Slökktu tvo elda í morgun 4. september 2005 00:01 Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálfsjö í morgun vegna bruna í atvinnuhúsnæði við Fiskislóð í Reykjavík. Einnig þurfti að slökkva eld við Melabúðina á þriðja tímanum í nótt. Þegar slökkviliðið kom á staðinn við Fiskislóð 45 leit út fyrir að um stórbruna væri að ræða. Þykkan, svartan reyk lagði frá húsinu og út um þakskeggið og vegfarandinn sem hringdi í neyðarlínuna kvaðst hafa heyrt sprengingar innan úr húsnæðinu. Engin starfsemi er í húsnæðinu eins og er, það er bara einn geimur að hluta til á tveimur hæðum og það gerði það að verkum að reykkafararnir þurftu að æða inn í mökkinn í leit að eldinum og eldsmatnum. Björn Björnsson, stöðvarstjóri hjá slökkviliðinu, sagði aðspurður að eldur hefði logað í bíl innst inni í húsinu en ekki væri ljóst hvernig kviknað hefði í honum. Aðspurður um tjónið sagði Björn það gríðarlegt, aðallega vegna reyks. Eigandi hússins er fyrirtækið Fiskislóð ehf. Það keypti húsnæðið um áramót og hefur verið að breyta því í verslunar- og þjónustuhúsnæði. Björn Einarsson, einn eigenda hússins, segir að til hafi staðið að skipta húsinu upp í minni brunahólf en verið væri að samþykkja teikningar þar að lútandi. Spurður um tjónið sagðist Björn ekki vita mikið um það þar sem hann hefði ekki getað farið inn í húsið vegna reyksins. Aðspurður hvort hann væri vel tryggður sagðist hann reikna með því að tryggingar væru í lagi. Og slökkviliðið þurfti að sinna fleiru í nótt, því það var kallað út að Melabúðinni í Reykjavík á þriðja tímanum. Þar logaði eldur í kassageymslu, en ekki er innangengt í verslunina úr henni. Vel gekk að slökkva eldinn, en nokkur reykur barst með lögnum inn í verslunina. Starfsfólk þreif og ræsti það allt saman í morgun og var verslunin opnuð á hádegi eins og ekkert hefði í skorist. Rannsókn á eldsupptökum á báðum stöðum er í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík og að hennar sögn er ekkert hægt að segja um það enn hvernig eldarnir kviknuðu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálfsjö í morgun vegna bruna í atvinnuhúsnæði við Fiskislóð í Reykjavík. Einnig þurfti að slökkva eld við Melabúðina á þriðja tímanum í nótt. Þegar slökkviliðið kom á staðinn við Fiskislóð 45 leit út fyrir að um stórbruna væri að ræða. Þykkan, svartan reyk lagði frá húsinu og út um þakskeggið og vegfarandinn sem hringdi í neyðarlínuna kvaðst hafa heyrt sprengingar innan úr húsnæðinu. Engin starfsemi er í húsnæðinu eins og er, það er bara einn geimur að hluta til á tveimur hæðum og það gerði það að verkum að reykkafararnir þurftu að æða inn í mökkinn í leit að eldinum og eldsmatnum. Björn Björnsson, stöðvarstjóri hjá slökkviliðinu, sagði aðspurður að eldur hefði logað í bíl innst inni í húsinu en ekki væri ljóst hvernig kviknað hefði í honum. Aðspurður um tjónið sagði Björn það gríðarlegt, aðallega vegna reyks. Eigandi hússins er fyrirtækið Fiskislóð ehf. Það keypti húsnæðið um áramót og hefur verið að breyta því í verslunar- og þjónustuhúsnæði. Björn Einarsson, einn eigenda hússins, segir að til hafi staðið að skipta húsinu upp í minni brunahólf en verið væri að samþykkja teikningar þar að lútandi. Spurður um tjónið sagðist Björn ekki vita mikið um það þar sem hann hefði ekki getað farið inn í húsið vegna reyksins. Aðspurður hvort hann væri vel tryggður sagðist hann reikna með því að tryggingar væru í lagi. Og slökkviliðið þurfti að sinna fleiru í nótt, því það var kallað út að Melabúðinni í Reykjavík á þriðja tímanum. Þar logaði eldur í kassageymslu, en ekki er innangengt í verslunina úr henni. Vel gekk að slökkva eldinn, en nokkur reykur barst með lögnum inn í verslunina. Starfsfólk þreif og ræsti það allt saman í morgun og var verslunin opnuð á hádegi eins og ekkert hefði í skorist. Rannsókn á eldsupptökum á báðum stöðum er í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík og að hennar sögn er ekkert hægt að segja um það enn hvernig eldarnir kviknuðu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira