
Innlent
Vont ferðaveður á Austurlandi
Mjög vont ferðaveður er nú á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs og hefur veðurstofan sent úr stormviðvörun. Þar er nú mikið rok og sviptivindasamt, en vegna veðursins var mikið um grjóthrun í Hvalnes- og Þvottaskriðum á milli Djúpavogs og Hafnar í nótt. Að sögn lögreglunnar á Höfn er enn þá vont ferðaveður og vill lögreglan hvetja ökumenn til að fara varlega. Hún segir að varhugavert sé að fara þessa leið á húsbílum eða með fellihýsi í eftirdragi.