Frábært fordæmi 16. ágúst 2005 00:01 "Þetta er frábært fordæmi hjá Húsasmiðjunni," segir Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu um þá starfsmannastefnu Húsasmiðjunnar, að auglýsa eftir eldra fólki til starfa með reynslu úr hinum ýmsu geirum atvinnulífsins. Arna hefur átt sæti í tveimur ráðherranefndum sem fjallað hafa um starfsmál þessara aldurshópa á undanförnum árum. Önnur var á vegum félagsmálaráðherra og umfjöllunarefni hennar var staða miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Nefndin lagði fram tillögur um hvernig styrkja mætti stöðu þeirra og með hvaða hætti opinberir aðilar gætu brugðist við. "Nefndin... leggur til að stjórnvöld hefji nú þegar sérstakt fimm ára verkefni til að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði," segir í niðurstöðu hennar. Enn fremur að málefnum þessa hóps verði sinnt sérstaklega á komandi árum. Verkefninu er sérstaklega ætlað að skapa jákvæða umræðu um miðaldra og eldra fólk á vinnumarkaði, bæta ímynd þess og skapa farveg fyrir nauðsynlega viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði og í þjóðfélaginu í heild. Hin nefndin sem hugaði að sveigjanlegum starfslokum var á vegum forsætisráðherra. Hún leggur meðal annars til að breytingar verði gerðar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða þannig að hægt sé að fresta töku lífeyris til allt að 72 ára aldurs án þess að ávinningur réttinda stöðvist. "Ég held að út úr þessu nefndastarfi þurfi fyrst og fremst að koma sveigjanleiki og að fólk njóti sannmælis um getu sína og stöðu," segir Arna Jakobína. "Það þýðir líka að hvetja þarf fólk til símenntunar og virkrar þátttöku í þeim breytingum sem verða á vinnumarkaðnum. Fyrir ellilífeyrisþega er gott að geta verið í hlutastarfi. Þá eru þeir þátttakendur í samfélaginu og miðla jafnframt af reynslu sinni til hinna sem yngri eru. En menn þurfa líka að víkja fyrir yngra fólki, því þetta þarf að vera þróun." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
"Þetta er frábært fordæmi hjá Húsasmiðjunni," segir Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu um þá starfsmannastefnu Húsasmiðjunnar, að auglýsa eftir eldra fólki til starfa með reynslu úr hinum ýmsu geirum atvinnulífsins. Arna hefur átt sæti í tveimur ráðherranefndum sem fjallað hafa um starfsmál þessara aldurshópa á undanförnum árum. Önnur var á vegum félagsmálaráðherra og umfjöllunarefni hennar var staða miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Nefndin lagði fram tillögur um hvernig styrkja mætti stöðu þeirra og með hvaða hætti opinberir aðilar gætu brugðist við. "Nefndin... leggur til að stjórnvöld hefji nú þegar sérstakt fimm ára verkefni til að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði," segir í niðurstöðu hennar. Enn fremur að málefnum þessa hóps verði sinnt sérstaklega á komandi árum. Verkefninu er sérstaklega ætlað að skapa jákvæða umræðu um miðaldra og eldra fólk á vinnumarkaði, bæta ímynd þess og skapa farveg fyrir nauðsynlega viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði og í þjóðfélaginu í heild. Hin nefndin sem hugaði að sveigjanlegum starfslokum var á vegum forsætisráðherra. Hún leggur meðal annars til að breytingar verði gerðar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða þannig að hægt sé að fresta töku lífeyris til allt að 72 ára aldurs án þess að ávinningur réttinda stöðvist. "Ég held að út úr þessu nefndastarfi þurfi fyrst og fremst að koma sveigjanleiki og að fólk njóti sannmælis um getu sína og stöðu," segir Arna Jakobína. "Það þýðir líka að hvetja þarf fólk til símenntunar og virkrar þátttöku í þeim breytingum sem verða á vinnumarkaðnum. Fyrir ellilífeyrisþega er gott að geta verið í hlutastarfi. Þá eru þeir þátttakendur í samfélaginu og miðla jafnframt af reynslu sinni til hinna sem yngri eru. En menn þurfa líka að víkja fyrir yngra fólki, því þetta þarf að vera þróun."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira