Sigldu bátnum af skerinu 16. september 2005 00:01 Allir voru enn um borð í skemmtibátnum sem fórst á Viðeyjarsundi um síðustu helgi þegar honum var siglt af Skarfaskeri sem hann steytti á, austur Viðeyjarsunds. Skömmu síðar valt báturinn og sökk. Rökstuddur grunur er um að eigandi bátsins og eiginkona hans hafi neytt áfengis um kvöldið, en þau björguðust ásamt 10 ára gömlum syni sínum. 34 ára gamall maður og 51 árs kona fórust í slysinu. Fólkið var beinbrotið og mikið slasað en drengurinn meiddist lítið. "Hann virðist hafa sloppið mjög vel, alla vega líkamlega," segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, en hann sendi í gær út tilkynningu um gang rannsóknarinnar á slysinu. Hörður segir ekkert benda til annars en að eigandi og umráðamaður bátsins hafi verið við stýrið þegar áreksturinn var, en engu verði þó slegið um það föstu fyrr en að rannsókn lokinni. Eigandinn og eiginkona hans njóta réttarstöðu sakborninga við yfirheyrslur, en þau hafi svarað öllum spurningum greiðlega. Ferðir bátsins hafa verið raktar út frá upplýsingum í GPS staðsetningartæki sem í honum var. Hörður segir af öllu ljóst að fólkið hafi verið á skemmtisiglingu og farið víða um sundin. Á leið til baka í átta að smábátahöfn Snarfara lenti báturinn á skerinu á talsvert miklum hraða. Báturinn var kyrrstæður á eða við skerið um stund en var síðan siglt af stað aftur. "Skömmu síðar hætti GPS tækið að virka og er talið að báturinn hafi þá sokkið," segir í tilkynningunni. Fram kemur að um borð hafi verið að minnsta kosti fjórir farsíma, en hringt var í Neyðarlínu úr þremur þeirra. Fyrsta hringing var um 10 mínútum eftir áreksturinn, en samband var meira og minna við Neyðarlínu næstu 35 mínútur, að sögn Harðar. Báturinn fannst um 80 mínútum eftir fyrstu hringingu. Hörður segir aðstæður hafa verið erfiðar í myrkrinu á Viðeyjarsundi. "Fólk áttar sig ekkert, jafnvel búið að fá höfðuhögg. Svo fer þetta að skýrast og þá er leit komin í gang." Hann bendir á að ekki fari mikið fyrir bát sem marar í hálfu kafi og leitarsvæðið hafi verið stórt. "Kennileitin eru bara Engey, Viðey, Laugarnes eða Sundahöfn. Þetta er svolítið pláss," segir hann og telur nánast tilviljun hafa ráðið því að gúmbátur lögreglu sigldi fram á fólkið, en þá var fjöldi báta kominn til leitar. "Þetta er ekki nema eins og hálft skrifborð sem stendur upp úr sjó." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Allir voru enn um borð í skemmtibátnum sem fórst á Viðeyjarsundi um síðustu helgi þegar honum var siglt af Skarfaskeri sem hann steytti á, austur Viðeyjarsunds. Skömmu síðar valt báturinn og sökk. Rökstuddur grunur er um að eigandi bátsins og eiginkona hans hafi neytt áfengis um kvöldið, en þau björguðust ásamt 10 ára gömlum syni sínum. 34 ára gamall maður og 51 árs kona fórust í slysinu. Fólkið var beinbrotið og mikið slasað en drengurinn meiddist lítið. "Hann virðist hafa sloppið mjög vel, alla vega líkamlega," segir Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, en hann sendi í gær út tilkynningu um gang rannsóknarinnar á slysinu. Hörður segir ekkert benda til annars en að eigandi og umráðamaður bátsins hafi verið við stýrið þegar áreksturinn var, en engu verði þó slegið um það föstu fyrr en að rannsókn lokinni. Eigandinn og eiginkona hans njóta réttarstöðu sakborninga við yfirheyrslur, en þau hafi svarað öllum spurningum greiðlega. Ferðir bátsins hafa verið raktar út frá upplýsingum í GPS staðsetningartæki sem í honum var. Hörður segir af öllu ljóst að fólkið hafi verið á skemmtisiglingu og farið víða um sundin. Á leið til baka í átta að smábátahöfn Snarfara lenti báturinn á skerinu á talsvert miklum hraða. Báturinn var kyrrstæður á eða við skerið um stund en var síðan siglt af stað aftur. "Skömmu síðar hætti GPS tækið að virka og er talið að báturinn hafi þá sokkið," segir í tilkynningunni. Fram kemur að um borð hafi verið að minnsta kosti fjórir farsíma, en hringt var í Neyðarlínu úr þremur þeirra. Fyrsta hringing var um 10 mínútum eftir áreksturinn, en samband var meira og minna við Neyðarlínu næstu 35 mínútur, að sögn Harðar. Báturinn fannst um 80 mínútum eftir fyrstu hringingu. Hörður segir aðstæður hafa verið erfiðar í myrkrinu á Viðeyjarsundi. "Fólk áttar sig ekkert, jafnvel búið að fá höfðuhögg. Svo fer þetta að skýrast og þá er leit komin í gang." Hann bendir á að ekki fari mikið fyrir bát sem marar í hálfu kafi og leitarsvæðið hafi verið stórt. "Kennileitin eru bara Engey, Viðey, Laugarnes eða Sundahöfn. Þetta er svolítið pláss," segir hann og telur nánast tilviljun hafa ráðið því að gúmbátur lögreglu sigldi fram á fólkið, en þá var fjöldi báta kominn til leitar. "Þetta er ekki nema eins og hálft skrifborð sem stendur upp úr sjó."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira