúlkan hafði greint foreldrum sínum frá því að maðurinn hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi frá því hún var 8 ára gömul árið 1993 og þar til hún var 13 ára. Í kjölfarið var hann dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi. Hann var hins vegar sýknaður í Hæstarétti vorið 2002 vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins á sínum tíma og hefur því verið laus allra mála síðan. Í gærkvöldi lögðu foreldrar tveggja stúlkna á aldrinum 12 og 13 ára fram tilkynningu til lögreglu því börnum þeirra hefði ítrekað borist símskeyti í farsímann sinn frá manninum. Öll hafi þau haft kynferðislegan og tælandi undirtón á borð við: „Ég elska þig - ég vil kúra hjá þér - hvernig líkar þér við mig?“ Maðurinn, sem er á fertugsaldri, byrjaði á því að hafa samband við yngri dótturina en kom sér svo í samband við þá eldri. Börnin höfðu samskipti á móti í þeirri trú að þau væru sakleysisleg. Sendingarnar höfðu átt sér stað um nokkurt skeið áður en foreldrar urðu þess áskynja. Fyrstu viðbrögð foreldranna voru gríðarleg reiði í garð mannsins enda búið að vara þau við honum. Faðir stúlkunnar segist vita til þess að maðurinn hafi sent öðrum börnum á svæðinu viðlíka símskeyti en foreldrar annarra barna hafi ekki tilkynnt málið en þess í stað talað sjálfir við manninn. Faðirinn segist afar undrandi á því að manninum hafi ekki verið útskúfað úr samfélaginu eftir allt sem á undan hafi gengið. Ótrúlegt sé að fólk trúi ekki neinu misjöfnu upp á mann sem þó hafi verið sakfelldur í Héraðsdómi fyrir gróf kynferðisafbrot. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Karlmaður á Akranesi hefur verið kærður til lögreglu fyrir að senda ungum stúlkum í bænum kynferðisleg skilaboð í gegnum farsíma. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa beitt unga frænku sína grófu kynferðislegu ofbeldi um sex ára skeið fyrir nokkrum árum, en sýknaður í Hæstarétti vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins. Móðir stúlkunnar kærði manninn í lok ársins 2000. Stúlkan hafði greint foreldrum sínum frá því að maðurinn hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi frá því hún var 8 ára gömul árið 1993 og þar til hún var 13 ára. Í kjölfarið var hann dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi. Hann var hins vegar sýknaður í Hæstarétti vorið 2002 vegna slælegra vinnubragða við rannsókn málsins á sínum tíma og hefur því verið laus allra mála síðan. Í gærkvöldi lögðu foreldrar tveggja stúlkna á aldrinum 12 og 13 ára fram tilkynningu til lögreglu því börnum þeirra hefði ítrekað borist símskeyti í farsímann sinn frá manninum. Öll hafi þau haft kynferðislegan og tælandi undirtón á borð við: „Ég elska þig - ég vil kúra hjá þér - hvernig líkar þér við mig?“ Maðurinn, sem er á fertugsaldri, byrjaði á því að hafa samband við yngri dótturina en kom sér svo í samband við þá eldri. Börnin höfðu samskipti á móti í þeirri trú að þau væru sakleysisleg. Sendingarnar höfðu átt sér stað um nokkurt skeið áður en foreldrar urðu þess áskynja. Fyrstu viðbrögð foreldranna voru gríðarleg reiði í garð mannsins enda búið að vara þau við honum. Faðir stúlkunnar segist vita til þess að maðurinn hafi sent öðrum börnum á svæðinu viðlíka símskeyti en foreldrar annarra barna hafi ekki tilkynnt málið en þess í stað talað sjálfir við manninn. Faðirinn segist afar undrandi á því að manninum hafi ekki verið útskúfað úr samfélaginu eftir allt sem á undan hafi gengið. Ótrúlegt sé að fólk trúi ekki neinu misjöfnu upp á mann sem þó hafi verið sakfelldur í Héraðsdómi fyrir gróf kynferðisafbrot.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira