Vill að æðstu menn segi af sér 21. september 2005 00:01 Jóhannes Jónsson í Bónus vill að dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og yfirmaður efnahagsbrotadeildar segi af sér eftir að héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá. Össur Skarphéðinsson alþingismaður tekur í sama streng. Dómsmálaráðherra segir að réttarkerfið verði að fá tóm til að vinna sína vinnu. Jóhannes Jónsson, einn sakborninga í Baugsmálinu, segir að að niðurstaða héraðsdóms sé ákveðinn léttir. Inntur eftir því hvers hann vænti þegar málið verður tekið fyrir hjá Hæstarétti sagði hann að besta staðan væri sú að málinu yrði vísað frá sem óflytjanlegu bæði í Hæstarétti og héraðsdómi og ráðherra, ríkislögreglustjóra og saksóknari hefðu vit á því að segja af sér. „Ákæruvaldið í gervi Jóns H. B. Snorrasonar glotti breitt einsog uppistandari á búllu þegar ljósvakamiðlarnir kröfðust skýringa eftir að Héraðsdómur hafði vísað málinu á hendur Baugi frá.“ Á þennan hátt lýsir Össur Skarphéðinsson þingismaður Samfylkingarinnar atburðarrásinni í Héraðsdómi í gær. Á heimasíðu Össurar segir að í frávísuninni hafi falist svo herfileg útreið fyrir embætti ríkislögreglustjóra að hann muni ekki eftir öðru eins hjá nokkurri ríkisstofnun. „Stjórn embættisins er augljóslega í slíkum molum að það er ekki boðlegt í réttarríkinu.“ segir Össur og kallar eftir aðgerðum dómsmálaráðherra. „Baugsmálið og stóra myndfölsunarmálið leiða einfaldlega að þeirri niðurstöðu að embætti ríkislögreglustjóra er í höndum óhæfra manna. Í öllum eðlilegum réttarríkjum væru þeir nú settir til hliðar og í önnur verkefni meðan reynt er að tjasla því saman sem eftir er af embættinu. Það er það verk sem nú bíður dómsmálaráðherra ef eitthvað blóð er í honum og sjálfsagt að Alþingi hjálpi honum ef þarf." Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki veitt fréttastofu Stöðvar 2 viðtal vegna málsins en sagði í tölvupósti til fréttamanns að í þessu tilviki sé Össur alltof hvatvís í dómum sínum og hann eigi eins og aðrir að gefa réttarkerfinu tíma til að vinna sitt verk. Ákæruvaldið hefur sagst mundu áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og hafa dómendur við Hæstarétt nú þrjár vikur til að ákvarða hvort þeir ógilda eða staðfesta úrskurð Héraðsdóms. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Jóhannes Jónsson í Bónus vill að dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og yfirmaður efnahagsbrotadeildar segi af sér eftir að héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá. Össur Skarphéðinsson alþingismaður tekur í sama streng. Dómsmálaráðherra segir að réttarkerfið verði að fá tóm til að vinna sína vinnu. Jóhannes Jónsson, einn sakborninga í Baugsmálinu, segir að að niðurstaða héraðsdóms sé ákveðinn léttir. Inntur eftir því hvers hann vænti þegar málið verður tekið fyrir hjá Hæstarétti sagði hann að besta staðan væri sú að málinu yrði vísað frá sem óflytjanlegu bæði í Hæstarétti og héraðsdómi og ráðherra, ríkislögreglustjóra og saksóknari hefðu vit á því að segja af sér. „Ákæruvaldið í gervi Jóns H. B. Snorrasonar glotti breitt einsog uppistandari á búllu þegar ljósvakamiðlarnir kröfðust skýringa eftir að Héraðsdómur hafði vísað málinu á hendur Baugi frá.“ Á þennan hátt lýsir Össur Skarphéðinsson þingismaður Samfylkingarinnar atburðarrásinni í Héraðsdómi í gær. Á heimasíðu Össurar segir að í frávísuninni hafi falist svo herfileg útreið fyrir embætti ríkislögreglustjóra að hann muni ekki eftir öðru eins hjá nokkurri ríkisstofnun. „Stjórn embættisins er augljóslega í slíkum molum að það er ekki boðlegt í réttarríkinu.“ segir Össur og kallar eftir aðgerðum dómsmálaráðherra. „Baugsmálið og stóra myndfölsunarmálið leiða einfaldlega að þeirri niðurstöðu að embætti ríkislögreglustjóra er í höndum óhæfra manna. Í öllum eðlilegum réttarríkjum væru þeir nú settir til hliðar og í önnur verkefni meðan reynt er að tjasla því saman sem eftir er af embættinu. Það er það verk sem nú bíður dómsmálaráðherra ef eitthvað blóð er í honum og sjálfsagt að Alþingi hjálpi honum ef þarf." Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki veitt fréttastofu Stöðvar 2 viðtal vegna málsins en sagði í tölvupósti til fréttamanns að í þessu tilviki sé Össur alltof hvatvís í dómum sínum og hann eigi eins og aðrir að gefa réttarkerfinu tíma til að vinna sitt verk. Ákæruvaldið hefur sagst mundu áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og hafa dómendur við Hæstarétt nú þrjár vikur til að ákvarða hvort þeir ógilda eða staðfesta úrskurð Héraðsdóms.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira