Hafi bjargað lífi foreldra sinna 12. september 2005 00:01 Svo virðist sem snarræði tíu ára drengs hafi bjargað lífi foreldra hans í sjóslysinu við Skarfaklett aðfaranótt laugardags. Björgunarsveitarmenn leita enn manns sem er saknað eftir slysið en sambýliskona hans fórst þegar báturinn sökk. Konan sem lést í slysinu á Viðeyjarsundi hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, búsett í Kópavogi. Hún lætur eftir sig tvo syni. Sambýlismanns hennar er enn saknað. Hann heitir Friðrik Ásgeir Hermannsson og er 33 ára. Friðrik á barnungan son. Fjörur hafa verið gengnar og kafarar fínkembdu strandlengjuna í gær í leit að Friðriki en sú leit bar engan árangur. Fyrir um hálftíma hélt björgunarskip að slysstaðnum þar sem menn frá Lögreglunni, Landhelgisgæslunni og Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu munu kanna sjávarbotninn með myndavélum og neðansjávarsónartækjum. Áætlað er að kanna 25 ferkílómetra svæði. Ef sú leit skilar ekki árangri verða fjörur gengnar á nýjan leik um næstu helgi, en þá er talið að forsendur til fjöruleitar hafi breyst. Eigandi bátsins sem fórst er Jónas Garðarsson sem er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Auk Friðriks og Matthildar heitinnar var kona Jónasar og tíu ára gamall sonur þeirra um borð. Fjölskyldan fór ásamt parinu í skemmtiferð út í Þerney síðdegis á föstudag. Áður en þau héldu heim var hins vegar ákveðið að fara hring í kringum Viðey og það var þá sem báturinn steytti á Skarfaskeri, um tvöleytið aðfaranótt laugardags. Tíu ára drengurinn svaf í koju undir stýrishúsinu. Hann kastaðist til og vaknaði við höggið þegar báturinn skall á skerinu. Drengnum og foreldrum hans var bjargað af kili bátsins af síðustu stundu. Hann virðist hafa sýnt undravert snarræði þegar hann dró foreldra sína út úr bátnum, en móðir hans náði sambandi við neyðarlínu úr GSM-síma hans. Yfirborðshiti sjávar var þá um 10 stig. Rannsókn lögreglu hefur beinst að því að bjarga gögnum úr bátnum, afla gagna um ferðir hans og annað sem varpað getur ljósi á það hvað varð þess valdandi að svo fór sem fór. Jónas hafði siglt bátnum frá Noregi í sumar, gjörþekkir til báta af þessari stærð auk þess sem hann stundaði sjómennsku til fjölda ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er atburðarásin enn óskýr. Ekki hefur verið unnt að yfirheyra þá sem voru um borð í bátnum. Foreldrar drengsins eru enn á spítala og verða þar að öllum líkindum næstu vikur. Þau hlutu alvarlega áverka og muna illa þá atburði sem urðu aðfaranótt laugardags. Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Svo virðist sem snarræði tíu ára drengs hafi bjargað lífi foreldra hans í sjóslysinu við Skarfaklett aðfaranótt laugardags. Björgunarsveitarmenn leita enn manns sem er saknað eftir slysið en sambýliskona hans fórst þegar báturinn sökk. Konan sem lést í slysinu á Viðeyjarsundi hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, búsett í Kópavogi. Hún lætur eftir sig tvo syni. Sambýlismanns hennar er enn saknað. Hann heitir Friðrik Ásgeir Hermannsson og er 33 ára. Friðrik á barnungan son. Fjörur hafa verið gengnar og kafarar fínkembdu strandlengjuna í gær í leit að Friðriki en sú leit bar engan árangur. Fyrir um hálftíma hélt björgunarskip að slysstaðnum þar sem menn frá Lögreglunni, Landhelgisgæslunni og Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu munu kanna sjávarbotninn með myndavélum og neðansjávarsónartækjum. Áætlað er að kanna 25 ferkílómetra svæði. Ef sú leit skilar ekki árangri verða fjörur gengnar á nýjan leik um næstu helgi, en þá er talið að forsendur til fjöruleitar hafi breyst. Eigandi bátsins sem fórst er Jónas Garðarsson sem er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Auk Friðriks og Matthildar heitinnar var kona Jónasar og tíu ára gamall sonur þeirra um borð. Fjölskyldan fór ásamt parinu í skemmtiferð út í Þerney síðdegis á föstudag. Áður en þau héldu heim var hins vegar ákveðið að fara hring í kringum Viðey og það var þá sem báturinn steytti á Skarfaskeri, um tvöleytið aðfaranótt laugardags. Tíu ára drengurinn svaf í koju undir stýrishúsinu. Hann kastaðist til og vaknaði við höggið þegar báturinn skall á skerinu. Drengnum og foreldrum hans var bjargað af kili bátsins af síðustu stundu. Hann virðist hafa sýnt undravert snarræði þegar hann dró foreldra sína út úr bátnum, en móðir hans náði sambandi við neyðarlínu úr GSM-síma hans. Yfirborðshiti sjávar var þá um 10 stig. Rannsókn lögreglu hefur beinst að því að bjarga gögnum úr bátnum, afla gagna um ferðir hans og annað sem varpað getur ljósi á það hvað varð þess valdandi að svo fór sem fór. Jónas hafði siglt bátnum frá Noregi í sumar, gjörþekkir til báta af þessari stærð auk þess sem hann stundaði sjómennsku til fjölda ára. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er atburðarásin enn óskýr. Ekki hefur verið unnt að yfirheyra þá sem voru um borð í bátnum. Foreldrar drengsins eru enn á spítala og verða þar að öllum líkindum næstu vikur. Þau hlutu alvarlega áverka og muna illa þá atburði sem urðu aðfaranótt laugardags.
Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira