Tryggvi lét Baug borga skatta sína 15. ágúst 2005 00:01 Tryggvi Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóri Baugs hf., kemur oftast við sögu í þeim kafla ákærunnar gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs sem snýr að fjárdrætti. Í fyrsta kafla ákærunnar eru fjórir töluliðir sem snúa aðeins að fjárdrætti en í öðrum köflum ákærunnar er einnig ákært fyrir fjárdrátt en með öðrum brotum, svo sem umboðssvikum og brotum gegn lögum um hlutafélög. Tryggvi kemur við sögu í þremur af fjórum töluliðum í fyrsta kafla ákærunnar. Snekkjan dýrkeypt Annar töluliður ákærunnar beinist gegn feðgunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi forstjóra Baugs, og Jóhannesi Jónssyni í Bónus. Þeim er gefið að sök að hafa dregið sér fé þegar þeir létu Baug greiða þóknanir til Sparisjóðs Reykjavíkur vegna bankaábyrgðar sem til hafði verið stofnað vegna kaupa á snekkjunni Thee Viking. Í fyrsta töluliðnum var einnig ákært fyrir fjárdrátt vegna snekkjunnar en þar var um hærri fjárhæðir að ræða eða rúmlega fjörutíu milljónir króna. Er feðgunum gert að sök að hafa látið Baug yfirtaka ábyrgðir sem til hafði verið stofnað af sameignarfélaginu Bónus hinn 17. júlí 1996. Ábyrgðirnar voru einkum til komnar vegna lántöku bandaríska félagsins Nordica Inc. hjá viðskiptabanka í Flórida en lánið var upp á hundrað þrjátíu og fimm þúsund Bandaríkjadali og var notað til að ábyrgjast greiðslur á skemmtisnekkjunni Icelandic Viking. Baugur hafði því samkvæmt ákærunni tekið við ábyrgð Bónuss og gjaldféll ábyrgðin á Baug 17. október 2002. Ákærðu neita sök í þessum tölulið ákærunnar. Þeir segja í athugasemdum við þessum tölulið ákærunnar að ábyrgðin sem um ræðir hafi verið notuð til tryggingar yfirdráttarláni sem Nordica tók vegna vöruviðskipta og hafi Ríkislögreglustjóri gögn um slíkt. Segja hinir ákærðu fráleitt að ætla að ábyrgðin hafi verið vegna kaupa á snekkjunni. Þeir vísa einnig til þess að ef svo hefði verið, hefði einnig átt að ákæra Jón Gerald Sullenberger fyrir sömu hluti. Aðstoðarforstjóri og risna Í þriðja tölulið ákærunnar er Tryggva Jónssyni, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa dregið sér rúmlega eina milljón og þrjú hundruð þúsund krónur á tímabilinu 11. janúar 2000 til 12. febrúar 2002. Er honum gefið að sök að hafa notað American Express greiðslukort félagsins Nordica Inc. sem síðar lét Baug greiða sér til baka útteknar fjárhæðir til þess að greiða kostnað sem var Baugi óviðkomandi. Er um að ræða alls þrettán reikninga sem Nordica lagði út fyrir en innheimti svo hjá Baugi samkvæmt fyrirmælum Tryggva. Í athugasemdum með þessum tölulið ákærunnar neitar Tryggvi sök og segir að um hafi verið að ræða kostnað sem telst risna aðstoðarforstjórans. Segir ákærði að Ríkislögreglustjóra hafi verið bent á að rannsaka þennan lið ákærunnar betur og ræða við vitni sem hafa notið risnunnar en því hafi ekki verið sinnt. Enn fremur er bent á að ekki geti verið um fjárdrátt að ræða þar sem auðgunarásetning skorti. Tollar og gjöld aðstoðarforstjóra Opinber gjöld Tryggva vegna innflutnings á sláttuvélatraktor til hans eigin nota voru greidd af Baugi samkvæmt fjórða tölulið ákærunnar. Er Tryggva gert að hafa dregið sér samtals tæplega eitt hundrað þúsund krónur þegar hann lét Baug greiða aðflutningsgjöld svo sem virðisaukaskatt, vörugjald og toll þegar Baugur flutti til landsins og tollafgreiddi sláttuvélatraktorinn en reikningur vegna vélarinnar var gefinn út af Nordica í Bandaríkjunum á hendur Baugi-Aðföngum hf., dótturfélagi Baugs. Í athugasemdum Tryggva vegna fjórða töluliðar ákærunnar segir að mistök starfsmanns Baugs hafi ráðið því að aðflutningsgjöldin sem um ræðir hafi ekki verið innheimt hjá Tryggva. Segir að Tryggvi hafi rætt við viðkomandi starfsmenn um að honum yrði gerður reikningur vegna gjaldanna og hafi verið í trú um að svo yrði gert. Ekki geti þannig verið um fjárdrátt að ræða því allan auðgunarásetning hafi skort. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Tryggvi Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóri Baugs hf., kemur oftast við sögu í þeim kafla ákærunnar gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs sem snýr að fjárdrætti. Í fyrsta kafla ákærunnar eru fjórir töluliðir sem snúa aðeins að fjárdrætti en í öðrum köflum ákærunnar er einnig ákært fyrir fjárdrátt en með öðrum brotum, svo sem umboðssvikum og brotum gegn lögum um hlutafélög. Tryggvi kemur við sögu í þremur af fjórum töluliðum í fyrsta kafla ákærunnar. Snekkjan dýrkeypt Annar töluliður ákærunnar beinist gegn feðgunum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi forstjóra Baugs, og Jóhannesi Jónssyni í Bónus. Þeim er gefið að sök að hafa dregið sér fé þegar þeir létu Baug greiða þóknanir til Sparisjóðs Reykjavíkur vegna bankaábyrgðar sem til hafði verið stofnað vegna kaupa á snekkjunni Thee Viking. Í fyrsta töluliðnum var einnig ákært fyrir fjárdrátt vegna snekkjunnar en þar var um hærri fjárhæðir að ræða eða rúmlega fjörutíu milljónir króna. Er feðgunum gert að sök að hafa látið Baug yfirtaka ábyrgðir sem til hafði verið stofnað af sameignarfélaginu Bónus hinn 17. júlí 1996. Ábyrgðirnar voru einkum til komnar vegna lántöku bandaríska félagsins Nordica Inc. hjá viðskiptabanka í Flórida en lánið var upp á hundrað þrjátíu og fimm þúsund Bandaríkjadali og var notað til að ábyrgjast greiðslur á skemmtisnekkjunni Icelandic Viking. Baugur hafði því samkvæmt ákærunni tekið við ábyrgð Bónuss og gjaldféll ábyrgðin á Baug 17. október 2002. Ákærðu neita sök í þessum tölulið ákærunnar. Þeir segja í athugasemdum við þessum tölulið ákærunnar að ábyrgðin sem um ræðir hafi verið notuð til tryggingar yfirdráttarláni sem Nordica tók vegna vöruviðskipta og hafi Ríkislögreglustjóri gögn um slíkt. Segja hinir ákærðu fráleitt að ætla að ábyrgðin hafi verið vegna kaupa á snekkjunni. Þeir vísa einnig til þess að ef svo hefði verið, hefði einnig átt að ákæra Jón Gerald Sullenberger fyrir sömu hluti. Aðstoðarforstjóri og risna Í þriðja tölulið ákærunnar er Tryggva Jónssyni, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, gefið að sök að hafa dregið sér rúmlega eina milljón og þrjú hundruð þúsund krónur á tímabilinu 11. janúar 2000 til 12. febrúar 2002. Er honum gefið að sök að hafa notað American Express greiðslukort félagsins Nordica Inc. sem síðar lét Baug greiða sér til baka útteknar fjárhæðir til þess að greiða kostnað sem var Baugi óviðkomandi. Er um að ræða alls þrettán reikninga sem Nordica lagði út fyrir en innheimti svo hjá Baugi samkvæmt fyrirmælum Tryggva. Í athugasemdum með þessum tölulið ákærunnar neitar Tryggvi sök og segir að um hafi verið að ræða kostnað sem telst risna aðstoðarforstjórans. Segir ákærði að Ríkislögreglustjóra hafi verið bent á að rannsaka þennan lið ákærunnar betur og ræða við vitni sem hafa notið risnunnar en því hafi ekki verið sinnt. Enn fremur er bent á að ekki geti verið um fjárdrátt að ræða þar sem auðgunarásetning skorti. Tollar og gjöld aðstoðarforstjóra Opinber gjöld Tryggva vegna innflutnings á sláttuvélatraktor til hans eigin nota voru greidd af Baugi samkvæmt fjórða tölulið ákærunnar. Er Tryggva gert að hafa dregið sér samtals tæplega eitt hundrað þúsund krónur þegar hann lét Baug greiða aðflutningsgjöld svo sem virðisaukaskatt, vörugjald og toll þegar Baugur flutti til landsins og tollafgreiddi sláttuvélatraktorinn en reikningur vegna vélarinnar var gefinn út af Nordica í Bandaríkjunum á hendur Baugi-Aðföngum hf., dótturfélagi Baugs. Í athugasemdum Tryggva vegna fjórða töluliðar ákærunnar segir að mistök starfsmanns Baugs hafi ráðið því að aðflutningsgjöldin sem um ræðir hafi ekki verið innheimt hjá Tryggva. Segir að Tryggvi hafi rætt við viðkomandi starfsmenn um að honum yrði gerður reikningur vegna gjaldanna og hafi verið í trú um að svo yrði gert. Ekki geti þannig verið um fjárdrátt að ræða því allan auðgunarásetning hafi skort.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira