Á gjörgæslu eftir hnífsstungu 21. ágúst 2005 00:01 Tvítugur piltur liggur á gjörgæsludeild eftir að hafa verið stunginn tvívegis í bakið í miðborg Reykjavíkur í nótt. Um 90 þúsund manns voru samankomin í miðborginni vegna menningarnætur og mikið var að gera hjá lögreglunni. Pilturinn var fluttur á slysadeild og gekkst undir aðgerð í nótt en við hnífsstunguna féll annað lungað í honum saman. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar en hann fannst með aðstoð eftirlitsmyndavéla og vitna. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, var mikið að gera hjá hans mönnum frá því flugeldasýningunni lauk. Hann segir Menningarnæturhátíðina hafa tekist vel og vel hafi farið á með fólki. Síðan hafi það skvett aðeins úr sér þegar flugeldasýningunni hafi verið að ljúka og svo hafi það streymt úr miðborginni, en ágætlega hafi gengið að koma fjöldanum heim. Umferðin hafi verið mjög mikil en það hafi tekist á einum og hálfum tíma að gera greiðfært úr miðborginni. Geir Jón segir að upp úr miðnætti hafi komið til slagsmála á Lækjartorgi og í Hafnarstræti á milli ungmenna. Lögreglmenn á staðnum hafi sagt að fólkið hafi verið frekar illskeytt og viðskotaillt, en lögreglan kunni enga skýringu á því hvers vegna svo var. Spurður hvort mörg mál hafi komið upp í nótt játar Geir Jón því og segir að mikið hafi verið að gera hjá lögreglunni fram eftir nóttu. Spurður um alvarleg mál segir Geir Jón að ungur maður hafi verið stunginn tvisvar í bakið í Hafnarstræti en betur hafi farið en á horfðist á staðnum. Þegar Geir Jón er beðinn um að bera saman Menningarnótt nú og síðustu ár segir hann þær ekkert ósvipaðar. Hátíðin sjálf gangi alltaf vel fyrir sig. Það hafi verið heldur færra fólk á kvölddagskránni í ár en í fyrra, en þá hafi verið einmunablíða. Hins vegar hafi verið fleiri í bænum um daginn í ár en í fyrra. Svo sé hægt að skipta gestum upp í tvo hópa, gesti Menningarnætur og hefðbundna gesti veitingahúsanna um helgar. Geir Jón tekur þó skýrt fram að þessi helgi hafi í gegnum árin verið mjög stór hjá lögreglunni, en þetta sé helgin áður en skólarnir fari að byrja. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Tvítugur piltur liggur á gjörgæsludeild eftir að hafa verið stunginn tvívegis í bakið í miðborg Reykjavíkur í nótt. Um 90 þúsund manns voru samankomin í miðborginni vegna menningarnætur og mikið var að gera hjá lögreglunni. Pilturinn var fluttur á slysadeild og gekkst undir aðgerð í nótt en við hnífsstunguna féll annað lungað í honum saman. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu síðar en hann fannst með aðstoð eftirlitsmyndavéla og vitna. Að sögn Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, var mikið að gera hjá hans mönnum frá því flugeldasýningunni lauk. Hann segir Menningarnæturhátíðina hafa tekist vel og vel hafi farið á með fólki. Síðan hafi það skvett aðeins úr sér þegar flugeldasýningunni hafi verið að ljúka og svo hafi það streymt úr miðborginni, en ágætlega hafi gengið að koma fjöldanum heim. Umferðin hafi verið mjög mikil en það hafi tekist á einum og hálfum tíma að gera greiðfært úr miðborginni. Geir Jón segir að upp úr miðnætti hafi komið til slagsmála á Lækjartorgi og í Hafnarstræti á milli ungmenna. Lögreglmenn á staðnum hafi sagt að fólkið hafi verið frekar illskeytt og viðskotaillt, en lögreglan kunni enga skýringu á því hvers vegna svo var. Spurður hvort mörg mál hafi komið upp í nótt játar Geir Jón því og segir að mikið hafi verið að gera hjá lögreglunni fram eftir nóttu. Spurður um alvarleg mál segir Geir Jón að ungur maður hafi verið stunginn tvisvar í bakið í Hafnarstræti en betur hafi farið en á horfðist á staðnum. Þegar Geir Jón er beðinn um að bera saman Menningarnótt nú og síðustu ár segir hann þær ekkert ósvipaðar. Hátíðin sjálf gangi alltaf vel fyrir sig. Það hafi verið heldur færra fólk á kvölddagskránni í ár en í fyrra, en þá hafi verið einmunablíða. Hins vegar hafi verið fleiri í bænum um daginn í ár en í fyrra. Svo sé hægt að skipta gestum upp í tvo hópa, gesti Menningarnætur og hefðbundna gesti veitingahúsanna um helgar. Geir Jón tekur þó skýrt fram að þessi helgi hafi í gegnum árin verið mjög stór hjá lögreglunni, en þetta sé helgin áður en skólarnir fari að byrja.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira