Viðskipti innlent

Væntingavísitala ekki hærri í 2 ár

Væntingavísitala Gallup var birt í morgun og hefur ekki mælst hærri frá því í maí árið 2003. Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að neytendur telja stöðu efnahagsmála betri nú en áður og horfur vænlegri. Mat neytenda á atvinnuástandinu hækkaði mest en atvinnuleysi mælist nú um 2% og kaupmáttur er vaxandi. Þrátt fyrir þetta telja lítillega fleiri að efnahagsástandið verði verra eftir hálft ár en að það verði betra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×