Niðurstaða staðfesti hroðvirkni 7. september 2005 00:01 Ef það verður niðurstaða Héraðsdóms að átján ákæruliðir af 40 séu ekki dómtækir, eftir þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar þá staðfestir það hversu hroðvirknislega málið er unnið, segir Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, í Baugsmálinu svokallaða. Hann telur heimildir til lagfæringar ákæranna mjög takmarkaðar. Eins og fram kom í fréttum í gær sendi Pétur Guðgeirsson héraðsdómari út bréf í lok ágúst fyrir hönd dómsins sem fjallar um ákærur á hendur forsvarsmönnum Baugs þar sem fram kemur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum sem ákærðir að vera kunni að átján ákæruliðum af 40 verði vísað frá dómi. Boðað er til aukaþinghalds 12. september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um þetta. Eftir því sem fréttastofa Bylgjunnar og Stöðvar 2 kemst næst er það ekki algengt að dómur sendi málsaðilum slíkt bréf. Enginn þeirra lögmanna sem fréttastofa náði tali af í morgun var þó tilbúinn að tjá sig um málið. En kom þetta sakborningunum í opna skjöldu? Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, segir að svo hafi verið að vissu leyti en það breyti ekki því að það hafi verið skýrt í hans huga að það hefði verið kastað til hendinni við gerð ákærunnar. Honum finnist hún hroðvirknislega unnin. Einar segir að hafa verði í huga að rannsókn málsins hafi staðið síðustu þrjú ár og honum finnist það sæta tíðindum að ef þetta verði niðurstaðan, en hún liggi þó ekki fyrir. Spurður um það hversu rúmar heimildir ákværuvaldið hafi til þess að lagfæra ákærur þannig að þær verði dómtækar segir Einar Þór að að hans viti hafi ákæruvaldið mjög þröngar heimildir til þess en hann vilji þó ekki fullyrða á þessari stundu hver viðbrögð ákæruvaldsins verði vegna þess að úrskurður dómara hafi ekki verið kveðinn upp enn þá. Samkvæmt lögum getur ákærandi breytt eða aukið við ákæru með útgáfu framhaldsákæru til að leiðrétta augljósar villur eða ef nýjar upplýsingar gefa tilefni til. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, sagði í fréttum í gær að málið væri alls ekki vandræðalegt fyrir ákæruvaldið, því það væri einfaldlega gríðarlega flókið og umfangsmikið og reyndi á tilvik sem ekki hefur reynt á áður. Það sé því ekkert óeðlilegt við að dómurinn fari þessa leið. Einar Þór telur ákæruvaldið á villigötum. Hann segir þetta leiða hugann að því hvort sú hugsun sem fram komi í ákærunni gangi yfirhöfuð upp, þ.e. hvort upplegging ákæruvaldsins sé ómöguleg. Þarna sé verið að ákæra bæði fyrir sömu háttsemina sem brot á fjárdráttarákvæði hegningarlaga og umboðssvik og einnig brot gegn ákvæðum laga um hlutafélög sem kveði á um ólögmætar lánveitingar. Það sé spurning hvort fjárdráttur geti verið ólögmæt lánveiting. Því velti hann fyrir sér. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira
Ef það verður niðurstaða Héraðsdóms að átján ákæruliðir af 40 séu ekki dómtækir, eftir þriggja ára rannsókn efnahagsbrotadeildar þá staðfestir það hversu hroðvirknislega málið er unnið, segir Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, í Baugsmálinu svokallaða. Hann telur heimildir til lagfæringar ákæranna mjög takmarkaðar. Eins og fram kom í fréttum í gær sendi Pétur Guðgeirsson héraðsdómari út bréf í lok ágúst fyrir hönd dómsins sem fjallar um ákærur á hendur forsvarsmönnum Baugs þar sem fram kemur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum sem ákærðir að vera kunni að átján ákæruliðum af 40 verði vísað frá dómi. Boðað er til aukaþinghalds 12. september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um þetta. Eftir því sem fréttastofa Bylgjunnar og Stöðvar 2 kemst næst er það ekki algengt að dómur sendi málsaðilum slíkt bréf. Enginn þeirra lögmanna sem fréttastofa náði tali af í morgun var þó tilbúinn að tjá sig um málið. En kom þetta sakborningunum í opna skjöldu? Einar Þór Sverrisson, verjandi Jóhannesar Jónssonar, segir að svo hafi verið að vissu leyti en það breyti ekki því að það hafi verið skýrt í hans huga að það hefði verið kastað til hendinni við gerð ákærunnar. Honum finnist hún hroðvirknislega unnin. Einar segir að hafa verði í huga að rannsókn málsins hafi staðið síðustu þrjú ár og honum finnist það sæta tíðindum að ef þetta verði niðurstaðan, en hún liggi þó ekki fyrir. Spurður um það hversu rúmar heimildir ákværuvaldið hafi til þess að lagfæra ákærur þannig að þær verði dómtækar segir Einar Þór að að hans viti hafi ákæruvaldið mjög þröngar heimildir til þess en hann vilji þó ekki fullyrða á þessari stundu hver viðbrögð ákæruvaldsins verði vegna þess að úrskurður dómara hafi ekki verið kveðinn upp enn þá. Samkvæmt lögum getur ákærandi breytt eða aukið við ákæru með útgáfu framhaldsákæru til að leiðrétta augljósar villur eða ef nýjar upplýsingar gefa tilefni til. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, sagði í fréttum í gær að málið væri alls ekki vandræðalegt fyrir ákæruvaldið, því það væri einfaldlega gríðarlega flókið og umfangsmikið og reyndi á tilvik sem ekki hefur reynt á áður. Það sé því ekkert óeðlilegt við að dómurinn fari þessa leið. Einar Þór telur ákæruvaldið á villigötum. Hann segir þetta leiða hugann að því hvort sú hugsun sem fram komi í ákærunni gangi yfirhöfuð upp, þ.e. hvort upplegging ákæruvaldsins sé ómöguleg. Þarna sé verið að ákæra bæði fyrir sömu háttsemina sem brot á fjárdráttarákvæði hegningarlaga og umboðssvik og einnig brot gegn ákvæðum laga um hlutafélög sem kveði á um ólögmætar lánveitingar. Það sé spurning hvort fjárdráttur geti verið ólögmæt lánveiting. Því velti hann fyrir sér.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili Sjá meira