Jón Gerald hafnaði viðtali 25. september 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger var enn í viðskiptum við Baug þegar afskipti Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þá hæstaréttarlögmanns, af Baugsmálinu hófust. Tölvupóstar sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að Jónína Benediktsdóttir og Styrmir voru í maí 2002 farin að ráðleggja Jóni Gerald að þiggja aðstoð Jóns Steinars. Samkvæmt þeim átti fyrsta samtal Jóns Steinars og Jóns Geralds sér stað 28. maí. Aðspurður segist Jón Gerald hafa enn verið í viðskiptum við Baug í maí og þeim hafi ekki lokið fyrr en í júní. "Ég var enn að selja þeim vörur í maí. Það slitnaði upp úr samstarfi okkar í júní," segir Jón Gerald. Jón Gerald segir að einu samskipti sín við Jónínu hafi verið þau að hann hafi verið að leita sér að lögmanni. "Ég hafði ekki hugmynd um það að hún væri að tala við Styrmi," segir Jón Gerald. "Einu samskipti mín við Styrmi voru þau að hann vildi skrifa grein í Morgunblaðið, en ég vildi það ekki," segir Jón Gerald. Í tölvupósti sem Jónína sendi Styrmi 31. júlí segir meðal annars: "Þú þarft að taka viðtal við Jón Gerald í Moggann og fá hann til þess að tala. Ekki gera það fyrr en ég hef fengið greidda íbúðina mína. Please, það verður í næstu viku... held ég. Jón lýsir best ástandinu á þessum mönnum, hvernig þeir kassa inn fyrir sig sjálfa og er sama um alla aðra. Nú verður ný verðkönnun að sýna að Europris er lægra Styrmir minn." Þessu svaraði Styrmir: "Með Jón Gerald: talaði við hann í gærkvöldi og kvaðst vilja hitta hann, þegar hann kemur." Styrmir sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að hann hefði haft gögn um málið undir höndum en ekki talið þau eiga erindi á síður Morgunblaðsins. Hann hefði verið beittur miklum þrýstingi um að fjalla um málið, bæði frá Jóni Gerald og Jónínu, en ákveðið að gera það ekki. Jón Gerald segir við Fréttablaðið að Styrmir hafi sóst eftir því að birta við hann viðtal í Morgunblaðinu. "Ég vildi ekki að hann birti grein um mig. Ég vildi bara að þessi gögn kæmust í fjölmiðla. Styrmir vildi að Morgunblaðið tæki við mig viðtal, en ég vildi það ekki," segir Jón Gerald. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger var enn í viðskiptum við Baug þegar afskipti Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, og Jóns Steinars Gunnlaugssonar, þá hæstaréttarlögmanns, af Baugsmálinu hófust. Tölvupóstar sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að Jónína Benediktsdóttir og Styrmir voru í maí 2002 farin að ráðleggja Jóni Gerald að þiggja aðstoð Jóns Steinars. Samkvæmt þeim átti fyrsta samtal Jóns Steinars og Jóns Geralds sér stað 28. maí. Aðspurður segist Jón Gerald hafa enn verið í viðskiptum við Baug í maí og þeim hafi ekki lokið fyrr en í júní. "Ég var enn að selja þeim vörur í maí. Það slitnaði upp úr samstarfi okkar í júní," segir Jón Gerald. Jón Gerald segir að einu samskipti sín við Jónínu hafi verið þau að hann hafi verið að leita sér að lögmanni. "Ég hafði ekki hugmynd um það að hún væri að tala við Styrmi," segir Jón Gerald. "Einu samskipti mín við Styrmi voru þau að hann vildi skrifa grein í Morgunblaðið, en ég vildi það ekki," segir Jón Gerald. Í tölvupósti sem Jónína sendi Styrmi 31. júlí segir meðal annars: "Þú þarft að taka viðtal við Jón Gerald í Moggann og fá hann til þess að tala. Ekki gera það fyrr en ég hef fengið greidda íbúðina mína. Please, það verður í næstu viku... held ég. Jón lýsir best ástandinu á þessum mönnum, hvernig þeir kassa inn fyrir sig sjálfa og er sama um alla aðra. Nú verður ný verðkönnun að sýna að Europris er lægra Styrmir minn." Þessu svaraði Styrmir: "Með Jón Gerald: talaði við hann í gærkvöldi og kvaðst vilja hitta hann, þegar hann kemur." Styrmir sagði í samtali við Fréttablaðið fyrir helgi að hann hefði haft gögn um málið undir höndum en ekki talið þau eiga erindi á síður Morgunblaðsins. Hann hefði verið beittur miklum þrýstingi um að fjalla um málið, bæði frá Jóni Gerald og Jónínu, en ákveðið að gera það ekki. Jón Gerald segir við Fréttablaðið að Styrmir hafi sóst eftir því að birta við hann viðtal í Morgunblaðinu. "Ég vildi ekki að hann birti grein um mig. Ég vildi bara að þessi gögn kæmust í fjölmiðla. Styrmir vildi að Morgunblaðið tæki við mig viðtal, en ég vildi það ekki," segir Jón Gerald.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira