Sakar lögfræðing um ærumeiðingar 25. ágúst 2005 00:01 Fasteignasali í Reykjavík hefur kært lögfræðing Húseigendafélagsins til Ríkislögreglustjóra fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs. Kæran kemur í kjölfar kæru Húseigendafélagsins á hendur fasteignasalanum fyrir að misnota aðstöðu sína og selja syni sínum íbúð í Hlíðunum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var birt viðtal við lögfræðing Húseigendafélagsins, Hrund Kristinsdóttur, sem sagði meðal annars að meint brot fasteignasalans eða sala á íbúð í Hlíðunum til sonar síns, væri grófasta brot sinnar tegundar sem borist hefði félaginu og að viðurlög gætu numið fangselsisvist, sektargreiðslum auk starfsleyfismissis. Málið hefur verið kært til eftirlitsnefndar Félags fasteignasala. Í kæru til Ríkislögreglustjóra frá fasteignasalanum segir að lögfræðingur Húseigendafélagsins hafi með umfjöllun sinni í fréttum Stöðvar2 vegið að starfsheiðri fasteignasalans með ósæmilegum og meiðandi hætti. Lögfræðingurin hafi brotið á grófan hátt gegn betri vitund eða á gálausan hátt gegn hegningarlögum og bakað sér ófyrirséð tjón á æru og heiðri auk annars fjárhagslegs og ófjárhagslegs tjóns. Opinberrar rannsóknar er krafist og útgáfu opinberrar kæru. Komi til útgáfu opinberrar kæru þá áskilur fasteignasalinn sér rétt til að koma að bótakröfum í því máli. Enn fremur óskar hann eftir rannsókn á umfjöllun um eiginmann sinn í frétt Stöðvar 2 í gær og þær sakir sem á hann voru þar bornar. Eiginmaður fasteignasalans situr í stjórn Fasteignasölunnar og var fyrr á árinu dæmdur í sjö mánaða fangelsi í héraðsdómi, meðal annars fyrir fjárdrátt og skjalafals. Formaður Húseigendafélagins, Sigurður Helgi Guðjónsson, segir félagið hafa komi að málinu með sama hætti og í mýmörgum öðrum málum sem því berist. Málið liggi fyrir og Húseigendafélagið geti staðið á öllu því sem fram kom í fréttum Stöðvar2 í gærkvöld. Kæra fasteignasalans beri vott um örvæntingarfullar tilraunir til að drepa málinu á dreif. Fasteignasalinn vildi ekki koma í viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað í dag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Fasteignasali í Reykjavík hefur kært lögfræðing Húseigendafélagsins til Ríkislögreglustjóra fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs. Kæran kemur í kjölfar kæru Húseigendafélagsins á hendur fasteignasalanum fyrir að misnota aðstöðu sína og selja syni sínum íbúð í Hlíðunum. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var birt viðtal við lögfræðing Húseigendafélagsins, Hrund Kristinsdóttur, sem sagði meðal annars að meint brot fasteignasalans eða sala á íbúð í Hlíðunum til sonar síns, væri grófasta brot sinnar tegundar sem borist hefði félaginu og að viðurlög gætu numið fangselsisvist, sektargreiðslum auk starfsleyfismissis. Málið hefur verið kært til eftirlitsnefndar Félags fasteignasala. Í kæru til Ríkislögreglustjóra frá fasteignasalanum segir að lögfræðingur Húseigendafélagsins hafi með umfjöllun sinni í fréttum Stöðvar2 vegið að starfsheiðri fasteignasalans með ósæmilegum og meiðandi hætti. Lögfræðingurin hafi brotið á grófan hátt gegn betri vitund eða á gálausan hátt gegn hegningarlögum og bakað sér ófyrirséð tjón á æru og heiðri auk annars fjárhagslegs og ófjárhagslegs tjóns. Opinberrar rannsóknar er krafist og útgáfu opinberrar kæru. Komi til útgáfu opinberrar kæru þá áskilur fasteignasalinn sér rétt til að koma að bótakröfum í því máli. Enn fremur óskar hann eftir rannsókn á umfjöllun um eiginmann sinn í frétt Stöðvar 2 í gær og þær sakir sem á hann voru þar bornar. Eiginmaður fasteignasalans situr í stjórn Fasteignasölunnar og var fyrr á árinu dæmdur í sjö mánaða fangelsi í héraðsdómi, meðal annars fyrir fjárdrátt og skjalafals. Formaður Húseigendafélagins, Sigurður Helgi Guðjónsson, segir félagið hafa komi að málinu með sama hætti og í mýmörgum öðrum málum sem því berist. Málið liggi fyrir og Húseigendafélagið geti staðið á öllu því sem fram kom í fréttum Stöðvar2 í gærkvöld. Kæra fasteignasalans beri vott um örvæntingarfullar tilraunir til að drepa málinu á dreif. Fasteignasalinn vildi ekki koma í viðtal vegna málsins þegar eftir því var leitað í dag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent