Dylgjur stjórnmálamanna óþolandi 21. september 2005 00:01 Embætti Ríkislögreglustjóra hafnar því alfarið að lagt hafi verið upp í rannsóknina á Baugi á öðrum forsendum en faglegum. "Lög og reglur gilda um hvernig rannsóknir byrja og eftir þeim hefur verið farið nákvæmlega," segir Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Hann gagnrýnir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar, sem enn segist þeirrar skoðunar að rætur Baugsmálsins liggi meðal annars í andrúmslofti sem ráðamenn hafi átt þátt í að skapa. Arnar segir gagnrýni af hálfu sakborninga og verjenda eðlilega og ekki við öðru að búast. "En við gerum mikinn greinarmun á því þegar aftur einhverjir ráðamenn eru farnir að hoppa upp í þann vagn. Sérstaklega þegar fram koma órökstuddar dylgjur um að við séum handbendi spilltra stjórnmálamanna í svona stóru og alvarlegu máli. Undir því finnst okkur óþolandi að sitja," segir Arnar. "Að sjálfsögðu er mjög slæmt að leggja fram ákæru sem dómarar telja gallaða, en verður þó að skoða í því samhengi að saksóknari skrifar ákæruna meðvitað á ákveðinn hátt og lætur reyna á fyrir dómi. Þarna eru saksóknarinn og dómarinn bara ósammála," segir hann og telur mikilvægt að bíða úrskurðar Hæstaréttar:"Vandinn felst kannski í að reynt var að gera þremur tegundum brota skil í einni verknaðarlýsingu." Arnar segist ekki geta svarað hvað verði, taki Hæstiréttur undir með héraðsdómi. "Saksóknari ákveður það, en ég tel hann nú hafa gefið í skyn, að ákærur verði gefnar út að nýju." Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Embætti Ríkislögreglustjóra hafnar því alfarið að lagt hafi verið upp í rannsóknina á Baugi á öðrum forsendum en faglegum. "Lög og reglur gilda um hvernig rannsóknir byrja og eftir þeim hefur verið farið nákvæmlega," segir Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Hann gagnrýnir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar, sem enn segist þeirrar skoðunar að rætur Baugsmálsins liggi meðal annars í andrúmslofti sem ráðamenn hafi átt þátt í að skapa. Arnar segir gagnrýni af hálfu sakborninga og verjenda eðlilega og ekki við öðru að búast. "En við gerum mikinn greinarmun á því þegar aftur einhverjir ráðamenn eru farnir að hoppa upp í þann vagn. Sérstaklega þegar fram koma órökstuddar dylgjur um að við séum handbendi spilltra stjórnmálamanna í svona stóru og alvarlegu máli. Undir því finnst okkur óþolandi að sitja," segir Arnar. "Að sjálfsögðu er mjög slæmt að leggja fram ákæru sem dómarar telja gallaða, en verður þó að skoða í því samhengi að saksóknari skrifar ákæruna meðvitað á ákveðinn hátt og lætur reyna á fyrir dómi. Þarna eru saksóknarinn og dómarinn bara ósammála," segir hann og telur mikilvægt að bíða úrskurðar Hæstaréttar:"Vandinn felst kannski í að reynt var að gera þremur tegundum brota skil í einni verknaðarlýsingu." Arnar segist ekki geta svarað hvað verði, taki Hæstiréttur undir með héraðsdómi. "Saksóknari ákveður það, en ég tel hann nú hafa gefið í skyn, að ákærur verði gefnar út að nýju."
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira