Aron til landsins í næstu viku

Aron Pálmi Ágústsson, sem setið hefur í fangelsi í Texas síðustu átta ár, er væntanlegur til landsins í næstu viku. Fréttastofan ræddi við Aron Pálma í morgun. Stuðningshópur Arons Pálma Ágústssonar hefur unnið ötullega að því að fá hann sendan heim til Íslands, en síðustu ár hefur hann setið í stofufangelsi með öryggissendi sem festur er um fót hans. Aron Pálmi sagðist hlakka mikið til að koma til Íslands. Það hafi komið sér mjög ánægjulega á óvart að heyra að mál hans biði afgreiðslu ríkisstjórans í Texas. Hann hefði verið orðinn langeygur eftir lausn málsins. Hann hefði beðið í átta ár eftir lausn sinna mála og það hefði verið óraunverulegt þegar hann heyrði fréttirnar. Hann hlakki mikið til að komast til Íslands.