Skiptir engu fyrir framvinduna 24. september 2005 00:01 Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir þær upplýsingar um tildrög kærunnar í Baugsmálinu sem komu fram í Fréttablaðinu dag engu skipta fyrir lögregluna eða framvindu málsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill ekkert segja um málið að sinni, en orð hennar um að rannsókn málsins hafi farið fram í ákveðnu pólitísku andrúmslofti féllu ekki í góðan jarðveg hjá lögreglunni. Arnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að þessar upplýsingar breyti ekki neinu fyrir lögregluna. Það sé gerður stór greinarmunur á opinberri rannsókn og aðdraganda þess að kæra berist. Hann segir lögregluna ekki hafa haft nokkra vitneskju um þennan aðdraganda, en þegar kæra berist til lögreglu þá hefjist einfaldlega hefðbundin vinnubrögð við að meta gögnin. Þingmenn og aðrir megi ræða um og hafa skoðanir á því í hvernig andrúmslofti kæra verði til, en þeir eigi ekki að skipta sér af meðferð sakamála eftir að rannsókn er hafin - dómstólarnir muni vega og meta hvernig hún var. Geir Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki tjá sig um málið og svara því hvort honum hefði verið kunnugt um að framkvæmdastjóri flokksins, ritstjóri Morgunblaðsins og Jón Steinar Gunnlaugsson, allt menn í innsta hring Sjálfstæðisflokksins, hefðu fundað um mál Jóns Geralds Sullenbergers á hendur Baugi. Það vildi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, heldur ekki en hún vakti reiði starfsmanna efnahagsbrotadeildar með ummælum sínum um að rætur Baugsmálsins lægju í tilteknu pólitísku andrúmslofti sem hefði verið skapað. Ingibjörg sagðist vilja bíða eftir því að öll gögn hefðu komið fram. Samkvæmt heimildum fréttastofu er von á ítarlegri fréttum af þessum fundahöldum og tildrögum kærunnar í Fréttablaðinu á morgun. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir þær upplýsingar um tildrög kærunnar í Baugsmálinu sem komu fram í Fréttablaðinu dag engu skipta fyrir lögregluna eða framvindu málsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill ekkert segja um málið að sinni, en orð hennar um að rannsókn málsins hafi farið fram í ákveðnu pólitísku andrúmslofti féllu ekki í góðan jarðveg hjá lögreglunni. Arnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að þessar upplýsingar breyti ekki neinu fyrir lögregluna. Það sé gerður stór greinarmunur á opinberri rannsókn og aðdraganda þess að kæra berist. Hann segir lögregluna ekki hafa haft nokkra vitneskju um þennan aðdraganda, en þegar kæra berist til lögreglu þá hefjist einfaldlega hefðbundin vinnubrögð við að meta gögnin. Þingmenn og aðrir megi ræða um og hafa skoðanir á því í hvernig andrúmslofti kæra verði til, en þeir eigi ekki að skipta sér af meðferð sakamála eftir að rannsókn er hafin - dómstólarnir muni vega og meta hvernig hún var. Geir Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vildi ekki tjá sig um málið og svara því hvort honum hefði verið kunnugt um að framkvæmdastjóri flokksins, ritstjóri Morgunblaðsins og Jón Steinar Gunnlaugsson, allt menn í innsta hring Sjálfstæðisflokksins, hefðu fundað um mál Jóns Geralds Sullenbergers á hendur Baugi. Það vildi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, heldur ekki en hún vakti reiði starfsmanna efnahagsbrotadeildar með ummælum sínum um að rætur Baugsmálsins lægju í tilteknu pólitísku andrúmslofti sem hefði verið skapað. Ingibjörg sagðist vilja bíða eftir því að öll gögn hefðu komið fram. Samkvæmt heimildum fréttastofu er von á ítarlegri fréttum af þessum fundahöldum og tildrögum kærunnar í Fréttablaðinu á morgun.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent