Krefur ráðuneytið um upplýsingar 28. september 2005 00:01 Umboðsmaður Alþingis kannar ekki hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002. Umboðsmaður krefur þó forsætisráðuneytið um upplýsingar um hvaða reglum sé fylgt við einkavæðingu. Umboðsmaður Alþingis segir í áliti fyrir stjórnarandstöðuna um hæfi Halldórs Ásgrímssonar varðandi sölu Búnaðarbankans til S-hópsins að eins og á standi séu ekki forsendur til athugunarinnar að hans frumkvæði. Hann hefur hins vegar sent forsætisráðuneytinu erindi þar sem farið er fram á upplýsingar um einkavæðingu ríkisins. Markmiðið sé að bæta fyrirkomulagið til frambúðar. Spurningar umboðsmanns til forsætisráðuneytisins eru þessar: Í fyrsta lagi hvort til standi að skýra betur eða setja ný lög um framkvæmd einkavæðingar enda liggi fyrir álit Ríkisendurskoðunar sem segi verklagsreglur um framkvæmd einkavæðingar óljósar og hvatt til að þær verði skýrðar frekar. Þetta gerði Ríkisendurskoðun raunar líka í skýrslu vegna sölu Landsbankans. Í öðru lagi hvort skýra eigi betur stöðu aðila sem hafa með einkavæðinguna að gera. Umboðsmaður spyr í bréfi sínu hvort til standi að skýra betur verksvið þeirra nefnda og viðkomandi ríkisfyrirtækja sem að einkavæðingunni koma. Umboðsmaður spyr í þriðja lagi hvort, og þá hvaða, reglum eða verklagi hafi verið fylgt í tengslum við upplýsingagjöf þeirra sem komið hafa að einkavæðingaferlinu með tilliti til hugsanlegs vanhæfis. Ef slíkt verklag hafi ekki verið viðhaft spyr umboðsmaður hvort ekki sé rétt að slíku verklagi verði komið á. Fjórða spurning umboðsmanns til forsætisráðuneytis vegna einkavæðingar beinist svo að því hvort til standi að selja hlut ríkisins í einstaka félögum eða fyrirtækjum í þess eigu. Umboðsmaður vill vita hvort þurfi að skerpa á reglum um einkavæðingu með lögum eða endurskoðun gildandi reglna. Forsætisráðuneyti ber að svara umboðsmanni áður en október er liðinn. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis kannar ekki hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002. Umboðsmaður krefur þó forsætisráðuneytið um upplýsingar um hvaða reglum sé fylgt við einkavæðingu. Umboðsmaður Alþingis segir í áliti fyrir stjórnarandstöðuna um hæfi Halldórs Ásgrímssonar varðandi sölu Búnaðarbankans til S-hópsins að eins og á standi séu ekki forsendur til athugunarinnar að hans frumkvæði. Hann hefur hins vegar sent forsætisráðuneytinu erindi þar sem farið er fram á upplýsingar um einkavæðingu ríkisins. Markmiðið sé að bæta fyrirkomulagið til frambúðar. Spurningar umboðsmanns til forsætisráðuneytisins eru þessar: Í fyrsta lagi hvort til standi að skýra betur eða setja ný lög um framkvæmd einkavæðingar enda liggi fyrir álit Ríkisendurskoðunar sem segi verklagsreglur um framkvæmd einkavæðingar óljósar og hvatt til að þær verði skýrðar frekar. Þetta gerði Ríkisendurskoðun raunar líka í skýrslu vegna sölu Landsbankans. Í öðru lagi hvort skýra eigi betur stöðu aðila sem hafa með einkavæðinguna að gera. Umboðsmaður spyr í bréfi sínu hvort til standi að skýra betur verksvið þeirra nefnda og viðkomandi ríkisfyrirtækja sem að einkavæðingunni koma. Umboðsmaður spyr í þriðja lagi hvort, og þá hvaða, reglum eða verklagi hafi verið fylgt í tengslum við upplýsingagjöf þeirra sem komið hafa að einkavæðingaferlinu með tilliti til hugsanlegs vanhæfis. Ef slíkt verklag hafi ekki verið viðhaft spyr umboðsmaður hvort ekki sé rétt að slíku verklagi verði komið á. Fjórða spurning umboðsmanns til forsætisráðuneytis vegna einkavæðingar beinist svo að því hvort til standi að selja hlut ríkisins í einstaka félögum eða fyrirtækjum í þess eigu. Umboðsmaður vill vita hvort þurfi að skerpa á reglum um einkavæðingu með lögum eða endurskoðun gildandi reglna. Forsætisráðuneyti ber að svara umboðsmanni áður en október er liðinn.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira