Miklir annmarkar á ákærunum 6. september 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur telur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum í Baugsmálinu, að líklega verði átján ákæruliðum af fjörutíu vísað frá dómi. Dómurinn boðar aukaþinghald tólfta september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um málið. Fréttastofan hefur undir höndum samrit sem Héraðsdómur Reykjavíkur sendi málsaðilum hinn tuttugasta og sjötta ágúst síðastliðinn. Þar er orðum einkum beint til ákæruvaldsins. Athygli ákæruvaldsins er vakin á því að dómendur Héraðsdóms álíti að slíkir anmarkar kunni að vera á ákærunni að ekki verði hægt að bæta þá undir rekstri málsins og að dómur verði því ekki kveðin upp um efni þess. Þarna er um að ræða samtals átján ákæruliði. Þeir eru meðal annars í öðrum kafla þar sem er að finna ákærurnar á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni og Jóhannesi Jóhannessyni, um umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. Í þriðja kafla er meðal annars að finna ákærur á hendur Jóni Ásgeiri þar sem honum er gefinn að sök fjárdráttur og eða umboðssvik. Í fjórða kafla eru ákærur á hendur Jóni Ásgeiri, Tryggva og Kristínu Jóhannesdóttur þar sem þeim er gefinn að sök fjárdráttur og eða umboðssvik, auk annars. Ýmsir aðrir ákæruliðir eru tíndir til, og í öllum þessum tilfellum telur héraðsdómur að slíkir vankantar séu á ákærunni að yfirgnæfandi líkur séu á að þeim verði vísað frá. Þetta eru átján ákæruliðir af fjörutíu. Eftir standa þá tuttugu og tveir ákæruliðir sem taldir eru hæfir til dómtöku. Ákærendum svo gefinn kostur á að tjá sig um þetta málefni í aukaþinghaldi tólfta september næstkomandi. Lögmenn sakborninganna vildu ekkert tjá sig um málið í dag. Sigurður Líndal, prófessor, segir að þetta sé afar óheppilegt fyrir ákæruvaldið. Því þarna virðist vera um svo bersýnilega anmarka, ræða að ekki verði bætt úr undir rekstri málsins. Sigurður sagði þó að sjálfsögðu er rétt að bíða með ákveðnar yfirlýsingar þar til ákæruvaldið hefur tjáð sig um málið. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, segir það afar þýðingarmikið fyrir ákærvaldið að fá tækifæri til að skýra atvikin. Ef dómurinn er enn á því að atvik séu ekki nægilega skýr, gefst ákæruvaldi kostur á að koma með endurbætta lýsingu. Jón vildi þó engu spá um hvað dómurinn gerði í framhaldinu. Hann sagði málið ekki vera vandræðalegt fyrir ákæruvaldið, það væri í heild sinni gríðarlega flókið og umfangsmikið og reyndi á atvik sem ekki hefur reynt á áður. Það sé því ekkert óeðlilegt við að dómurinn fari þessa leið. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur telur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum í Baugsmálinu, að líklega verði átján ákæruliðum af fjörutíu vísað frá dómi. Dómurinn boðar aukaþinghald tólfta september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um málið. Fréttastofan hefur undir höndum samrit sem Héraðsdómur Reykjavíkur sendi málsaðilum hinn tuttugasta og sjötta ágúst síðastliðinn. Þar er orðum einkum beint til ákæruvaldsins. Athygli ákæruvaldsins er vakin á því að dómendur Héraðsdóms álíti að slíkir anmarkar kunni að vera á ákærunni að ekki verði hægt að bæta þá undir rekstri málsins og að dómur verði því ekki kveðin upp um efni þess. Þarna er um að ræða samtals átján ákæruliði. Þeir eru meðal annars í öðrum kafla þar sem er að finna ákærurnar á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni og Jóhannesi Jóhannessyni, um umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. Í þriðja kafla er meðal annars að finna ákærur á hendur Jóni Ásgeiri þar sem honum er gefinn að sök fjárdráttur og eða umboðssvik. Í fjórða kafla eru ákærur á hendur Jóni Ásgeiri, Tryggva og Kristínu Jóhannesdóttur þar sem þeim er gefinn að sök fjárdráttur og eða umboðssvik, auk annars. Ýmsir aðrir ákæruliðir eru tíndir til, og í öllum þessum tilfellum telur héraðsdómur að slíkir vankantar séu á ákærunni að yfirgnæfandi líkur séu á að þeim verði vísað frá. Þetta eru átján ákæruliðir af fjörutíu. Eftir standa þá tuttugu og tveir ákæruliðir sem taldir eru hæfir til dómtöku. Ákærendum svo gefinn kostur á að tjá sig um þetta málefni í aukaþinghaldi tólfta september næstkomandi. Lögmenn sakborninganna vildu ekkert tjá sig um málið í dag. Sigurður Líndal, prófessor, segir að þetta sé afar óheppilegt fyrir ákæruvaldið. Því þarna virðist vera um svo bersýnilega anmarka, ræða að ekki verði bætt úr undir rekstri málsins. Sigurður sagði þó að sjálfsögðu er rétt að bíða með ákveðnar yfirlýsingar þar til ákæruvaldið hefur tjáð sig um málið. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, segir það afar þýðingarmikið fyrir ákærvaldið að fá tækifæri til að skýra atvikin. Ef dómurinn er enn á því að atvik séu ekki nægilega skýr, gefst ákæruvaldi kostur á að koma með endurbætta lýsingu. Jón vildi þó engu spá um hvað dómurinn gerði í framhaldinu. Hann sagði málið ekki vera vandræðalegt fyrir ákæruvaldið, það væri í heild sinni gríðarlega flókið og umfangsmikið og reyndi á atvik sem ekki hefur reynt á áður. Það sé því ekkert óeðlilegt við að dómurinn fari þessa leið.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira