Spreiuðu slagorð á Alþingishúsið 12. ágúst 2005 00:01 Virkjanamótmælendur létu til skarar skríða í miðborg Reykjavíkur í nótt. Alþingishúsið og styttan af Jóni Sigurðssyni var meðal þess sem varð fyrir barðinu á spreibrúsum mótmælendanna. Lögreglunni var tilkynnt um tvo menn sem spreiuðu slagorð í miðbænum um tvöleytið í nótt. Spreiuðu þeir slagorð gegn virkjunarframkvæmdum meðal annars á Alþingishúsið, styttu Jóns Sigurðssonar og Landssímahúsið við Austurvöll auk húsa við Laugaveg og í Bankastræti. Annar mannanna var handtekinn í nótt og yfirheyrður í morgun, en honum var sleppt úr haldi síðdegis í dag. Hann neitar allri sök, en ekki er vitað hvort hann hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðum við Kárahnjúka í sumar. Ú tlendingastofnun íhugar nú að vísa 21 mótmælanda úr landi og hóf embætti Ríkislögreglustjóra í dag að birta rúmlega tuttugu mótmælendum bréf þar sem þeim er gefinn kostur á að andmæla brottvísun. Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar, segir enga ákvörðun um brottvísun liggja fyrir fyrr en andmæli mótmælendanna hafa komið fram. Í júlí fór sýslumaðurinn á Seyðisfirði fram á að þremur mótmælendum yrði vísað úr landi en Útlendingastofnun taldi stofnunina skorta lagaheimildir í því tilviki. Aðspurð hvað hafi breyst segir Hildur að margt hafi gerst síðan þá og fleiri tilvik tengd mótmælendunum hafi komið upp. Þar sé komin ítrekun og einnig hafi borist mat frá ríkislögreglustjóra og gögn frá lögreglu sem gefi kost á skoða málið betur. Fréttastofa Stöðvar 2 reyndi í dag að ná tali af erlendum mótmælendum í húsnæði þeirra við Laugaveg. Þrjár erlendar konur voru á staðnum og var engin þeirra tilbúin að tjá sig við fjölmiðla - reyndar var þeim illa við nærveru myndavélanna. Birgitta Jónsdóttir, talsmaður mótmælendanna, segir þá hrædda við aðgerðir lögreglunnar. Þá séu þeir hissa á brottvísununum. Hún segist sjálf telja að ef vísa ætti fólki úr landi þyrftu brotin að vera alvarleg, eins og ofbeldi, en mótmælendurnir hafi engin plögg séð þar sem sannað sé glæpsamlegt athæfi fyrir utan það að hengja upp borða. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Virkjanamótmælendur létu til skarar skríða í miðborg Reykjavíkur í nótt. Alþingishúsið og styttan af Jóni Sigurðssyni var meðal þess sem varð fyrir barðinu á spreibrúsum mótmælendanna. Lögreglunni var tilkynnt um tvo menn sem spreiuðu slagorð í miðbænum um tvöleytið í nótt. Spreiuðu þeir slagorð gegn virkjunarframkvæmdum meðal annars á Alþingishúsið, styttu Jóns Sigurðssonar og Landssímahúsið við Austurvöll auk húsa við Laugaveg og í Bankastræti. Annar mannanna var handtekinn í nótt og yfirheyrður í morgun, en honum var sleppt úr haldi síðdegis í dag. Hann neitar allri sök, en ekki er vitað hvort hann hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðum við Kárahnjúka í sumar. Ú tlendingastofnun íhugar nú að vísa 21 mótmælanda úr landi og hóf embætti Ríkislögreglustjóra í dag að birta rúmlega tuttugu mótmælendum bréf þar sem þeim er gefinn kostur á að andmæla brottvísun. Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar, segir enga ákvörðun um brottvísun liggja fyrir fyrr en andmæli mótmælendanna hafa komið fram. Í júlí fór sýslumaðurinn á Seyðisfirði fram á að þremur mótmælendum yrði vísað úr landi en Útlendingastofnun taldi stofnunina skorta lagaheimildir í því tilviki. Aðspurð hvað hafi breyst segir Hildur að margt hafi gerst síðan þá og fleiri tilvik tengd mótmælendunum hafi komið upp. Þar sé komin ítrekun og einnig hafi borist mat frá ríkislögreglustjóra og gögn frá lögreglu sem gefi kost á skoða málið betur. Fréttastofa Stöðvar 2 reyndi í dag að ná tali af erlendum mótmælendum í húsnæði þeirra við Laugaveg. Þrjár erlendar konur voru á staðnum og var engin þeirra tilbúin að tjá sig við fjölmiðla - reyndar var þeim illa við nærveru myndavélanna. Birgitta Jónsdóttir, talsmaður mótmælendanna, segir þá hrædda við aðgerðir lögreglunnar. Þá séu þeir hissa á brottvísununum. Hún segist sjálf telja að ef vísa ætti fólki úr landi þyrftu brotin að vera alvarleg, eins og ofbeldi, en mótmælendurnir hafi engin plögg séð þar sem sannað sé glæpsamlegt athæfi fyrir utan það að hengja upp borða.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira