Yfirvöld á hættulegri braut 1. október 2005 00:01 "Það að setja lögbann á frekari birtingu efnis fjölmiðla fer ekki gegn tjáningarfrelsi þeirra samkvæmt túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu en að baki slíkrar íhlutunar í störf blaðamanna þurfa að liggja veigamiklar ástæður," segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir, lagaprófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Í framhaldinu nefnir Herdís dóm Mannréttindadómstólsins í máli blaðamannsins Goodwin gegn Bretlandi en honum hafði verið gert að gefa upp hver lak í hann trúnaðarskjölum um afkomu stórfyrirtækis. Enda þótt blaðamaðurinn hefði ekki talið fyrirhugaða birtingu efnisins snúast um veigamikla almannahagsmuni heldur að það væri einfaldlega fréttnæmt komst dómsdóllinn að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld hefðu brotið á rétti hans. Herdís segist ekki að svo stöddu treysta sér til að meta hvort nógu miklir hagsmunir liggi að baki til að beita 365 prentmiðla lögbanni eins og sýslumaðurinn í Reykjavík ákvað á föstudaginn. "Stóra spurningin er sú hvort borið hafi brýna nauðsyn til að grípa inn í störf fjölmiðlanna með þessum hætti til að vernda rétt þeirra einstaklinga sem fara fram á lögbannið. Eins og Mannréttindadómstóllinn hefur margítrekað er réttur almennings til upplýsinga svo veigamikill að það þarf sterk, málefnaleg rök til að réttlæta svo afgerandi aðgerð." "Mér kemur þetta á óvart, sérstaklega hversu víðtækur úrskurðurinn er," segir Birgir Guðmundsson, blaðamaður og lektor við Háskólann á Akureyri um lögbannið. "Ég man ekki eftir að lögbann hafi áður verið sett við heimildum sem eru þegar komnar á blað. Svo finnst mér harkalegt að sýslumaður geri gögnin upptæk því þar með geta þeir eyðilagt möguleika blaðsins á að halda trúnaði við heimildarmenn. Mér finnst yfirvöld vera komin á mjög hættulega braut " Birgir rifjar upp mál Agnesar Bragadóttur, blaðamanns á Morgunblaðinu, sem á sínum tíma vann mál í Hæstarétti en hún neitaði að gefa upp nafn heimildarmanns síns í fréttum af stöðu Sambands íslenskra samvinnufélaga. "Hæstiréttur mat það svo að almannahagsmunir hefðu vegið þyngra en hagsmunir SÍS. Það mál var talið mikill sigur fyrir vernd heimildarmanna og því er mál föstudagsins bakslag að sama skapi þar sem sömu grundvallarrök eiga við." Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira
"Það að setja lögbann á frekari birtingu efnis fjölmiðla fer ekki gegn tjáningarfrelsi þeirra samkvæmt túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu en að baki slíkrar íhlutunar í störf blaðamanna þurfa að liggja veigamiklar ástæður," segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir, lagaprófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Í framhaldinu nefnir Herdís dóm Mannréttindadómstólsins í máli blaðamannsins Goodwin gegn Bretlandi en honum hafði verið gert að gefa upp hver lak í hann trúnaðarskjölum um afkomu stórfyrirtækis. Enda þótt blaðamaðurinn hefði ekki talið fyrirhugaða birtingu efnisins snúast um veigamikla almannahagsmuni heldur að það væri einfaldlega fréttnæmt komst dómsdóllinn að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld hefðu brotið á rétti hans. Herdís segist ekki að svo stöddu treysta sér til að meta hvort nógu miklir hagsmunir liggi að baki til að beita 365 prentmiðla lögbanni eins og sýslumaðurinn í Reykjavík ákvað á föstudaginn. "Stóra spurningin er sú hvort borið hafi brýna nauðsyn til að grípa inn í störf fjölmiðlanna með þessum hætti til að vernda rétt þeirra einstaklinga sem fara fram á lögbannið. Eins og Mannréttindadómstóllinn hefur margítrekað er réttur almennings til upplýsinga svo veigamikill að það þarf sterk, málefnaleg rök til að réttlæta svo afgerandi aðgerð." "Mér kemur þetta á óvart, sérstaklega hversu víðtækur úrskurðurinn er," segir Birgir Guðmundsson, blaðamaður og lektor við Háskólann á Akureyri um lögbannið. "Ég man ekki eftir að lögbann hafi áður verið sett við heimildum sem eru þegar komnar á blað. Svo finnst mér harkalegt að sýslumaður geri gögnin upptæk því þar með geta þeir eyðilagt möguleika blaðsins á að halda trúnaði við heimildarmenn. Mér finnst yfirvöld vera komin á mjög hættulega braut " Birgir rifjar upp mál Agnesar Bragadóttur, blaðamanns á Morgunblaðinu, sem á sínum tíma vann mál í Hæstarétti en hún neitaði að gefa upp nafn heimildarmanns síns í fréttum af stöðu Sambands íslenskra samvinnufélaga. "Hæstiréttur mat það svo að almannahagsmunir hefðu vegið þyngra en hagsmunir SÍS. Það mál var talið mikill sigur fyrir vernd heimildarmanna og því er mál föstudagsins bakslag að sama skapi þar sem sömu grundvallarrök eiga við."
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira