Jón Gerald hitti einkaspæjarann 26. september 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger segist vita með vissu að Baugur hafi ráðið einkaspæjara til að njósna um hann og konu hans. Hann neitar því að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sent gögn úr Baugsmálinu til ritstjóra Morgunblaðsins að sér forspurðum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Jón Steinar sagðist í viðtali við Fréttastofu í dag hafa sent Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, gögn í Baugsmálinu í byrjun júlímánaðar 2002. Hann sagðist ekki geta staðfest það en byggist við að það væri rétt. Gögnin sem um ræðir varða samskipti Jóns Geralds við Tryggva Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson og snúa að uppgjöri á viðskiptum þeirra og greiðslum vegna bátsins Three Viking. Jón Steinar tók við þessum gögnum frá Jóni Gerald tuttugasta júni 2002, eða einum sex vikum áður en lögð var fram kæra gegn Baugi. Í Fréttablaðinu í morgun segir að gögnin hafi verið send án vitneskju Jóns Geralds, en það er ekki rétt, því Jón Gerald sendi Jóni Steinari sérstaklega tölvupóst þar sem hann veitir Jóni Steinari heimild til að sýna Styrmi gögnin. Í tölvupósti sem Jón Steinar sendi fréttastofunni í dag kemur fram að Jón Gerald veitti samþykki sitt fyrir því að Styrmi fengi gögnin. Jón Steinar kveðst ekki hafa spurt Jón Gerald af hverju hann vildi að Styrmir fengi þau af því að hann hafi verið lögmaður Jóns Geralds. „Umbjóðandi minn óskar bara eftir því að ég sendi gögn eitthvert og þá bara geri ég það,“ segir Jón Steinar, enda hafi hann verið í vinnu fyrir manninn. Aðspurður hvort hann hafi vitað á þessum tíma af hverju Styrmir var að fá þessi gögn segir Jón Steinar að í raun og veru hafi hann ekki vitað það. Það sé hins vegar rétt sem fram hafi komið að Styrmir hafi haft milligöngu um það að Jón Steinar réðst til starfa fyrir Jón Gerald. Jón Gerald segist hafa átt allt frumkvæði að því að senda gögnin til Styrmis og segir, eins og Jón Steinar, að lögfræðingurinn hafi bara unnið sína vinnu og ekki vitað hvers vegna gögnin voru send. Hann segir gögnin hafa verið ætluð til birtingar í Morgunblaðinu því hann „vildi að þjóðin sæi hvernig þessir menn vinna.“ Jón Gerald segist ekki geta svarað því af hverju Morgunblaðið birti aldrei gögnin; því verði Styrmir Gunnarsson að svara. Í Morgunblaðinu í morgun varpar Styrmir fram þeirri spurningu hvort satt sé að einhverjir aðilar á vegum Baugs hafi ráðið einkaspæjara í Bandaríkjunum til þess að rannsaka einkahagi Jóns Geralds og eiginkonu hans, og líf þeirra allt. Jón Gerald svarar þessari spurningu játandi og kveðst hafa hitt manninn. Hann segir aðilana hafa farið offari í Bandfaríkjunum og m.a. ráðið fjórar lögfræðiskrifstofur til að ganga á sig og „ganga endanlega frá“ sér. Spurður hvað hann meini með því segir Jón Gerald að þeir hafi ætlað að gera sig gjaldþrota og taka allt sem hann átti frá honum. Jóhannes Jónsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag og ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger segist vita með vissu að Baugur hafi ráðið einkaspæjara til að njósna um hann og konu hans. Hann neitar því að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sent gögn úr Baugsmálinu til ritstjóra Morgunblaðsins að sér forspurðum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Jón Steinar sagðist í viðtali við Fréttastofu í dag hafa sent Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, gögn í Baugsmálinu í byrjun júlímánaðar 2002. Hann sagðist ekki geta staðfest það en byggist við að það væri rétt. Gögnin sem um ræðir varða samskipti Jóns Geralds við Tryggva Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson og snúa að uppgjöri á viðskiptum þeirra og greiðslum vegna bátsins Three Viking. Jón Steinar tók við þessum gögnum frá Jóni Gerald tuttugasta júni 2002, eða einum sex vikum áður en lögð var fram kæra gegn Baugi. Í Fréttablaðinu í morgun segir að gögnin hafi verið send án vitneskju Jóns Geralds, en það er ekki rétt, því Jón Gerald sendi Jóni Steinari sérstaklega tölvupóst þar sem hann veitir Jóni Steinari heimild til að sýna Styrmi gögnin. Í tölvupósti sem Jón Steinar sendi fréttastofunni í dag kemur fram að Jón Gerald veitti samþykki sitt fyrir því að Styrmi fengi gögnin. Jón Steinar kveðst ekki hafa spurt Jón Gerald af hverju hann vildi að Styrmir fengi þau af því að hann hafi verið lögmaður Jóns Geralds. „Umbjóðandi minn óskar bara eftir því að ég sendi gögn eitthvert og þá bara geri ég það,“ segir Jón Steinar, enda hafi hann verið í vinnu fyrir manninn. Aðspurður hvort hann hafi vitað á þessum tíma af hverju Styrmir var að fá þessi gögn segir Jón Steinar að í raun og veru hafi hann ekki vitað það. Það sé hins vegar rétt sem fram hafi komið að Styrmir hafi haft milligöngu um það að Jón Steinar réðst til starfa fyrir Jón Gerald. Jón Gerald segist hafa átt allt frumkvæði að því að senda gögnin til Styrmis og segir, eins og Jón Steinar, að lögfræðingurinn hafi bara unnið sína vinnu og ekki vitað hvers vegna gögnin voru send. Hann segir gögnin hafa verið ætluð til birtingar í Morgunblaðinu því hann „vildi að þjóðin sæi hvernig þessir menn vinna.“ Jón Gerald segist ekki geta svarað því af hverju Morgunblaðið birti aldrei gögnin; því verði Styrmir Gunnarsson að svara. Í Morgunblaðinu í morgun varpar Styrmir fram þeirri spurningu hvort satt sé að einhverjir aðilar á vegum Baugs hafi ráðið einkaspæjara í Bandaríkjunum til þess að rannsaka einkahagi Jóns Geralds og eiginkonu hans, og líf þeirra allt. Jón Gerald svarar þessari spurningu játandi og kveðst hafa hitt manninn. Hann segir aðilana hafa farið offari í Bandfaríkjunum og m.a. ráðið fjórar lögfræðiskrifstofur til að ganga á sig og „ganga endanlega frá“ sér. Spurður hvað hann meini með því segir Jón Gerald að þeir hafi ætlað að gera sig gjaldþrota og taka allt sem hann átti frá honum. Jóhannes Jónsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag og ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Sjá meira