Tjáningarfrelsi eða persónuvernd? 30. september 2005 00:01 Sýslumaðurinn í Reykjavík fór inn á skrifstofu Fréttablaðins í dag og lagði hald á tölvupóst Jónínu Benediktsdóttur sem Fréttablaðið hafði undir höndum.Lagt var bann við birtingu úr bréfunum að kröfu Jónínu. Dómstólar þurfa nú að kveða upp úr um hvort sé mikilvægara, tjáningarfrelsi fjölmiðla eða persónuvernd. Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík sem fór inn á skrifstofu Fréttablaðsins í dag, vildi ekkert tjá sig um málið við fjölmiðla. Sigurjón M. Egilsson, starfandi ritstjóri Fréttablaðsins, segist telja þetta aðför að bæði prent- og málfrelsi blaðsins. Í lögbannsúrskurðinum segi, ef hann muni rétt, að hvorki megi vitna orðrétt né óbeint í umræddan tölvupóst og þar væru ekki eldri fréttir blaðsins eða annað sem tengist málinu. Spurður hvort eitthvað fleiri hafi verið í póstunum sem forsvarsmenn blaðsins hafi ekki viljað að aðrir læsu segir Sigurjón svo vera, t.a.m. hlutir og fullyrðingar sem ættu ekki heima í jafn vönduðu blaði og Fréttablaðinu og hafi aldrei staðið til að birta. Allt sem viðkomi fréttum hafi hins vegar verið birt og skaðinn því ekki mikill að því leytinu til. Málið er nú í höndum lögmanna og segir Sigurjón að reynt verði að fá lögbanninu hnekkt. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri 365, segir að sér finnst þetta mjög sérstakt, sérstaklega vegna þess að undanfarna daga hafi komið fram að það sem Fréttablaðið hafi gert m,eð því að vitna í einkaskjöl sé nánast viðtekin venja, og ekki hvað síst í Morgunblaðinu sem hafi hneykslast einna mest á málinu og rekið það lögfræðilega í leiðurum og á baksíðu. Össur Skarphéðinsson og Gunnlaugur Sigmundsson segja í Fréttablaðinu í dag að Morgunblaðiðið hafi birt einkabréf þeirra í óþökk þeirra. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, vildi ekki ræða þetta en segist munu gera það í Morgunblaðinu á morgun. Úrskurðir sem þessir eru í eðli sínu bráðabirgðaúrskurðir - það þarf að höfða staðfestingarmál fyrir dómstólum innan viku. Það verður væntanlega næsta skref Jónínu, sem sagði orðrétt þegar fréttastofa hafði samband við hana: "Ég vil ekki ræða við ykkur," og lagði á. Eftir henni var haft í fréttum Ríkisútvarpsins að allt stefni í að hún höfði mál á hendur 365 miðlum vegna birtingar á tölvupósti hennar. Jón Magnússon hæstarréttarlögmaður, sem rekur málið fyrir 365, sagði allar líkur á að kröfunni um lögbann verði hnekkt þegar málið komi til héraðsdóms þar sem tjáningarfrelsi fjölmiðla sé í þessu tilviki mikilvægara en persónuverndin. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Sýslumaðurinn í Reykjavík fór inn á skrifstofu Fréttablaðins í dag og lagði hald á tölvupóst Jónínu Benediktsdóttur sem Fréttablaðið hafði undir höndum.Lagt var bann við birtingu úr bréfunum að kröfu Jónínu. Dómstólar þurfa nú að kveða upp úr um hvort sé mikilvægara, tjáningarfrelsi fjölmiðla eða persónuvernd. Þuríður Árnadóttir, deildarstjóri hjá sýslumanninum í Reykjavík sem fór inn á skrifstofu Fréttablaðsins í dag, vildi ekkert tjá sig um málið við fjölmiðla. Sigurjón M. Egilsson, starfandi ritstjóri Fréttablaðsins, segist telja þetta aðför að bæði prent- og málfrelsi blaðsins. Í lögbannsúrskurðinum segi, ef hann muni rétt, að hvorki megi vitna orðrétt né óbeint í umræddan tölvupóst og þar væru ekki eldri fréttir blaðsins eða annað sem tengist málinu. Spurður hvort eitthvað fleiri hafi verið í póstunum sem forsvarsmenn blaðsins hafi ekki viljað að aðrir læsu segir Sigurjón svo vera, t.a.m. hlutir og fullyrðingar sem ættu ekki heima í jafn vönduðu blaði og Fréttablaðinu og hafi aldrei staðið til að birta. Allt sem viðkomi fréttum hafi hins vegar verið birt og skaðinn því ekki mikill að því leytinu til. Málið er nú í höndum lögmanna og segir Sigurjón að reynt verði að fá lögbanninu hnekkt. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri 365, segir að sér finnst þetta mjög sérstakt, sérstaklega vegna þess að undanfarna daga hafi komið fram að það sem Fréttablaðið hafi gert m,eð því að vitna í einkaskjöl sé nánast viðtekin venja, og ekki hvað síst í Morgunblaðinu sem hafi hneykslast einna mest á málinu og rekið það lögfræðilega í leiðurum og á baksíðu. Össur Skarphéðinsson og Gunnlaugur Sigmundsson segja í Fréttablaðinu í dag að Morgunblaðiðið hafi birt einkabréf þeirra í óþökk þeirra. Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, vildi ekki ræða þetta en segist munu gera það í Morgunblaðinu á morgun. Úrskurðir sem þessir eru í eðli sínu bráðabirgðaúrskurðir - það þarf að höfða staðfestingarmál fyrir dómstólum innan viku. Það verður væntanlega næsta skref Jónínu, sem sagði orðrétt þegar fréttastofa hafði samband við hana: "Ég vil ekki ræða við ykkur," og lagði á. Eftir henni var haft í fréttum Ríkisútvarpsins að allt stefni í að hún höfði mál á hendur 365 miðlum vegna birtingar á tölvupósti hennar. Jón Magnússon hæstarréttarlögmaður, sem rekur málið fyrir 365, sagði allar líkur á að kröfunni um lögbann verði hnekkt þegar málið komi til héraðsdóms þar sem tjáningarfrelsi fjölmiðla sé í þessu tilviki mikilvægara en persónuverndin.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira