Viðskipti innlent

Actavis kaupir ungverskt félag

Actavis undirritaði í dag samning um kaup á ungverska lyfjafyrirtækinu Kéri Pharma. Félagið var stofnað árið 1991 og sérhæfir sig í þróun, sölu og markaðssetningu á samheitalyfjum í Mið- og Austur-Evrópu. Stærsti markaður fyrirtækisins er í Ungverjalandi en aðrir markaðir eru Pólland, Slóvenía, Slóvakía, Tékkland og Eystrasaltsríkin. Um 80 manns starfa hjá fyrirtækinu sem hefur höfuðstöðvar í Debrecen. Kéri einbeitir sér einkum að sölu geð-, hjarta- og gigtarlyfja. Kaupverð og aðrar fjárhagsupplýsingar varðandi kaupin eru ekki gefin upp en í tilkynningu frá Actavis kemur fram að kaupin hafi óveruleg áhrif á afkomu Actavis á árinu 2005.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×