Vill að æðstu menn segi af sér 21. september 2005 00:01 Jóhannes Jónsson í Bónus vill að dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og yfirmaður efnahagsbrotadeildar segi af sér eftir að héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá. Össur Skarphéðinsson alþingismaður tekur í sama streng. Dómsmálaráðherra segir að réttarkerfið verði að fá tóm til að vinna sína vinnu. Jóhannes Jónsson, einn sakborninga í Baugsmálinu, segir að að niðurstaða héraðsdóms sé ákveðinn léttir. Inntur eftir því hvers hann vænti þegar málið verður tekið fyrir hjá Hæstarétti sagði hann að besta staðan væri sú að málinu yrði vísað frá sem óflytjanlegu bæði í Hæstarétti og héraðsdómi og ráðherra, ríkislögreglustjóra og saksóknari hefðu vit á því að segja af sér. „Ákæruvaldið í gervi Jóns H. B. Snorrasonar glotti breitt einsog uppistandari á búllu þegar ljósvakamiðlarnir kröfðust skýringa eftir að Héraðsdómur hafði vísað málinu á hendur Baugi frá.“ Á þennan hátt lýsir Össur Skarphéðinsson þingismaður Samfylkingarinnar atburðarrásinni í Héraðsdómi í gær. Á heimasíðu Össurar segir að í frávísuninni hafi falist svo herfileg útreið fyrir embætti ríkislögreglustjóra að hann muni ekki eftir öðru eins hjá nokkurri ríkisstofnun. „Stjórn embættisins er augljóslega í slíkum molum að það er ekki boðlegt í réttarríkinu.“ segir Össur og kallar eftir aðgerðum dómsmálaráðherra. „Baugsmálið og stóra myndfölsunarmálið leiða einfaldlega að þeirri niðurstöðu að embætti ríkislögreglustjóra er í höndum óhæfra manna. Í öllum eðlilegum réttarríkjum væru þeir nú settir til hliðar og í önnur verkefni meðan reynt er að tjasla því saman sem eftir er af embættinu. Það er það verk sem nú bíður dómsmálaráðherra ef eitthvað blóð er í honum og sjálfsagt að Alþingi hjálpi honum ef þarf." Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki veitt fréttastofu Stöðvar 2 viðtal vegna málsins en sagði í tölvupósti til fréttamanns að í þessu tilviki sé Össur alltof hvatvís í dómum sínum og hann eigi eins og aðrir að gefa réttarkerfinu tíma til að vinna sitt verk. Ákæruvaldið hefur sagst mundu áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og hafa dómendur við Hæstarétt nú þrjár vikur til að ákvarða hvort þeir ógilda eða staðfesta úrskurð Héraðsdóms. Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Jóhannes Jónsson í Bónus vill að dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri og yfirmaður efnahagsbrotadeildar segi af sér eftir að héraðsdómur vísaði Baugsmálinu frá. Össur Skarphéðinsson alþingismaður tekur í sama streng. Dómsmálaráðherra segir að réttarkerfið verði að fá tóm til að vinna sína vinnu. Jóhannes Jónsson, einn sakborninga í Baugsmálinu, segir að að niðurstaða héraðsdóms sé ákveðinn léttir. Inntur eftir því hvers hann vænti þegar málið verður tekið fyrir hjá Hæstarétti sagði hann að besta staðan væri sú að málinu yrði vísað frá sem óflytjanlegu bæði í Hæstarétti og héraðsdómi og ráðherra, ríkislögreglustjóra og saksóknari hefðu vit á því að segja af sér. „Ákæruvaldið í gervi Jóns H. B. Snorrasonar glotti breitt einsog uppistandari á búllu þegar ljósvakamiðlarnir kröfðust skýringa eftir að Héraðsdómur hafði vísað málinu á hendur Baugi frá.“ Á þennan hátt lýsir Össur Skarphéðinsson þingismaður Samfylkingarinnar atburðarrásinni í Héraðsdómi í gær. Á heimasíðu Össurar segir að í frávísuninni hafi falist svo herfileg útreið fyrir embætti ríkislögreglustjóra að hann muni ekki eftir öðru eins hjá nokkurri ríkisstofnun. „Stjórn embættisins er augljóslega í slíkum molum að það er ekki boðlegt í réttarríkinu.“ segir Össur og kallar eftir aðgerðum dómsmálaráðherra. „Baugsmálið og stóra myndfölsunarmálið leiða einfaldlega að þeirri niðurstöðu að embætti ríkislögreglustjóra er í höndum óhæfra manna. Í öllum eðlilegum réttarríkjum væru þeir nú settir til hliðar og í önnur verkefni meðan reynt er að tjasla því saman sem eftir er af embættinu. Það er það verk sem nú bíður dómsmálaráðherra ef eitthvað blóð er í honum og sjálfsagt að Alþingi hjálpi honum ef þarf." Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ekki veitt fréttastofu Stöðvar 2 viðtal vegna málsins en sagði í tölvupósti til fréttamanns að í þessu tilviki sé Össur alltof hvatvís í dómum sínum og hann eigi eins og aðrir að gefa réttarkerfinu tíma til að vinna sitt verk. Ákæruvaldið hefur sagst mundu áfrýja niðurstöðu héraðsdóms og hafa dómendur við Hæstarétt nú þrjár vikur til að ákvarða hvort þeir ógilda eða staðfesta úrskurð Héraðsdóms.
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira