Hafi keypt flöskur í Póllandi 30. ágúst 2005 00:01 Litháinn sem flutti tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins neitar því alfarið að hafa vitað um sýruna. Hann hafi keypt flöskurnar á útimarkaði í Póllandi og komið hingað til lands eingöngu til að hitta ástmey sína. Verjandi mannsins gagnrýnir rannsóknargögn málsins. Litháinn, sem er 37 ára gamall, var að koma til landsins í fjórða sinn. Hann var handtekinn í Leifsstöð fyrir viku þar sem hann flutti með sér tvær áfengisflöskur sem innihéldu brennisteinssýru. Í aðalmeðferð málsins í morgun sagðist maðurinn hafa keypt flöskurnar á götumarkaði í Póllandi, en hann var á leið með rútu frá Litháen til Þýskalands. Hann segist ekki hafa vitað að um brennisteinssýru hafi verið að ræða þegar hann keypti flöskurnar - hann hafi einungis ætlað að kaupa sér áfengi. Fram kom fyrir dómnum að maðurinn hafi ætlað að hitta litháíska ástkonu sína hér á landi, en konan býr í London og eru þau bæði gift. Þetta er í fjórða skiptið sem maðurinn kemur til Íslands og fyrir dómi bar hann að hingað kæmi hann til að slaka á og fara í frí, en hann segist starfa við innflutning bíla frá Þýskalandi. Hann býr í bænum Kaunas í Litháen, en þar bjó einnig Vaidas Jusevicius, sem fannst látinn í höfninni í Neskaupsstað, auk fleiri Litháa sem hafa verið handteknir hér á landi í tengslum við fíkniefnainnflutning. Í máli ákæruvaldsins kom fram að sterkar líkur væru á því að maðurinn tengdist alþjóðlegri glæpastarfsemi og er krafist hámarksrefsingar yfir honum. Verjandi mannsins, Guðrún Sesselja Arnardóttir, sagði skýringar hans eðlilegar. Hún gagnrýndi harðlega rannsókn á innihaldi flasknanna og sagði ekki fullsannað að um brennisteinssýru væri að ræða þar sem rannsaka hefði þurft innihaldið betur til að fá fram óyggjandi sönnun. Hún sagði einnig að sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli hefði rekið málið í fjölmiðlum og að það hefði skaðað málið. Dómur verður kveðinn upp í málinu á morgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Litháinn sem flutti tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins neitar því alfarið að hafa vitað um sýruna. Hann hafi keypt flöskurnar á útimarkaði í Póllandi og komið hingað til lands eingöngu til að hitta ástmey sína. Verjandi mannsins gagnrýnir rannsóknargögn málsins. Litháinn, sem er 37 ára gamall, var að koma til landsins í fjórða sinn. Hann var handtekinn í Leifsstöð fyrir viku þar sem hann flutti með sér tvær áfengisflöskur sem innihéldu brennisteinssýru. Í aðalmeðferð málsins í morgun sagðist maðurinn hafa keypt flöskurnar á götumarkaði í Póllandi, en hann var á leið með rútu frá Litháen til Þýskalands. Hann segist ekki hafa vitað að um brennisteinssýru hafi verið að ræða þegar hann keypti flöskurnar - hann hafi einungis ætlað að kaupa sér áfengi. Fram kom fyrir dómnum að maðurinn hafi ætlað að hitta litháíska ástkonu sína hér á landi, en konan býr í London og eru þau bæði gift. Þetta er í fjórða skiptið sem maðurinn kemur til Íslands og fyrir dómi bar hann að hingað kæmi hann til að slaka á og fara í frí, en hann segist starfa við innflutning bíla frá Þýskalandi. Hann býr í bænum Kaunas í Litháen, en þar bjó einnig Vaidas Jusevicius, sem fannst látinn í höfninni í Neskaupsstað, auk fleiri Litháa sem hafa verið handteknir hér á landi í tengslum við fíkniefnainnflutning. Í máli ákæruvaldsins kom fram að sterkar líkur væru á því að maðurinn tengdist alþjóðlegri glæpastarfsemi og er krafist hámarksrefsingar yfir honum. Verjandi mannsins, Guðrún Sesselja Arnardóttir, sagði skýringar hans eðlilegar. Hún gagnrýndi harðlega rannsókn á innihaldi flasknanna og sagði ekki fullsannað að um brennisteinssýru væri að ræða þar sem rannsaka hefði þurft innihaldið betur til að fá fram óyggjandi sönnun. Hún sagði einnig að sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli hefði rekið málið í fjölmiðlum og að það hefði skaðað málið. Dómur verður kveðinn upp í málinu á morgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira