Fráleitar ásakanir um dylgjur 22. september 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ásakanir starfsmanna efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra og fleiri um dylgjur af sinni hálfu séu fráleitar. "Starfsmennirnir ættu að finna þessum ásökunum sínum stað áður en þeir setja svona fram. Og dómsmálaráðherra sakar mig ávallt um dylgjur til að varpa rýrð á minn málflutning. Það er fráleitt að ásaka þann um dylgjur sem talar einmitt skýrt um það ástand sem forysta Sjálfstæðisflokksins hefur átt þátt í að skapa á undanförnum árum." Ingibjörg Sólrún segir að í Borganesræðunni forðum hafi hún meðal annars fjallað um að í landinu væru einstaklingar og fyrirtæki dregin í dilka. "Það hefur komið mjög á daginn að sú er raunin. Í máli olíufélaganna gekk hvorki né rak að fá ríkislögreglustjóra til að rannsaka það mál. Hann taldi sig þurfa sérstaka aukafjárveitingu til þess að geta tekið við því. Forsætisráðherra sagði að það borgaði sig ekki að sekta þessi fyrirtæki því það færi bara út í verðlagið. Í Baugsmálinu er engu til sparað í rannsóknarvinnu. Forsætisráðherrann fyrrverandi hélt því meðal annars fram meðan á þeirri rannsókn stóð að stjórnendur fyrirtækisins hefðu reynt að múta sér.Hann dró upp mynd af þeim sem algerum skúrkum. Fjölmiðlamálið er líka gott dæmi um andrúmsloft sem var skapað." Ingibjrög segir ljóst að Baugsmálið hafi farið af stað þegar komið var með sérstök sakarefni til ríkislögreglustjóra en hún hafi ekki forsendur til að meta þau sakarefni. "Það er sérkennileg afneitun hjá ríkislögreglustjóraembættinu ef það kannast ekki við að málið hafi komið fram í sérstöku andrúmslofti. Og einmitt vegna þess að málið kemur fram og er rannsakað við þessar aðstæður er enn mikilvægara en ella að þeir sem fara með rannsóknar- og ákæruvaldið vandi sig sérstaklega við meðferð þess. Það eitt að málinu skuli vísað frá í héraðsdómi segir mér að það hafi ekki verið staðið nógu vel að málatilbúnaði. Við hljótum að gera þá kröfu til lögreglunnar þegar hún er með mál til rannsóknar í þrjú ár, sem þegar hefur skaðað marga einstaklinga og orðstír margra íslenskra fyrirtækja erlendis, að hún umgangist málið af mikilli varúð." Baugsmálið Innlent Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ásakanir starfsmanna efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra og fleiri um dylgjur af sinni hálfu séu fráleitar. "Starfsmennirnir ættu að finna þessum ásökunum sínum stað áður en þeir setja svona fram. Og dómsmálaráðherra sakar mig ávallt um dylgjur til að varpa rýrð á minn málflutning. Það er fráleitt að ásaka þann um dylgjur sem talar einmitt skýrt um það ástand sem forysta Sjálfstæðisflokksins hefur átt þátt í að skapa á undanförnum árum." Ingibjörg Sólrún segir að í Borganesræðunni forðum hafi hún meðal annars fjallað um að í landinu væru einstaklingar og fyrirtæki dregin í dilka. "Það hefur komið mjög á daginn að sú er raunin. Í máli olíufélaganna gekk hvorki né rak að fá ríkislögreglustjóra til að rannsaka það mál. Hann taldi sig þurfa sérstaka aukafjárveitingu til þess að geta tekið við því. Forsætisráðherra sagði að það borgaði sig ekki að sekta þessi fyrirtæki því það færi bara út í verðlagið. Í Baugsmálinu er engu til sparað í rannsóknarvinnu. Forsætisráðherrann fyrrverandi hélt því meðal annars fram meðan á þeirri rannsókn stóð að stjórnendur fyrirtækisins hefðu reynt að múta sér.Hann dró upp mynd af þeim sem algerum skúrkum. Fjölmiðlamálið er líka gott dæmi um andrúmsloft sem var skapað." Ingibjrög segir ljóst að Baugsmálið hafi farið af stað þegar komið var með sérstök sakarefni til ríkislögreglustjóra en hún hafi ekki forsendur til að meta þau sakarefni. "Það er sérkennileg afneitun hjá ríkislögreglustjóraembættinu ef það kannast ekki við að málið hafi komið fram í sérstöku andrúmslofti. Og einmitt vegna þess að málið kemur fram og er rannsakað við þessar aðstæður er enn mikilvægara en ella að þeir sem fara með rannsóknar- og ákæruvaldið vandi sig sérstaklega við meðferð þess. Það eitt að málinu skuli vísað frá í héraðsdómi segir mér að það hafi ekki verið staðið nógu vel að málatilbúnaði. Við hljótum að gera þá kröfu til lögreglunnar þegar hún er með mál til rannsóknar í þrjú ár, sem þegar hefur skaðað marga einstaklinga og orðstír margra íslenskra fyrirtækja erlendis, að hún umgangist málið af mikilli varúð."
Baugsmálið Innlent Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira