Björguðu manni af skútu í háska 27. september 2005 00:01 Áhöfn stóru þyrlu Landhelgisgæslunnar tókst í morgun með harðfylgi, að bjarga manni af skútu í sjávarháska á milli Íslands og Grænlands, en félagi hans fannst ekki og er talinn af. Sendingar frá neyðarsendi skútunnar fóru að heyrast upp úr klukkan hálfeitt og hófst nánari eftirgrennslan þá þegar. Þegar hún bar ekki árangur og skipverjar svöruðu ekki kalli á öllum hugsanlegum rásum var stóra þyrla Landhelgisgæslunnar send af stað og Fokker-vél Gæslunnar skömmu síðar og fann hún skútuna á reki um 90 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Vísaði hún þyrlunni á staðinn og tókst björgunarmönnum að ná skipverjanum um borð um klukkan hálfníu þrátt fyrir að vindhraðinn væri yfir 30 metrar á sekúndu, ölduhæðin rúmlega átta metrar og skyggni afleitt. Það dró úr hættu við aðgerðina að mastrið á skútunni var brotið. Strax að björgun lokinni og ljóst var að félagi mannsins hafði fallið fyrir borð um miðnætti hélt þyrlan áleiðis til lands en áhöfn Fokkersins leitaði dágóða stund að hinum skipverjanum,en án árangurs. Hann er talinn af enda sjávarhiti við frostmark og mennirnir voru ekki í góðum flötgöllum. Þyrlan lenti með skipverjann, sem er bandarískur, í Reykjavík á tólfta tímanum, en maðurinn sem talinn er af var Skoti. Skútan hélt frá Íslandi í síðasta mánuði og ætlaði upp með austurströndinni eins langt og komist yrði fyrir ís og svo aftur til baka til Reykjavíkur. Hún mun hafa verið á baka leiðinni þegar hún hreppti ofsaveðrið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Áhöfn stóru þyrlu Landhelgisgæslunnar tókst í morgun með harðfylgi, að bjarga manni af skútu í sjávarháska á milli Íslands og Grænlands, en félagi hans fannst ekki og er talinn af. Sendingar frá neyðarsendi skútunnar fóru að heyrast upp úr klukkan hálfeitt og hófst nánari eftirgrennslan þá þegar. Þegar hún bar ekki árangur og skipverjar svöruðu ekki kalli á öllum hugsanlegum rásum var stóra þyrla Landhelgisgæslunnar send af stað og Fokker-vél Gæslunnar skömmu síðar og fann hún skútuna á reki um 90 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Vísaði hún þyrlunni á staðinn og tókst björgunarmönnum að ná skipverjanum um borð um klukkan hálfníu þrátt fyrir að vindhraðinn væri yfir 30 metrar á sekúndu, ölduhæðin rúmlega átta metrar og skyggni afleitt. Það dró úr hættu við aðgerðina að mastrið á skútunni var brotið. Strax að björgun lokinni og ljóst var að félagi mannsins hafði fallið fyrir borð um miðnætti hélt þyrlan áleiðis til lands en áhöfn Fokkersins leitaði dágóða stund að hinum skipverjanum,en án árangurs. Hann er talinn af enda sjávarhiti við frostmark og mennirnir voru ekki í góðum flötgöllum. Þyrlan lenti með skipverjann, sem er bandarískur, í Reykjavík á tólfta tímanum, en maðurinn sem talinn er af var Skoti. Skútan hélt frá Íslandi í síðasta mánuði og ætlaði upp með austurströndinni eins langt og komist yrði fyrir ís og svo aftur til baka til Reykjavíkur. Hún mun hafa verið á baka leiðinni þegar hún hreppti ofsaveðrið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira