Jón Gerald hitti einkaspæjarann 26. september 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger segist vita með vissu að Baugur hafi ráðið einkaspæjara til að njósna um hann og konu hans. Hann neitar því að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sent gögn úr Baugsmálinu til ritstjóra Morgunblaðsins að sér forspurðum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Jón Steinar sagðist í viðtali við Fréttastofu í dag hafa sent Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, gögn í Baugsmálinu í byrjun júlímánaðar 2002. Hann sagðist ekki geta staðfest það en byggist við að það væri rétt. Gögnin sem um ræðir varða samskipti Jóns Geralds við Tryggva Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson og snúa að uppgjöri á viðskiptum þeirra og greiðslum vegna bátsins Three Viking. Jón Steinar tók við þessum gögnum frá Jóni Gerald tuttugasta júni 2002, eða einum sex vikum áður en lögð var fram kæra gegn Baugi. Í Fréttablaðinu í morgun segir að gögnin hafi verið send án vitneskju Jóns Geralds, en það er ekki rétt, því Jón Gerald sendi Jóni Steinari sérstaklega tölvupóst þar sem hann veitir Jóni Steinari heimild til að sýna Styrmi gögnin. Í tölvupósti sem Jón Steinar sendi fréttastofunni í dag kemur fram að Jón Gerald veitti samþykki sitt fyrir því að Styrmi fengi gögnin. Jón Steinar kveðst ekki hafa spurt Jón Gerald af hverju hann vildi að Styrmir fengi þau af því að hann hafi verið lögmaður Jóns Geralds. „Umbjóðandi minn óskar bara eftir því að ég sendi gögn eitthvert og þá bara geri ég það,“ segir Jón Steinar, enda hafi hann verið í vinnu fyrir manninn. Aðspurður hvort hann hafi vitað á þessum tíma af hverju Styrmir var að fá þessi gögn segir Jón Steinar að í raun og veru hafi hann ekki vitað það. Það sé hins vegar rétt sem fram hafi komið að Styrmir hafi haft milligöngu um það að Jón Steinar réðst til starfa fyrir Jón Gerald. Jón Gerald segist hafa átt allt frumkvæði að því að senda gögnin til Styrmis og segir, eins og Jón Steinar, að lögfræðingurinn hafi bara unnið sína vinnu og ekki vitað hvers vegna gögnin voru send. Hann segir gögnin hafa verið ætluð til birtingar í Morgunblaðinu því hann „vildi að þjóðin sæi hvernig þessir menn vinna.“ Jón Gerald segist ekki geta svarað því af hverju Morgunblaðið birti aldrei gögnin; því verði Styrmir Gunnarsson að svara. Í Morgunblaðinu í morgun varpar Styrmir fram þeirri spurningu hvort satt sé að einhverjir aðilar á vegum Baugs hafi ráðið einkaspæjara í Bandaríkjunum til þess að rannsaka einkahagi Jóns Geralds og eiginkonu hans, og líf þeirra allt. Jón Gerald svarar þessari spurningu játandi og kveðst hafa hitt manninn. Hann segir aðilana hafa farið offari í Bandfaríkjunum og m.a. ráðið fjórar lögfræðiskrifstofur til að ganga á sig og „ganga endanlega frá“ sér. Spurður hvað hann meini með því segir Jón Gerald að þeir hafi ætlað að gera sig gjaldþrota og taka allt sem hann átti frá honum. Jóhannes Jónsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag og ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger segist vita með vissu að Baugur hafi ráðið einkaspæjara til að njósna um hann og konu hans. Hann neitar því að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sent gögn úr Baugsmálinu til ritstjóra Morgunblaðsins að sér forspurðum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Jón Steinar sagðist í viðtali við Fréttastofu í dag hafa sent Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, gögn í Baugsmálinu í byrjun júlímánaðar 2002. Hann sagðist ekki geta staðfest það en byggist við að það væri rétt. Gögnin sem um ræðir varða samskipti Jóns Geralds við Tryggva Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson og snúa að uppgjöri á viðskiptum þeirra og greiðslum vegna bátsins Three Viking. Jón Steinar tók við þessum gögnum frá Jóni Gerald tuttugasta júni 2002, eða einum sex vikum áður en lögð var fram kæra gegn Baugi. Í Fréttablaðinu í morgun segir að gögnin hafi verið send án vitneskju Jóns Geralds, en það er ekki rétt, því Jón Gerald sendi Jóni Steinari sérstaklega tölvupóst þar sem hann veitir Jóni Steinari heimild til að sýna Styrmi gögnin. Í tölvupósti sem Jón Steinar sendi fréttastofunni í dag kemur fram að Jón Gerald veitti samþykki sitt fyrir því að Styrmi fengi gögnin. Jón Steinar kveðst ekki hafa spurt Jón Gerald af hverju hann vildi að Styrmir fengi þau af því að hann hafi verið lögmaður Jóns Geralds. „Umbjóðandi minn óskar bara eftir því að ég sendi gögn eitthvert og þá bara geri ég það,“ segir Jón Steinar, enda hafi hann verið í vinnu fyrir manninn. Aðspurður hvort hann hafi vitað á þessum tíma af hverju Styrmir var að fá þessi gögn segir Jón Steinar að í raun og veru hafi hann ekki vitað það. Það sé hins vegar rétt sem fram hafi komið að Styrmir hafi haft milligöngu um það að Jón Steinar réðst til starfa fyrir Jón Gerald. Jón Gerald segist hafa átt allt frumkvæði að því að senda gögnin til Styrmis og segir, eins og Jón Steinar, að lögfræðingurinn hafi bara unnið sína vinnu og ekki vitað hvers vegna gögnin voru send. Hann segir gögnin hafa verið ætluð til birtingar í Morgunblaðinu því hann „vildi að þjóðin sæi hvernig þessir menn vinna.“ Jón Gerald segist ekki geta svarað því af hverju Morgunblaðið birti aldrei gögnin; því verði Styrmir Gunnarsson að svara. Í Morgunblaðinu í morgun varpar Styrmir fram þeirri spurningu hvort satt sé að einhverjir aðilar á vegum Baugs hafi ráðið einkaspæjara í Bandaríkjunum til þess að rannsaka einkahagi Jóns Geralds og eiginkonu hans, og líf þeirra allt. Jón Gerald svarar þessari spurningu játandi og kveðst hafa hitt manninn. Hann segir aðilana hafa farið offari í Bandfaríkjunum og m.a. ráðið fjórar lögfræðiskrifstofur til að ganga á sig og „ganga endanlega frá“ sér. Spurður hvað hann meini með því segir Jón Gerald að þeir hafi ætlað að gera sig gjaldþrota og taka allt sem hann átti frá honum. Jóhannes Jónsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag og ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira