Óskoðaður og ótryggður 23. ágúst 2005 00:01 Eigandi vörubílsins sem skall saman við strætisvagn í Reykjavík á föstudag hafði ekki mætt með bifreiðina í skoðun né höfðu lögbundnar tryggingar verið greiddar af honum. Í slysinu slasaðist strætisvagnabílstjóri alvarlega og missti báða fótleggi neðan við hné. Helgi Aðalsteinsson, eigandi og ökumaður vörubílsins, segir að hann hafi átt að mæta með bílinn til skoðunar í maí en hafi haft frest fram til 1. ágúst og því hafi bíllinn verið komin fram yfir skoðunartíma. Þá hafi hann ekki greitt lögbundnar ökutækjatryggingar af bílnum en hafi kippt því í lag strax í kjölfar slyssins. Hann hitti strætisvagnabílstjórann þar sem hann dvelur á sjúkrahúsi á sunnudaginn. "Hann tók mér ljómandi vel. Hann er kunningi minn og það er skylda mín að tala við hann. Auðvitað var þetta óþægilegt en mér fannst þetta nauðsynlegt og ég ætla að hitta hann aftur og vonandi sem fyrst," segir Helgi. Helgi segist ekki hafa keyrt yfir á rauðu ljósi. "Ég var búinn að keyra á grænu ljósi yfir öll gatnamótin á undan og það er þannig að um er að ræða samstillt ljós þannig það getur ekki hafa verið rautt ljós en vissulega ók ég hraðar en leyfilegt er. Það var hins vegar svo að strætisvagninn var á mikilli ferð og það er því ekki rétt sem kemur fram í Morgunblaðinu að strætisvagninn hafi verið nýlagður af stað á grænu ljósi," segir Helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Frumherja eru bílar ólöglegir hafi þeir farið fram yfir skoðunartíma. Hjá tryggingafélögunum fengust þær upplýsingar að þeim sem ekki greiða tryggingar af ökutækjum er sent lögreglubréf í viðkomandi umdæmi. Eftir fjórar vikur fellur lögboðin trygging svo niður. Meginreglan er sú að tjónþolar fá tjón sem þeir verða fyrir bætt óháð öðrum forsendum. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Eigandi vörubílsins sem skall saman við strætisvagn í Reykjavík á föstudag hafði ekki mætt með bifreiðina í skoðun né höfðu lögbundnar tryggingar verið greiddar af honum. Í slysinu slasaðist strætisvagnabílstjóri alvarlega og missti báða fótleggi neðan við hné. Helgi Aðalsteinsson, eigandi og ökumaður vörubílsins, segir að hann hafi átt að mæta með bílinn til skoðunar í maí en hafi haft frest fram til 1. ágúst og því hafi bíllinn verið komin fram yfir skoðunartíma. Þá hafi hann ekki greitt lögbundnar ökutækjatryggingar af bílnum en hafi kippt því í lag strax í kjölfar slyssins. Hann hitti strætisvagnabílstjórann þar sem hann dvelur á sjúkrahúsi á sunnudaginn. "Hann tók mér ljómandi vel. Hann er kunningi minn og það er skylda mín að tala við hann. Auðvitað var þetta óþægilegt en mér fannst þetta nauðsynlegt og ég ætla að hitta hann aftur og vonandi sem fyrst," segir Helgi. Helgi segist ekki hafa keyrt yfir á rauðu ljósi. "Ég var búinn að keyra á grænu ljósi yfir öll gatnamótin á undan og það er þannig að um er að ræða samstillt ljós þannig það getur ekki hafa verið rautt ljós en vissulega ók ég hraðar en leyfilegt er. Það var hins vegar svo að strætisvagninn var á mikilli ferð og það er því ekki rétt sem kemur fram í Morgunblaðinu að strætisvagninn hafi verið nýlagður af stað á grænu ljósi," segir Helgi. Samkvæmt upplýsingum frá Frumherja eru bílar ólöglegir hafi þeir farið fram yfir skoðunartíma. Hjá tryggingafélögunum fengust þær upplýsingar að þeim sem ekki greiða tryggingar af ökutækjum er sent lögreglubréf í viðkomandi umdæmi. Eftir fjórar vikur fellur lögboðin trygging svo niður. Meginreglan er sú að tjónþolar fá tjón sem þeir verða fyrir bætt óháð öðrum forsendum. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Reykjavík.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira