Öllu Baugsmálinu vísað frá dómi 20. september 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær Baugsmálinu frá dómi í heild sinni vegna ágalla í ákærum. Jón H. Snorrason saksóknari ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar og hefur hann til þess þriggja daga frest. Í úrskurðinum segir efnislega að í ákærum verði að lýsa því hvernig ákærði sé talinn hafa brotið af sér. Hann verði að vita hvaða ólöglega athæfi honum sé gefið að sök svo hann geti varið sig og dómari verði jafnframt að geta gert sér glögga grein fyrir efni máls til þess að geta kveðið upp dóm. Ákærunni er talið verulega áfátt að þessu leyti. Ágallarnir eru taldir eiga við um verulegan hluta ákærunnar og því vísaði dómstóllinn henni frá í heild. Jón H. Snorrason saksóknari kvaðst eftir úrskurðinn hafa verið búinn undir þessa niðurstöðu. Hún yrði kærð til hæstaréttar og þess krafist að allar 40 ákærurnar kæmu fyrir héraðsdóm. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fagnaði úrskurðinum og sagði hann ekki hafa komið á óvart eftir það sem á undan hefði gengið. "Það var mat dómaranna að verulegir annmarkar væru á ákærunni í bréfinu sem þeir skrifuðu 26. ágúst. Þessi niðurstaða er í samræmi við þeirra álit. Það kemur fram í forsendum úrskurðarins að svo stór hluti málsins sé haldinn þessum annmörkum að þeir telji sér skylt að vísa málinu frá í heild sinni," sagði Gestur. Hæstiréttur hefur þrjár vikur til þess að komast að niðurstöðu um málið eftir að kæra berst réttinum. Í úrskurðarorðum Héraðsdóms Reykjavíkur er ríkissjóði gert að greiða verjendum sakborninganna sex alls um 22 milljónir króna málsvarnarlaun. Annar sakarkostnaður, samtals um 12,8 milljónir króna, skal einnig greiðast úr ríkissjóði samkvæmt úrskurðarorði réttarins. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær Baugsmálinu frá dómi í heild sinni vegna ágalla í ákærum. Jón H. Snorrason saksóknari ætlar að áfrýja úrskurðinum til Hæstaréttar og hefur hann til þess þriggja daga frest. Í úrskurðinum segir efnislega að í ákærum verði að lýsa því hvernig ákærði sé talinn hafa brotið af sér. Hann verði að vita hvaða ólöglega athæfi honum sé gefið að sök svo hann geti varið sig og dómari verði jafnframt að geta gert sér glögga grein fyrir efni máls til þess að geta kveðið upp dóm. Ákærunni er talið verulega áfátt að þessu leyti. Ágallarnir eru taldir eiga við um verulegan hluta ákærunnar og því vísaði dómstóllinn henni frá í heild. Jón H. Snorrason saksóknari kvaðst eftir úrskurðinn hafa verið búinn undir þessa niðurstöðu. Hún yrði kærð til hæstaréttar og þess krafist að allar 40 ákærurnar kæmu fyrir héraðsdóm. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fagnaði úrskurðinum og sagði hann ekki hafa komið á óvart eftir það sem á undan hefði gengið. "Það var mat dómaranna að verulegir annmarkar væru á ákærunni í bréfinu sem þeir skrifuðu 26. ágúst. Þessi niðurstaða er í samræmi við þeirra álit. Það kemur fram í forsendum úrskurðarins að svo stór hluti málsins sé haldinn þessum annmörkum að þeir telji sér skylt að vísa málinu frá í heild sinni," sagði Gestur. Hæstiréttur hefur þrjár vikur til þess að komast að niðurstöðu um málið eftir að kæra berst réttinum. Í úrskurðarorðum Héraðsdóms Reykjavíkur er ríkissjóði gert að greiða verjendum sakborninganna sex alls um 22 milljónir króna málsvarnarlaun. Annar sakarkostnaður, samtals um 12,8 milljónir króna, skal einnig greiðast úr ríkissjóði samkvæmt úrskurðarorði réttarins.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira