Úrslitaáhrif fjármálaráðherra? 25. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir sendu gögn varðandi Baug sem þau höfðu fengið frá Jóni Geraldi Sullenberger til tollstjórans í Reykjavík og til skattrannsóknarstjóra. Hann aðhafðist ekki frekar, en svo er að sjá sem Styrmir hafi búist við að fjármálaráðherra hefði úrslitaáhrif á það hvort farið yrði í skattrannsókn. Jón Gerald vissi ekki af þessum sendingum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknastjóri staðfestir í blaðinu að hann hafi fengið gögn varðandi Baug send frá Snorra Olsen tollstjóra. Ekkert hafi hins vegar verið aðhafst í málinu að athuguðu máli þar sem ekkert hafi þar komið fram sem varðaði við skattalög. Greinilegt er þó á samskiptum Styrmis og Jónínu að þau bjuggust við að skattrannsóknastjóri hæfi rannsókn. 31. júlí sendir Jónína Styrmi svohljóðandi póst: „Tryggvi er að laga til út um allt, bara þekki hann, þrjótinn. Vont að þessi rannsókn geti ekki byrjað strax. Hélt að það nægði þeim eitt skjal og upplýsingar um hvar hin er að finna.“ Tryggvi er væntanlega Tryggvi Jónsson, þáverandi framkvæmdastjóri Baugs. Styrmir svarar um hæl og segist telja að þeim nægi eitt skjal. Svo segir hann: „Hugsanlega er skattrannsóknarstjóri að bíða eftir því að fjármálaráðherra komi úr sumarfríi.“ Ekki kemur fram hvað fjármálaráðherra ætti að gera í málinu eða hvers vegna hann ætti að ráða úrslitum um hvort ráðist yrði í skattrannsókn eða ekki. Einnig kemur fram í Fréttablaðinu að Jón Steinar Gunnlaugsson og Jón Gerald Sullenberger voru í samskiptum frá því í maí árið 2002. Rúmum mánuði síðar funduðu Styrmir Gunnarsson, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Jón Steinar um málið en Kjartan sagði í yfirlýsingu í gær að á þeim fundi hefði hann aðeins verið að mæla með Jóni Steinari sem lögmanni fyrir Jón Gerald. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir sendu gögn varðandi Baug sem þau höfðu fengið frá Jóni Geraldi Sullenberger til tollstjórans í Reykjavík og til skattrannsóknarstjóra. Hann aðhafðist ekki frekar, en svo er að sjá sem Styrmir hafi búist við að fjármálaráðherra hefði úrslitaáhrif á það hvort farið yrði í skattrannsókn. Jón Gerald vissi ekki af þessum sendingum. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknastjóri staðfestir í blaðinu að hann hafi fengið gögn varðandi Baug send frá Snorra Olsen tollstjóra. Ekkert hafi hins vegar verið aðhafst í málinu að athuguðu máli þar sem ekkert hafi þar komið fram sem varðaði við skattalög. Greinilegt er þó á samskiptum Styrmis og Jónínu að þau bjuggust við að skattrannsóknastjóri hæfi rannsókn. 31. júlí sendir Jónína Styrmi svohljóðandi póst: „Tryggvi er að laga til út um allt, bara þekki hann, þrjótinn. Vont að þessi rannsókn geti ekki byrjað strax. Hélt að það nægði þeim eitt skjal og upplýsingar um hvar hin er að finna.“ Tryggvi er væntanlega Tryggvi Jónsson, þáverandi framkvæmdastjóri Baugs. Styrmir svarar um hæl og segist telja að þeim nægi eitt skjal. Svo segir hann: „Hugsanlega er skattrannsóknarstjóri að bíða eftir því að fjármálaráðherra komi úr sumarfríi.“ Ekki kemur fram hvað fjármálaráðherra ætti að gera í málinu eða hvers vegna hann ætti að ráða úrslitum um hvort ráðist yrði í skattrannsókn eða ekki. Einnig kemur fram í Fréttablaðinu að Jón Steinar Gunnlaugsson og Jón Gerald Sullenberger voru í samskiptum frá því í maí árið 2002. Rúmum mánuði síðar funduðu Styrmir Gunnarsson, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Jón Steinar um málið en Kjartan sagði í yfirlýsingu í gær að á þeim fundi hefði hann aðeins verið að mæla með Jóni Steinari sem lögmanni fyrir Jón Gerald.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira