Tekist á í Baugsmáli 13. september 2005 00:01 Saksóknari fór fram á það við aukaþinghald í Baugsmálinu í dag að öll fjörutíu ákæruatriðin yfir sakborningum myndu standa. Verjendur telja hins vegar ekkert annað í stöðunni en að vísa ákærunum frá enda hafi dómarar bent á annmarka á þeim. Í dag var boðað til aukaþinghalds þar sem ákæruvaldinu var gefinn kostur á að tjá sig um annmarka á ákærunni, sem geta orðið til þess að átján af fjörutíu liðum verði vísað frá dómi. Þar talaði Jón H. B. Snorrason ríkissaksóknari sleitulaust í rúma klukkustund, fór lið fyrir lið yfir ákæruatriðin átján sem um ræðir og sýndi fram á með vísun í fjölmarga dóma að engir annmarkar væru á ákærunum. Þá benti hann á að við þingsetningu málsins hefðu sakborningar allir lýst yfir sakleysu sínu þegar ákæruatriðin voru upp lesin og því mætti ætla að þau væru nægilega skýr. Hann gerði þá kröfu að ákæran myndi standa. Athygli vakti að dómendur sáu ekki ástæðu til að spyrja saksóknara einnar einustu spurningar þrátt fyrir að boðað hefði verið til þinghaldsins að þeirra frumkvæði. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tók allt annan pól í hæðina í málflutningi sínum svo viðstaddir hefðu mátt ætla að hann og saksóknari væru staddir hvor í sinni bíómyndinni. Ólíkt saksóknara lét hann vera að fara yfir ákæruatriði sérstaklega en lagði áherslu á að dómendur hefðu í bréfi sínu að eigin frumkvæði lýst því yfir að slíkir annmarkar væru á ákærunni að úr þeim verði ekki bætt og dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þess. Þá lagði Gestur fram sakarkostnað skjólstæðings síns, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að upphæð 19 milljónir króna svo ætla má að sakarkostnaður fari yfir 100 milljónir króna fyrir sakborningana sex. Í samtali við fréttamann Stöðvar 2 eftir þinghald sagði saksóknari óljóst hvaða hugmynd dómendurnir hefðu varðandi bréf sem frá þeim kom. Það virðist hins vegar kristaltært í huga verjenda. Gestur segist telja alveg ljóst að bréf sem þetta séu ekki skrifuð nema dómendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að það sé bersýnilegt að annmarkar séu á ákærunni sem geri það að verkum að það sé ekki hægt að dæma í málinu að efni til og ekki heldur að lagfæra ákæruna eftir þeim reglum sem um það gilda. Gestur segist aðspurður hafa rökstutt þá skoðun að dómendur standi frammi fyrir þeim kostum að vísa ákæruatriðunum 18 eða málinu í heild frá. Hvort það er ákæranda eða verjendum sem verður að ósk sinni kemur í ljós eftir viku en þá verður þessi lota Baugsmálsins tekin til úrskurðar. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Saksóknari fór fram á það við aukaþinghald í Baugsmálinu í dag að öll fjörutíu ákæruatriðin yfir sakborningum myndu standa. Verjendur telja hins vegar ekkert annað í stöðunni en að vísa ákærunum frá enda hafi dómarar bent á annmarka á þeim. Í dag var boðað til aukaþinghalds þar sem ákæruvaldinu var gefinn kostur á að tjá sig um annmarka á ákærunni, sem geta orðið til þess að átján af fjörutíu liðum verði vísað frá dómi. Þar talaði Jón H. B. Snorrason ríkissaksóknari sleitulaust í rúma klukkustund, fór lið fyrir lið yfir ákæruatriðin átján sem um ræðir og sýndi fram á með vísun í fjölmarga dóma að engir annmarkar væru á ákærunum. Þá benti hann á að við þingsetningu málsins hefðu sakborningar allir lýst yfir sakleysu sínu þegar ákæruatriðin voru upp lesin og því mætti ætla að þau væru nægilega skýr. Hann gerði þá kröfu að ákæran myndi standa. Athygli vakti að dómendur sáu ekki ástæðu til að spyrja saksóknara einnar einustu spurningar þrátt fyrir að boðað hefði verið til þinghaldsins að þeirra frumkvæði. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, tók allt annan pól í hæðina í málflutningi sínum svo viðstaddir hefðu mátt ætla að hann og saksóknari væru staddir hvor í sinni bíómyndinni. Ólíkt saksóknara lét hann vera að fara yfir ákæruatriði sérstaklega en lagði áherslu á að dómendur hefðu í bréfi sínu að eigin frumkvæði lýst því yfir að slíkir annmarkar væru á ákærunni að úr þeim verði ekki bætt og dómur verði því ekki kveðinn upp um efni þess. Þá lagði Gestur fram sakarkostnað skjólstæðings síns, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að upphæð 19 milljónir króna svo ætla má að sakarkostnaður fari yfir 100 milljónir króna fyrir sakborningana sex. Í samtali við fréttamann Stöðvar 2 eftir þinghald sagði saksóknari óljóst hvaða hugmynd dómendurnir hefðu varðandi bréf sem frá þeim kom. Það virðist hins vegar kristaltært í huga verjenda. Gestur segist telja alveg ljóst að bréf sem þetta séu ekki skrifuð nema dómendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að það sé bersýnilegt að annmarkar séu á ákærunni sem geri það að verkum að það sé ekki hægt að dæma í málinu að efni til og ekki heldur að lagfæra ákæruna eftir þeim reglum sem um það gilda. Gestur segist aðspurður hafa rökstutt þá skoðun að dómendur standi frammi fyrir þeim kostum að vísa ákæruatriðunum 18 eða málinu í heild frá. Hvort það er ákæranda eða verjendum sem verður að ósk sinni kemur í ljós eftir viku en þá verður þessi lota Baugsmálsins tekin til úrskurðar.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira