Spriklar í golfi á sumrin 16. ágúst 2005 00:01 "Ég reyni að vera duglegur í líkamsræktinni en ég er kannski ekki alltaf eins duglegur og ég vil vera. Ég á samt kortið," segir Jón Ingi og hlær. "Á sumrin er ég mikið í golfinu og það er mín helsta líkamsrækt. Ég get spriklað á vellinum fram á haust en ég veit svo sem ekki hve mikið gagn það gerir líkamlega séð en það er nógu skemmtilegt," segir Jón Ingi sem stundar enga skipulagða líkamsrækt. "Nei ég geri svona hitt og þetta. Ég hleyp og lyfti þegar ég fer í ræktina og geri sitt lítið af hverju. Síðan spila ég innanhúss bumbubolta með félögunum á veturna. Ég leik líka á sviði og það er ansi mikil líkamsrækt. Að leika á sviði jafnast stundum á við nokkra eróbikktíma. Þannig að þetta tínist til og ég reyni að hreyfa mig eitthvað þegar ég hef tíma og nenni. Það helst í hendur." "Lestur bóka er mín andlega leikfimi. Ég er alltaf með einhverjar bækur að lesa," segir Jón Ingi sem mætti þó hugsa meira um mataræðið. "Ég mætti vera mun meðvitaðri um mataræði. Ég er náttúrulega nammigrís og get verið svolítið góður við mig. Ég myndi segja að ég væri enginn ofstopamaður þegar kemur að heilsurækt. Ég er frekar mikill meðaljón, sem er mjög gott." Heilsa Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég reyni að vera duglegur í líkamsræktinni en ég er kannski ekki alltaf eins duglegur og ég vil vera. Ég á samt kortið," segir Jón Ingi og hlær. "Á sumrin er ég mikið í golfinu og það er mín helsta líkamsrækt. Ég get spriklað á vellinum fram á haust en ég veit svo sem ekki hve mikið gagn það gerir líkamlega séð en það er nógu skemmtilegt," segir Jón Ingi sem stundar enga skipulagða líkamsrækt. "Nei ég geri svona hitt og þetta. Ég hleyp og lyfti þegar ég fer í ræktina og geri sitt lítið af hverju. Síðan spila ég innanhúss bumbubolta með félögunum á veturna. Ég leik líka á sviði og það er ansi mikil líkamsrækt. Að leika á sviði jafnast stundum á við nokkra eróbikktíma. Þannig að þetta tínist til og ég reyni að hreyfa mig eitthvað þegar ég hef tíma og nenni. Það helst í hendur." "Lestur bóka er mín andlega leikfimi. Ég er alltaf með einhverjar bækur að lesa," segir Jón Ingi sem mætti þó hugsa meira um mataræðið. "Ég mætti vera mun meðvitaðri um mataræði. Ég er náttúrulega nammigrís og get verið svolítið góður við mig. Ég myndi segja að ég væri enginn ofstopamaður þegar kemur að heilsurækt. Ég er frekar mikill meðaljón, sem er mjög gott."
Heilsa Mest lesið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira