Baugsfeðgar ásaka stjórnvöld 13. ágúst 2005 00:01 Baugsfeðgar, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir, segja augljóst að stjórnvöld séu á bak við það sem þeir kalla aðför að fyrirtæki þeirra. Þar hafi Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, verið fremstir í flokki. Ljóst er að þeir feðgar Jóhannes og Jón Ásgeir hafa valið þá leið að koma máli sínu á framfæri í dagblöðum, enda er það mikið að vöxtum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur í hvorugan þeirra náðst. Þeir tjá sig hinsvegar tæpitungulaust í Fréttablaðinu í dag og segja meðal annars að það sé augljóst að stjórnvöld hafi staðið fyrir atlögu að fyrirtæki þeirra og þar hafi verið fremstir í flokki þeir Davíð Oddsson, sem þá var forsætisráðherra og Jón Steinar Gunnlaugsson, sem á þeim tíma var lögmaður, en er nú hæstaréttardómari. Þeir segja einnig að Haraldur Jóhannesen, ríkislögreglustjóri, hafi verið leiksoppur þeirra félaga. Jóhannes segir orðrétt: Stjórnvöld beittu sér til að brjóta á bak aftur fyrirtæki sem af einhverjum ástæðum var þeim ekki þóknanleg. Jóhannes segir einnig að það hafi verið safnað fé til höfuðs þeim, í upphafi. Jafnvel Jón Steinar Gunnlaugsson hafi hringt í fyrirtæki til þess safna fé í sjóð til að fjármagna aðförina að Baugi. Jón Ásgeir segir í viðtali við Fréttablaðið að visst andrúmsloft hafi skapast á árunum tvöþúsund og eitt og tvöþúsund og tvö, með gegndarlausum árásum Davíðs Odssonar á Baug, og hótunum um að brjóta upp félagið. Jón Ásgeir segir að Davíð hafi hótað Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, að opinberir aðilar myndu herja á félagið. Þeim feðgum þykir með ólíkindum að einn reikningur frá fyrrverandi samstarfsmanni hafi orðið til jafn umfangsmikilla aðgerða og ríkislögreglustjóri greip til. Jón Ásgeir segir að menn þekki það að það sé ekki venjulega brugðist hratt við, þegar leitað er til efnahagsbrotadeildarinnar. Í þetta skipti hafi þeir fengið húsleitarheimild án þess að kanna hvort reikningurinn sem var tilefni innrásarinnar hafi verið debit eða kredit. Flestar ákærurnar eru birtar í Fréttablaðinu í dag. Þær eru í fjörutíu liðum í átta köflum, en blaðið birtir ekki sjöunda kaflann. Sex eru ákærðir. Misjafnt er hverjir sexmeninganna eru ákærðir í hverjum lið, en í liðnum Fjárdráttur eru þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jóhannesson og Kristín Jóhannesdóttir sökuð um að hafa dregið sér fé svo skiptir tugum milljóna. Til dæmis fjörutíu milljónir vegna hinnar frægu snekkju Thee Viking. Fjallað er um ákærurnar í breska blaðinu Times í dag, en blaðamaður þess fékk að fara yfir ákærurnar. Athygli vekur að það segir að ákærurnar séu á tuttugu og fjórum blaðsíðum á meðan blaðamaður Guardian sagði í gær að þær væru á þrjátíu og sjö síðum. Rétt er að taka fram að sakborningarnir neita öllum sakargiftum. Auk þess að birta ákærurnar birtir Fréttablaðið athugasemdir sakborninganna við hverja ákæru fyrir sig. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Baugsfeðgar, þeir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir, segja augljóst að stjórnvöld séu á bak við það sem þeir kalla aðför að fyrirtæki þeirra. Þar hafi Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Jón Steinar Gunnlaugsson, núverandi hæstaréttardómari, verið fremstir í flokki. Ljóst er að þeir feðgar Jóhannes og Jón Ásgeir hafa valið þá leið að koma máli sínu á framfæri í dagblöðum, enda er það mikið að vöxtum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur í hvorugan þeirra náðst. Þeir tjá sig hinsvegar tæpitungulaust í Fréttablaðinu í dag og segja meðal annars að það sé augljóst að stjórnvöld hafi staðið fyrir atlögu að fyrirtæki þeirra og þar hafi verið fremstir í flokki þeir Davíð Oddsson, sem þá var forsætisráðherra og Jón Steinar Gunnlaugsson, sem á þeim tíma var lögmaður, en er nú hæstaréttardómari. Þeir segja einnig að Haraldur Jóhannesen, ríkislögreglustjóri, hafi verið leiksoppur þeirra félaga. Jóhannes segir orðrétt: Stjórnvöld beittu sér til að brjóta á bak aftur fyrirtæki sem af einhverjum ástæðum var þeim ekki þóknanleg. Jóhannes segir einnig að það hafi verið safnað fé til höfuðs þeim, í upphafi. Jafnvel Jón Steinar Gunnlaugsson hafi hringt í fyrirtæki til þess safna fé í sjóð til að fjármagna aðförina að Baugi. Jón Ásgeir segir í viðtali við Fréttablaðið að visst andrúmsloft hafi skapast á árunum tvöþúsund og eitt og tvöþúsund og tvö, með gegndarlausum árásum Davíðs Odssonar á Baug, og hótunum um að brjóta upp félagið. Jón Ásgeir segir að Davíð hafi hótað Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs, að opinberir aðilar myndu herja á félagið. Þeim feðgum þykir með ólíkindum að einn reikningur frá fyrrverandi samstarfsmanni hafi orðið til jafn umfangsmikilla aðgerða og ríkislögreglustjóri greip til. Jón Ásgeir segir að menn þekki það að það sé ekki venjulega brugðist hratt við, þegar leitað er til efnahagsbrotadeildarinnar. Í þetta skipti hafi þeir fengið húsleitarheimild án þess að kanna hvort reikningurinn sem var tilefni innrásarinnar hafi verið debit eða kredit. Flestar ákærurnar eru birtar í Fréttablaðinu í dag. Þær eru í fjörutíu liðum í átta köflum, en blaðið birtir ekki sjöunda kaflann. Sex eru ákærðir. Misjafnt er hverjir sexmeninganna eru ákærðir í hverjum lið, en í liðnum Fjárdráttur eru þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggvi Jóhannesson og Kristín Jóhannesdóttir sökuð um að hafa dregið sér fé svo skiptir tugum milljóna. Til dæmis fjörutíu milljónir vegna hinnar frægu snekkju Thee Viking. Fjallað er um ákærurnar í breska blaðinu Times í dag, en blaðamaður þess fékk að fara yfir ákærurnar. Athygli vekur að það segir að ákærurnar séu á tuttugu og fjórum blaðsíðum á meðan blaðamaður Guardian sagði í gær að þær væru á þrjátíu og sjö síðum. Rétt er að taka fram að sakborningarnir neita öllum sakargiftum. Auk þess að birta ákærurnar birtir Fréttablaðið athugasemdir sakborninganna við hverja ákæru fyrir sig.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira