Verður rekið í réttarsal 17. ágúst 2005 00:01 Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, Jón H. B. Snorrason, segist ekki munu svara þeim þungu ásökunum sem forstjóri Baugs hefur borið á embætti Ríkislögreglustjóra. Hann segir málið verða rekið í dómsal. Ætla má að fjöldi þeirra ásakana sem bornar hafa verið á embætti ríkislögreglustjóra vegna Baugsmálsins fari að nálgast fjölda þeirra ákæra sem sakborningar í málinu sæta. Feðgarnir Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson hafa sagt embættið handbendi stjórnvalda og tínt til ýmis rök. Meðal annars þau að uppistaða ákæranna fjörtuíu sé sparðatíningur, eða drullukaka, eins og Jón Ásgeir sagði orðrétt í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. Af framsetningu málsins að dæma sé búið að móta niðurstöður málsins og yfirheyrslur yfir sakborningum aðeins til málamynda. Og að grundvöllur upphaflegra ásakana Jóns Geralds sé löngu brostinn og það skýri óeðlilegan drátt rannsóknarinnar. Þá hefur embættið verið sakað um að framkvæma húsleit á fölskum forsendum og reyndar hafa þær raddir heyrst að það sé óeðlilegt að sami aðili framkvæmi húsleit, rannsaki mál og gefi út ákærur. Svo hafa menn velt fyrir sér því fordæmi sem Baugsmálið gefur, hvort ábendingar eins manns geti leitt til húsleitar hjá íslenskum stórfyrirtækjum, fyrirtækjum í eigu Björgólfsfeðga eða bræðranna í Bakkavör svo einhver sé nefnd. Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Jón H.B. Snorrason hefur ekki viljað svara þeim ásökunum sem á embættið eru bornar og engin breyting var þar á vð þingfestingu málsins í dag. Í samtali við fréttamann sagði hann umræðuna í raun hafa verið óskiljanlega en tók fram að ef hann ætti að taka mark á því sem alla jafna sé sagt um embættættisfærslur sínar, myndi hann einfaldlega ekki fara á fætur á morgnana. Baugsmálið verði rekið í réttarsal. Hann sagði jafnframt að ásakanirnar væru alvarlegar og að hann hefði aldrei skilið þetta tal. Jón Ásgeir hefur ennfremur haldið því fram að stofnað hafi verið til málsins í upphafi af einstaklingi sem var knúinn áfram af hefndarhug eða öðrum álíka hvötum. Sá var viðstaddur þinfestingu málsins í dag, sem áhorfandi. Jón Gerald Sullenberger sagði við fréttamann að hann væri mættur til að fylgja málinu eftir til enda, og til að horfast í augu við feðgana Jón Ásgeir og Jóhannes, sem hann og gerði, sem áhorfandi, í réttarsal Héraðdsóms Reykjavíkur í dag. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, Jón H. B. Snorrason, segist ekki munu svara þeim þungu ásökunum sem forstjóri Baugs hefur borið á embætti Ríkislögreglustjóra. Hann segir málið verða rekið í dómsal. Ætla má að fjöldi þeirra ásakana sem bornar hafa verið á embætti ríkislögreglustjóra vegna Baugsmálsins fari að nálgast fjölda þeirra ákæra sem sakborningar í málinu sæta. Feðgarnir Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson hafa sagt embættið handbendi stjórnvalda og tínt til ýmis rök. Meðal annars þau að uppistaða ákæranna fjörtuíu sé sparðatíningur, eða drullukaka, eins og Jón Ásgeir sagði orðrétt í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöld. Af framsetningu málsins að dæma sé búið að móta niðurstöður málsins og yfirheyrslur yfir sakborningum aðeins til málamynda. Og að grundvöllur upphaflegra ásakana Jóns Geralds sé löngu brostinn og það skýri óeðlilegan drátt rannsóknarinnar. Þá hefur embættið verið sakað um að framkvæma húsleit á fölskum forsendum og reyndar hafa þær raddir heyrst að það sé óeðlilegt að sami aðili framkvæmi húsleit, rannsaki mál og gefi út ákærur. Svo hafa menn velt fyrir sér því fordæmi sem Baugsmálið gefur, hvort ábendingar eins manns geti leitt til húsleitar hjá íslenskum stórfyrirtækjum, fyrirtækjum í eigu Björgólfsfeðga eða bræðranna í Bakkavör svo einhver sé nefnd. Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Jón H.B. Snorrason hefur ekki viljað svara þeim ásökunum sem á embættið eru bornar og engin breyting var þar á vð þingfestingu málsins í dag. Í samtali við fréttamann sagði hann umræðuna í raun hafa verið óskiljanlega en tók fram að ef hann ætti að taka mark á því sem alla jafna sé sagt um embættættisfærslur sínar, myndi hann einfaldlega ekki fara á fætur á morgnana. Baugsmálið verði rekið í réttarsal. Hann sagði jafnframt að ásakanirnar væru alvarlegar og að hann hefði aldrei skilið þetta tal. Jón Ásgeir hefur ennfremur haldið því fram að stofnað hafi verið til málsins í upphafi af einstaklingi sem var knúinn áfram af hefndarhug eða öðrum álíka hvötum. Sá var viðstaddur þinfestingu málsins í dag, sem áhorfandi. Jón Gerald Sullenberger sagði við fréttamann að hann væri mættur til að fylgja málinu eftir til enda, og til að horfast í augu við feðgana Jón Ásgeir og Jóhannes, sem hann og gerði, sem áhorfandi, í réttarsal Héraðdsóms Reykjavíkur í dag.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent