Sport

Heiðar verður að vera þolinmóður

Chris Coleman, knattspyrnustjóri Fulham, gaf það í skyn í viðtali í morgun að Heiðar Helguson gæti þurft að vera þolinmóður á að fá tækifæri í byrjunarliði Fulham, því hann segist nokkuð ánægður með framherja sína. "Heiðar er meira en bara framherji, þó hann hafi skorað 20 mörk í fyrra. Hann er maður sem alltaf gefur sig allan í leikinn og berst eins og ljón allan tímann. Það er einmitt eitthvað sem við förum fram á af leikmönnum okkar í ár. Við þurfum að efla samkenndina hjá leikmönnum liðsins til að bæta okkur frá síðasta tímabili. Þeir Brian McBride og Tomasz Radzinski voru ágætir í síðasta leik og börðust vel, þannig að ég hef ekki í huga að breyta uppstillingunni strax," sagði Coleman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×