Stunginn í bakið á róstusamri nótt 21. ágúst 2005 00:01 Piltur um tvítugt var stunginn í bakið í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt, skömmu eftir að dagskrá Menningarnætur lauk. Árásarmaðurinn, sem er á svipuðum aldri, náðist skammt frá og var handtekinn. Pilturinn sem varð fyrir árás særðist alvarlega og var þegar færður á sjúkrahús og gekkst undir aðgerð. Hann var kominn úr öndunarvél síðdegis í gær og ástand hans er stöðugt. Ekki lá fyrir í gær hvað ástæður voru að baki hnífsstungunni en að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns stóðu skýrslutökur yfir og von til að málið skýrðist fljótt. Geir Jón segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni hafa komið að góðu gagni. "Við gátum séð í beinni útsendingu hvað var að gerast og fylgt árásarmanninum eftir." Hnífstungan var alvarlegasta atvikið í fyrrinótt en mikið var um átök og læti. "Nóttin var nokkuð strembin. Hátíðin gekk alveg frábærlega vel og þar voru engin slys," segir Geir Jón og bætir við að eftir að fjölskyldufólk hafi farið heim úr bænum hafi stemningin breyst. "Það var nokkuð stór hópur sem var með erfiðleika," segir Geir Jón. Töluverðar hópamyndanir voru á nokkrum stöðum í miðborginni þar sem fólk tókst á. "Lögreglumenn sem ég hef rætt við sögðu að það áttaði sig enginn á því hver ástæðan væri, þetta væri einhver pirringur sem leystist út læðingi." Hann segir ekki liggja ljóst fyrir hvers vegna til svo útbreiddra átaka hafi komið, þrátt fyrir að flestir hafi verið til fyrirmyndar, en tvennt kunni að hafa haft áhrif. "Þetta er síðasta helgin áður en skólarnir byrja, sumarvinnunni lokið og búið að gera upp. Sumir telja sig geta leyft sér hvað sem er." Að auki setji rigning og kuldi strik í reikninginn. Hann segir að þeir sem hafi haft sig mest í frammi séu krakkar sem lögreglan verði alla jafna ekki vör við í bænum. Um 80 til 90 þúsund manns voru í bænum á Menningarnótt og segir Geir Jón að það hafi tekið eina og hálfa klukkustund að koma umferðinni í eðlilegt horf. Þá hafi strætisvagnar farið fullir úr miðborginni fram á nótt og langar raðir verið eftir leigubílum. Búið var að hreinsa til í miðborginni um hádegi í gær. Þegar hreinsunarsveitir mættu til vinnu voru enn margir að skemmta sér en þeir voru flestir farnir um átta í gærmorgun. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Piltur um tvítugt var stunginn í bakið í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt, skömmu eftir að dagskrá Menningarnætur lauk. Árásarmaðurinn, sem er á svipuðum aldri, náðist skammt frá og var handtekinn. Pilturinn sem varð fyrir árás særðist alvarlega og var þegar færður á sjúkrahús og gekkst undir aðgerð. Hann var kominn úr öndunarvél síðdegis í gær og ástand hans er stöðugt. Ekki lá fyrir í gær hvað ástæður voru að baki hnífsstungunni en að sögn Geirs Jóns Þórissonar yfirlögregluþjóns stóðu skýrslutökur yfir og von til að málið skýrðist fljótt. Geir Jón segir eftirlitsmyndavélar í miðborginni hafa komið að góðu gagni. "Við gátum séð í beinni útsendingu hvað var að gerast og fylgt árásarmanninum eftir." Hnífstungan var alvarlegasta atvikið í fyrrinótt en mikið var um átök og læti. "Nóttin var nokkuð strembin. Hátíðin gekk alveg frábærlega vel og þar voru engin slys," segir Geir Jón og bætir við að eftir að fjölskyldufólk hafi farið heim úr bænum hafi stemningin breyst. "Það var nokkuð stór hópur sem var með erfiðleika," segir Geir Jón. Töluverðar hópamyndanir voru á nokkrum stöðum í miðborginni þar sem fólk tókst á. "Lögreglumenn sem ég hef rætt við sögðu að það áttaði sig enginn á því hver ástæðan væri, þetta væri einhver pirringur sem leystist út læðingi." Hann segir ekki liggja ljóst fyrir hvers vegna til svo útbreiddra átaka hafi komið, þrátt fyrir að flestir hafi verið til fyrirmyndar, en tvennt kunni að hafa haft áhrif. "Þetta er síðasta helgin áður en skólarnir byrja, sumarvinnunni lokið og búið að gera upp. Sumir telja sig geta leyft sér hvað sem er." Að auki setji rigning og kuldi strik í reikninginn. Hann segir að þeir sem hafi haft sig mest í frammi séu krakkar sem lögreglan verði alla jafna ekki vör við í bænum. Um 80 til 90 þúsund manns voru í bænum á Menningarnótt og segir Geir Jón að það hafi tekið eina og hálfa klukkustund að koma umferðinni í eðlilegt horf. Þá hafi strætisvagnar farið fullir úr miðborginni fram á nótt og langar raðir verið eftir leigubílum. Búið var að hreinsa til í miðborginni um hádegi í gær. Þegar hreinsunarsveitir mættu til vinnu voru enn margir að skemmta sér en þeir voru flestir farnir um átta í gærmorgun.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira