Fjárskortur tefur rannsókn 23. ágúst 2005 00:01 Dráttur stjórnvalda á afgreiðslu fjárveitingar upp á eina og hálfa milljón króna hefur hamlað því að rannsókn á hugsanlegri fuglaflensu í alifuglum og vatnafuglum geti hafist. Embætti yfirdýralæknis sótti um fjárveitinguna til að hrinda rannsókninni af stað í maí síðastliðnum. Enn bólar ekkert á henni. "Það er þörf á að kanna ástandið í fuglum hér, bæði villtum fuglum og alifuglum," segir Jarle Reiersen, sérfræðingur í fuglasmitsjúkdómum. "En það hefur verið eitthvað stirt í að finna fjármuni þessa. Mér skilst þó að þetta sé að leysast þannig að við getum gert þetta. Með slíkri rannsókn er hægt að kortleggja stöðuna hér og fínslípa þær aðgerðir sem við þurfum að grípa til. Við hefjum þessa rannsókn um leið og fjármunir eru fyrir hendi. Það liggur auðvitað á að hraða henni í ljósi þess sem er að gerast erlendis." Ýmsar Evrópuþjóðir, til að mynda Hollendingar, Bretar og Þjóðverjar óttast nú svo mjög fuglaflensuna að þeir hafa þegar gripið til eða eru að undirbúa varnaraðgerðir gegn henni. "Með farfuglum dreifist flensan vestur eftir og þá er áhyggjuefni hvernig staðan verður hjá okkur," segir Jarle. "Þeir koma þó ekki hingað á þessum tíma árs. Hænsfuglar í lausagöngu utan dyra eru miklu móttækilegri fyrir alls konar smiti sem berst með farfuglum. Með því að hafa smitvarnir í lagi og fugla innan dyra þá er sú hætta takmörkuð eins og kostur er. Hér á landi eru langflestir alifuglar haldnir innan dyra. Það eru einungis landnámshænur, aliendur og slíkir fuglar sem eru utan dyra." Jarle segir að smitvarnir hér séu í góðu lagi eftir að herferðina gegn kamfýlóbakter. Þá lög og reglur um innflutning dýra og kjöts við að standa gegn almennum smitsjúkdómum. "Það verður tekið á þessu máli í heild," segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um fjárveitinguna og vísar til starfandi ráðherranefndar um varnir gegn fuglaflensu."Það koma engir farfuglar í haust, en viðbúnaður þarf að vera klár þegar þeir fara að koma næsta vor." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Dráttur stjórnvalda á afgreiðslu fjárveitingar upp á eina og hálfa milljón króna hefur hamlað því að rannsókn á hugsanlegri fuglaflensu í alifuglum og vatnafuglum geti hafist. Embætti yfirdýralæknis sótti um fjárveitinguna til að hrinda rannsókninni af stað í maí síðastliðnum. Enn bólar ekkert á henni. "Það er þörf á að kanna ástandið í fuglum hér, bæði villtum fuglum og alifuglum," segir Jarle Reiersen, sérfræðingur í fuglasmitsjúkdómum. "En það hefur verið eitthvað stirt í að finna fjármuni þessa. Mér skilst þó að þetta sé að leysast þannig að við getum gert þetta. Með slíkri rannsókn er hægt að kortleggja stöðuna hér og fínslípa þær aðgerðir sem við þurfum að grípa til. Við hefjum þessa rannsókn um leið og fjármunir eru fyrir hendi. Það liggur auðvitað á að hraða henni í ljósi þess sem er að gerast erlendis." Ýmsar Evrópuþjóðir, til að mynda Hollendingar, Bretar og Þjóðverjar óttast nú svo mjög fuglaflensuna að þeir hafa þegar gripið til eða eru að undirbúa varnaraðgerðir gegn henni. "Með farfuglum dreifist flensan vestur eftir og þá er áhyggjuefni hvernig staðan verður hjá okkur," segir Jarle. "Þeir koma þó ekki hingað á þessum tíma árs. Hænsfuglar í lausagöngu utan dyra eru miklu móttækilegri fyrir alls konar smiti sem berst með farfuglum. Með því að hafa smitvarnir í lagi og fugla innan dyra þá er sú hætta takmörkuð eins og kostur er. Hér á landi eru langflestir alifuglar haldnir innan dyra. Það eru einungis landnámshænur, aliendur og slíkir fuglar sem eru utan dyra." Jarle segir að smitvarnir hér séu í góðu lagi eftir að herferðina gegn kamfýlóbakter. Þá lög og reglur um innflutning dýra og kjöts við að standa gegn almennum smitsjúkdómum. "Það verður tekið á þessu máli í heild," segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir um fjárveitinguna og vísar til starfandi ráðherranefndar um varnir gegn fuglaflensu."Það koma engir farfuglar í haust, en viðbúnaður þarf að vera klár þegar þeir fara að koma næsta vor."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira