Nema land á fíkniefnamarkaði hér 28. ágúst 2005 00:01 Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi segir tilraun Litháa til að smygla hingað til lands brennisteinssýru vísbendingu um að erlendir glæpamenn kunni að vera að reyna að flytja þekkingu sína hingað til lands. Sýran er meðal annars notuð til framleiðslu amfetamíns og amfetamínafbrigða á borð við e-töflur. "Einstaklingar hafa verið að gera þetta að eigin frumkvæði í heimahúsum, en nú er vöknuð spurning um hvort menn eru að flytja á skipulegan hátt inn til Íslands þekkingu sem þeir hafa þróað á sínum heimaslóðum," segir Þórarinn og bætir við að ýmislegt bendi til að erlendir glæpamenn renni hýru auga til fíkniefnamarkaðarins hér. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir lögreglu hafa undirbúið sig til að takast í auknum mæli á við skipulagða glæpastarfsemi og vísar til starfshópa á vegum lögreglu og tollgæslu sem farið hafi yfir löggjöf og skoðað hvar bæta mætti úr. Hann segir smygltilraun Litháans ekki eina og og sér kalla á breytt vinnubrögð, þó svo hún bendi vissulega til aðkomu alþjóðlegra glæpasamtaka. "Ég held að löggæslumenn séu almennt meðvitaðir um þessa þróun. Þessi erlendu burðardýr sem við höfum verið að glíma við um hartnær þriggja ára skeið voru kannski fyrsta vísbendingin sem við fengum um að þessir glæpahópar væru að skipuleggja sig betur," segir hann og bætir við að burðardýrin komi frá fjölda þjóðlanda. "Hins vegar má segja að þrátt fyrir að amfetamínframleiðsla hafi verið reynd hér, þá er þetta, eftir því sem ég best veit, í fyrsta skipti sem við höfum mjög sterka vísbendingu um að sú framleiðsla tengist erlendum aðilum." Þá segir hann að ekki þurfi að koma á óvart hvers lenskur maðurinn er. "Við vitum að Eystrasaltsríkin eru orðin einn stærsti framleiðandi e-taflna og amfetamíns í Evrópu." Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, segir ekki hægt að finna út framleiðslustað amfetamíns með efnagreiningu. "En hins vegar er hægt að greina frá hvaða verksmiðju efnið kemur, en það segir ekkert til um í hvaða landi það er framleitt," segir hann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi segir tilraun Litháa til að smygla hingað til lands brennisteinssýru vísbendingu um að erlendir glæpamenn kunni að vera að reyna að flytja þekkingu sína hingað til lands. Sýran er meðal annars notuð til framleiðslu amfetamíns og amfetamínafbrigða á borð við e-töflur. "Einstaklingar hafa verið að gera þetta að eigin frumkvæði í heimahúsum, en nú er vöknuð spurning um hvort menn eru að flytja á skipulegan hátt inn til Íslands þekkingu sem þeir hafa þróað á sínum heimaslóðum," segir Þórarinn og bætir við að ýmislegt bendi til að erlendir glæpamenn renni hýru auga til fíkniefnamarkaðarins hér. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir lögreglu hafa undirbúið sig til að takast í auknum mæli á við skipulagða glæpastarfsemi og vísar til starfshópa á vegum lögreglu og tollgæslu sem farið hafi yfir löggjöf og skoðað hvar bæta mætti úr. Hann segir smygltilraun Litháans ekki eina og og sér kalla á breytt vinnubrögð, þó svo hún bendi vissulega til aðkomu alþjóðlegra glæpasamtaka. "Ég held að löggæslumenn séu almennt meðvitaðir um þessa þróun. Þessi erlendu burðardýr sem við höfum verið að glíma við um hartnær þriggja ára skeið voru kannski fyrsta vísbendingin sem við fengum um að þessir glæpahópar væru að skipuleggja sig betur," segir hann og bætir við að burðardýrin komi frá fjölda þjóðlanda. "Hins vegar má segja að þrátt fyrir að amfetamínframleiðsla hafi verið reynd hér, þá er þetta, eftir því sem ég best veit, í fyrsta skipti sem við höfum mjög sterka vísbendingu um að sú framleiðsla tengist erlendum aðilum." Þá segir hann að ekki þurfi að koma á óvart hvers lenskur maðurinn er. "Við vitum að Eystrasaltsríkin eru orðin einn stærsti framleiðandi e-taflna og amfetamíns í Evrópu." Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, segir ekki hægt að finna út framleiðslustað amfetamíns með efnagreiningu. "En hins vegar er hægt að greina frá hvaða verksmiðju efnið kemur, en það segir ekkert til um í hvaða landi það er framleitt," segir hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira