Miklir annmarkar á ákærunum 6. september 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjavíkur telur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum í Baugsmálinu, að líklega verði átján ákæruliðum af fjörutíu vísað frá dómi. Dómurinn boðar aukaþinghald tólfta september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um málið. Fréttastofan hefur undir höndum samrit sem Héraðsdómur Reykjavíkur sendi málsaðilum hinn tuttugasta og sjötta ágúst síðastliðinn. Þar er orðum einkum beint til ákæruvaldsins. Athygli ákæruvaldsins er vakin á því að dómendur Héraðsdóms álíti að slíkir anmarkar kunni að vera á ákærunni að ekki verði hægt að bæta þá undir rekstri málsins og að dómur verði því ekki kveðin upp um efni þess. Þarna er um að ræða samtals átján ákæruliði. Þeir eru meðal annars í öðrum kafla þar sem er að finna ákærurnar á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni og Jóhannesi Jóhannessyni, um umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. Í þriðja kafla er meðal annars að finna ákærur á hendur Jóni Ásgeiri þar sem honum er gefinn að sök fjárdráttur og eða umboðssvik. Í fjórða kafla eru ákærur á hendur Jóni Ásgeiri, Tryggva og Kristínu Jóhannesdóttur þar sem þeim er gefinn að sök fjárdráttur og eða umboðssvik, auk annars. Ýmsir aðrir ákæruliðir eru tíndir til, og í öllum þessum tilfellum telur héraðsdómur að slíkir vankantar séu á ákærunni að yfirgnæfandi líkur séu á að þeim verði vísað frá. Þetta eru átján ákæruliðir af fjörutíu. Eftir standa þá tuttugu og tveir ákæruliðir sem taldir eru hæfir til dómtöku. Ákærendum svo gefinn kostur á að tjá sig um þetta málefni í aukaþinghaldi tólfta september næstkomandi. Lögmenn sakborninganna vildu ekkert tjá sig um málið í dag. Sigurður Líndal, prófessor, segir að þetta sé afar óheppilegt fyrir ákæruvaldið. Því þarna virðist vera um svo bersýnilega anmarka, ræða að ekki verði bætt úr undir rekstri málsins. Sigurður sagði þó að sjálfsögðu er rétt að bíða með ákveðnar yfirlýsingar þar til ákæruvaldið hefur tjáð sig um málið. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, segir það afar þýðingarmikið fyrir ákærvaldið að fá tækifæri til að skýra atvikin. Ef dómurinn er enn á því að atvik séu ekki nægilega skýr, gefst ákæruvaldi kostur á að koma með endurbætta lýsingu. Jón vildi þó engu spá um hvað dómurinn gerði í framhaldinu. Hann sagði málið ekki vera vandræðalegt fyrir ákæruvaldið, það væri í heild sinni gríðarlega flókið og umfangsmikið og reyndi á atvik sem ekki hefur reynt á áður. Það sé því ekkert óeðlilegt við að dómurinn fari þessa leið. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur telur að slíkir annmarkar séu á ákærunum á hendur sexmenningunum í Baugsmálinu, að líklega verði átján ákæruliðum af fjörutíu vísað frá dómi. Dómurinn boðar aukaþinghald tólfta september til þess að gefa ákæruvaldinu kost á að tjá sig um málið. Fréttastofan hefur undir höndum samrit sem Héraðsdómur Reykjavíkur sendi málsaðilum hinn tuttugasta og sjötta ágúst síðastliðinn. Þar er orðum einkum beint til ákæruvaldsins. Athygli ákæruvaldsins er vakin á því að dómendur Héraðsdóms álíti að slíkir anmarkar kunni að vera á ákærunni að ekki verði hægt að bæta þá undir rekstri málsins og að dómur verði því ekki kveðin upp um efni þess. Þarna er um að ræða samtals átján ákæruliði. Þeir eru meðal annars í öðrum kafla þar sem er að finna ákærurnar á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni og Jóhannesi Jóhannessyni, um umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi hf. Í þriðja kafla er meðal annars að finna ákærur á hendur Jóni Ásgeiri þar sem honum er gefinn að sök fjárdráttur og eða umboðssvik. Í fjórða kafla eru ákærur á hendur Jóni Ásgeiri, Tryggva og Kristínu Jóhannesdóttur þar sem þeim er gefinn að sök fjárdráttur og eða umboðssvik, auk annars. Ýmsir aðrir ákæruliðir eru tíndir til, og í öllum þessum tilfellum telur héraðsdómur að slíkir vankantar séu á ákærunni að yfirgnæfandi líkur séu á að þeim verði vísað frá. Þetta eru átján ákæruliðir af fjörutíu. Eftir standa þá tuttugu og tveir ákæruliðir sem taldir eru hæfir til dómtöku. Ákærendum svo gefinn kostur á að tjá sig um þetta málefni í aukaþinghaldi tólfta september næstkomandi. Lögmenn sakborninganna vildu ekkert tjá sig um málið í dag. Sigurður Líndal, prófessor, segir að þetta sé afar óheppilegt fyrir ákæruvaldið. Því þarna virðist vera um svo bersýnilega anmarka, ræða að ekki verði bætt úr undir rekstri málsins. Sigurður sagði þó að sjálfsögðu er rétt að bíða með ákveðnar yfirlýsingar þar til ákæruvaldið hefur tjáð sig um málið. Jón H.B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, segir það afar þýðingarmikið fyrir ákærvaldið að fá tækifæri til að skýra atvikin. Ef dómurinn er enn á því að atvik séu ekki nægilega skýr, gefst ákæruvaldi kostur á að koma með endurbætta lýsingu. Jón vildi þó engu spá um hvað dómurinn gerði í framhaldinu. Hann sagði málið ekki vera vandræðalegt fyrir ákæruvaldið, það væri í heild sinni gríðarlega flókið og umfangsmikið og reyndi á atvik sem ekki hefur reynt á áður. Það sé því ekkert óeðlilegt við að dómurinn fari þessa leið.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Erlent Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Sjá meira