Sport

Tveir toppslagir í neðri deildunum

Í kvöld fara fram tveir toppslagir í fyrstu og annarri deild karla. Á Kópavogsvelli klukkan 18.30 mætast Breiðablik og Víkingur R. annars vegar og þá mætast Stjarnan og Leiknir í Garðabænum í uppgjöri toppliðanna í annarri deildinni á sama tíma hins vegar. Blikar þurfa einungis eitt stig til viðbótar til að tryggja sér sigur í fyrstu deildinni en Víkingar eiga í harðri samkeppni við KA um annað sætið og mega varla við að tapa stigum, ætli sér að tryggja sér sæti í Landsbankadeildinni að ári. Lið KA eru aðeins tveimur stigum á eftir Víkingum og tapi þeir síðarnefndu fyrir Blikum í kvöld getur KA komið sér upp fyrir þá með sigri á HK á morgun. Í 2. deildinni tróna Leiknir og Stjarnan á toppi deildarinnar með 31 og 30 stig. Fimm stig eru í Njarðvík, liðið í þriðja sæti, og er því staða liðanna nokkuð góð þegar þrjár umferðir eru óleiknar. Það veltir þó mikið á úrslitum leiksins í kvöld en hvorugt liðið vill eiga það á hættu að missa hitt fram úr sér og sogast niður í baráttuna um annað sætið.
Leiknismenn geta trýggt sér farseðilinn í 1. deild með sigri í kvöld.MYND/Leiknir.com



Fleiri fréttir

Sjá meira


×